Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 Þrátt fyrir að aldalöng hefð sé fyrir notkun og ræktun kryddjurta veit enginn fyrir víst hvenær fólk fór fyrst að nota plöntur til að bragðbæta matinn sinn. Villtar jurtir í náttúrunni voru notaðar í súpur og seyði og seinna hófst ábatasöm verslun með krydd milli heimsálfa. Í dag finnst krydd á öllum heimilum á Íslandi og mörgum finnst gaman að rækta sjálfir. Arabar stjórnuðu lengi verslun með krydd til Evrópu og fluttu það með úlfaldalestum yfir eyðimerkur Arabíu og eftir Silkileiðinni. Síðar, eftir landafundina miklu og siglingar Evrópumanna um heimsins höf, fluttist verslunin í hendur stórra evrópskra fyrirtækja og ævintýramanna. Krydd var dýrt á þeim tíma og því einungis á færi vel stæðra borgara að neyta þess. Rómverjar og pipar Eftir að Rómverjar lögðu undir sig Egyptaland um 30 fyrir Krist voru tíðar skipaferðir til Indlands og að sögn rómverska heimspekingsins og kortagerðarmannsins Strabo sigldu allt að 120 kaupskip frá Rauðahafi um Amed- og Arabíuflóa til Indlands, Kína og víðar í Suðaustur-Asíu á hverju ári. Meðal varnings sem skipin fluttu með sér til Evrópu voru krydd og ekki síst pipar, sem var þyngdar sinnar virði í gulli og stundum kallað svart gull. Rómverski náttúrufræðingurinn og rithöfundurinn Pliny eldri segir í Naturalis Historia að pund af löngum pipar hafi kostað 15 denarí, pund af hvítum pipar sjö denarí og sama magn af svörtum pipar heil fjögur denarí. Pliny, sem virðist hafa verið nöldursamur nískupúki, kvartar undan því í ritinu að pipar sé svo eftirsóttur að á hverju ári eyði Rómverjar gríðarlegu fé í að kaupa pipar frá Indlandi og að verðið sé svo hátt að um hreint rán sé að ræða. Leynd og lygasögur Mikil leynd hvíldi yfir uppruna margra krydda framan af og ævin- týralegar lygasögur spunnust um það. Sé mark takandi á Grikkjanum Heródótus frá Halíkarnassus, sem titlaður er faðir sagnfræðinnar, þá vissi enginn hvar kanill óx eða var ræktaður en Heródótus vissi samt að kanilsins var gætt af stórum fuglum og að söfnun hans fór fram með furðulegum hætti. Í íslenskri þýðingu Stefáns Steinssonar á Rannsóknum Heró- dótusar segir um uppruna og söfnun kanils: „Hvaðan hann kemur og í hvaða landi hann er ræktaður kunna menn ekki skil á. Þó virðist í orði kveðnu svo sem hann blómgist, segja einhverjir, á lendum þar sem Díonýsus óx úr grasi. Stórir og miklir fuglar eru sagðir bera með sér stöngla þá sem við lærðum af Föníkum að kalla kanil. Fuglarnir bera þá upp í hreiður sem er kleprað með leðju utan á þverhnípta kletta. Þeir eru öldungis ókleifir mönnum. Við þessu eiga arabar kænsku- bragð. Þeir bryðja dauða uxa, asna og fleiri burðardýr í gróf spað, flytja á vettvang og leggja nærri klettunum. Sjálfir færa þeir sig langt frá. Fuglarnir fljúga ofan og færa kjötið upp í hreiðrin. Þau valda ekki þvílíkum þunga og falla til jarðar. Í því koma arabarnir og tína þau. Þannig er kanil safnað og hefur flust með þeim til annarra landa.“ Ábótasöm og blóðug verslun Fljótlega eftir að siglingar til Austurheims hófust urðu Spánverjar og Portúgalar atkvæðamiklir í verslun með krydd. Bretar sigldu í kjölfarið og stór hluti breska heimsveldisins byggði á verslun með krydd og aðra nýlenduvörur. Hollendingar gengu ekki síður hart fram og er saga viðskipta þeirra með múskat blóði drifin og ásókn í kryddið og hagnaðurinn sem því fylgdi leiddi til þjóðarmorðs á Banda-eyjum árið 1621. Hollendingar útrýmdu innfæddum til að ná yfirráðum yfir ræktun og verslun með múskat. Seinna gerðu Hollendingar landaskipti við Breta. Hollendingar fengu eyjuna Run í Banda- eyjaklasanum en Bretar Manhattan- eyju í Norður-Ameríku eða Nýju Amsterdam í staðinn. Heimaræktun kryddjurta Auðveldara er en margir halda að rækta kryddjurtir til heimilisins og lítið mál að sá þeim eða kaupa forræktaðar plöntur til áframræktunar. Sumar tegundir eru harðgerðar og lifa veturinn af utandyra og aðrar vaxa villtar. Basilíka (Ocimum basilicum). Einær, 20 til 60 sentímetra há. Blöðin egglaga og safarík. Viðkvæm og þolir hvorki kulda né vind. Best að rækta í potti í glugga eða potti sem hægt er að taka inn ef kólnar í veðri. Sáð inni í mars eða apríl og sett út eftir að hætta á næturfrosti er liðin hjá. Basilíka er til í mörgum af- brigðum, rauð og græn. Hægt er að fá afbrigði með mismunandi bragðkeim, til dæmis með anís-, kanil-, sítrónu- og hefðbundnu basilíkubragði. Uppruni basilíku er á Indlandi þar sem afbrigði hennar kallast tulsi og tengist Visnú, einum af þremur meginguðum hindúatrúar. Forn- Egyptar notuðu plöntuna til fórna en Grikkir og Rómverjar tengdu hana dauða og sorg. Á Krít var basilíka tákn um ást í meinum. Basilíka er ágæt við kvefi, höfuðverk og sem flugnafæla en er sjálf afar eftirsótt af flestum tegundum blaðlúsa. Vinsæl í pestó með hvítlauk, olíu og furuhnetum. Blóðberg/garðablóðberg/timjan (Thymus praecox ssp. arcticus - Thymus vulgare). Báðar tegundir eru skriðulir hálf- runnar, garðablóðbergið nær 10 til 30 sentímetra hæð, en íslenskt blóðberg er jarðlægt og reisir sig sjaldan hærra en 5 sentímetra frá jörðu. Blómin á garðablóðbergi eru ljós- eða purpurarauð en rósrauð og stundum hvít á því íslenska. Dafnar best á sólríkum stað og í þurrum jarðvegi. Til eru fjölmörg yrki af blóðbergi og eitt þeirra ber sítrónukeim. Talið er að Súmerar, sem voru uppi 3.500 árum fyrir Krist, hafi notað timjan sem krydd og til lækninga. Rómverjar töldu plöntuna örva kynhvötina og á miðöldum var timjan tengt ástleitni. Björn Halldórsson frá Sauðlauks- dal segir um blóðberg í Grasnytjum frá 1783: ,,Þessi urt hefur ágætan kraft til að styrkja sinar. Hverslags vín, sem á þessari urt hefur staðið nokkra stund og síðan drukkið, læknar sinadrátt, það sama læknar kvef, hreinsar og styrkir höfuð, þynnir blóð, læknar upp þembing þeirra manna, sem etið hafa mikið af hörðum mati. Það vermir kaldan maga og styrkir hann. Dúkur í þessu vín vættur og við lagður höfuð manns, bætir öngvit og svima, höfuðverk og hettusótt. Seyði af þessari urt, sem te drukkið, er gott við hósta, læknar ölsýki þeirra manna, að morgni drukkið, sem ofdrukkið höfðu vín að kvöldi. Sé þessari urt stráð á gólf, eða reykt með henni í húsum, ellegar hún seydd í vatni og sama vatni dreift um húsið, flýja þaðan flær.“ Búrót (Artemisia vulgaris). Fjölær jurt sem vex villt í Evrópu og getur náð allt að tveggja metra hæð. Finnst hér sem slæðingur. Blöðin stór og fjaðurskipt. Vex í brúskum og gefur frá sér beiskan keim. Fjölgað með skiptingu. Blöðin þurrkuð og mulin þykja góð með kjötréttum, gæsa- og fiskréttum. Var áður notuð til ölgerðar. Gott þótti að setja blöð af búrót í skóna á löngum ferðalögum til að draga úr þreytu og bægja frá illum öflum og óargadýrum. Sagt er að Jóhannes skírari hafi vafið búrót um mittið á sér þegar hann fastaði í eyðimörkinni í 40 daga. Krydd í tilveruna – fyrri hluti Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.