Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 59

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 59
59Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 peninga eða óskað eftir láni og er fyrirfram gefið hve mikla vexti hægt er að fá fyrir peningana, eftir áhættunni sem felst í láninu. Sé lánað með minnstri áhættu fást 1-3% í vexti en svo hækka þeir jafnt og þétt eftir áhættunni og fara mest í 7-10%! Að sama skapi borgar lántakinn lága vexti ef lánið tengist ekki mikilli áhættu en eftir því sem óvissan eykst hækka vextirnir. Einkar áhugavert í alla staði. Lítil aukning heimsframleiðslu mjólkur Enn eitt áhugavert erindi í málstofunni var flutt af fulltrúum greiningardeildar hollenska land- búnaðarbankans Rabobank. Þar kom m.a. fram að bankinn spáir einungis lítilli aukningu á heimsframleiðslu mjólkur á þessu ári, nokkuð sem hefur ekki gerst áður. Skýringin felst fyrst og fremst í óhagstæðri þróun veðurs í Eyjaálfu sem hefur haft bein áhrif á mjólkurframleiðsluna í Nýja-Sjálandi og Ástralíu en bæði lönd vega þungt þegar horft er til heimsframleiðslu mjólkur. Þá hafa kúabú í Bandaríkjunum einnig dregið saman seglin og þrátt fyrir að afurðastöðvaverð hafi aldrei verið hærra í flestum löndum Evrópu þá hefur hækkandi verð á aðföngum haft þau áhrif að bændur í löndum Evrópusambandsins hafa einnig haldið aftur af framleiðslunni. Það eru sérstaklega Frakkland, Þýskaland, Belgía og Holland sem draga niður meðaltal Evrópu en tölur frá öllum þessum löndum framan af þessu ári benda til samdráttar og þau vega þungt vegna umsvifa sinna þegar kemur að mjólkurframleiðslu. Önnur lönd annaðhvort standa í stað eða auka aðeins við sig en ekki nóg til að vega upp á móti samdrættinum í fyrrnefndum löndum. Spá meiri verðhækkunum Það kom einnig fram í erindinu frá Rabobank að óvíða í heiminum séu raunveruleg áhrif af hækkun aðfanga komin fram í verðlagi til neytenda. Það skýrist m.a. af því að uppskera þessa árs, sem hafi fengið miklu dýrari tilbúinn áburð en í fyrra, sé fyrst að koma í hús nú í sumar og fari ekki á markað fyrr en í haust. Sama má segja um kjötið en raunhækkun sé varla komin fram nema í kjúklingum og hugsanlega svínum þar sem eldistíminn er stuttur. Raunhækkun nautakjöts eigi t.d. eftir að koma fram síðar. Þannig er í spá Rabobank, sem fullyrða má að sé ein virtasta stofnun heims þegar kemur að fjármálum í landbúnaði, gert ráð fyrir hækkun afurðastöðvaverðs á helstu framleiðslueiningum í landbúnaði síðar á þessu ári! Spá Rabobank Lokaorðin hjá fulltrúum Rabobank voru sérlega áhugaverð og viðeigandi að enda þessa stuttu yfirferð um þessa málstofu á þeim. „Búist er við þessu: • Verðbólga mun haldast há • Orkuverð mun haldast hátt • Matarverð mun haldast hátt • Flutningskostnaður mun haldast hár • Órói á vinnumarkaði mun aukast • Popúlismi mun aukast • Spenna á milli landa mun aukast • Aukin áhersla verður á framleiðslu og sölu innan hvers lands og gengi ólíkra gjaldmiðla mun breyta neysluhegðun.“ Í næsta Bændablaði verður haldið áfram umfjöllun um þetta áhugaverða fagþing en þess má geta að hægt er að skoða og hlaða niður öllum erindum af fagþinginu með því að nota eftirfarandi hlekk: https:// www.tilmeld.dk/kvaegkongres2022/ praesentationer Mynd frá Rabobank sem sýnir með appelsínugulu þau lönd þar sem mjólkurframleiðslan er að dragast saman í löndum Evrópusambandsins, gráu þar sem hún stendur í stað og með grænu þar sem hún er að aukast. Hreinræktaðir Aberdeen Angus gripir til sölu í júní 2022 – tilboð óskast !! Sæðistaka er að hefjast úr þeim nautum sem fæddust sumarið 2021 en ekki verður tekið sæði úr þeim öllum. Nautin og kvígurnar eru gæf og meðfærileg. Þau eru boðin til sölu og er lýsing á þeim á heimasíðu Búnaðarsambandsins og í Bændablaðinu sem kemur út 23. júní 2022. Nautin sem sæði verður tekið úr verða ekki afhent nýjum eigendum sínum fyrr en nægjanlegu magni af sæði hefur verið safnað úr þeim. Aðrir gripir verða afhentir strax að lokinni sölu. Söluferli gripanna Ákveðið var að styðjast við sömu útboðsreglur og í fyrra en nú eru kvígur líka til sölu. Óskað er eftir skriflegum tilboðum í hvern grip á þar til gerðu eyðublaði. Hverjir mega bjóða í gripina? Rekstraraðilar í nautgriparækt - bæði einstaklingar og lögaðilar - geta sent inn tilboð uppfylli þeir eftirfarandi skilyrði: 1. Séu skráðir eigendur eða leigjendur lögbýlis og með lögheimili á Íslandi. 2. Stundi nautgriparækt og reki nautgripabú á lögbýlinu með virkt virðisaukaskattsnúmer og starfsemi þeirra falli undir atvinnugreinanúmer 01 og 02 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands, sbr. ÍSAT2008, þó ekki starfsemi í undirflokkum 01.61, 01.62, 01.63, 01.64, 01.70 og 02.40. 3. Séu þáttakendur í afurðaskýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands og hafi sinnt fullnægjandi skilum á skýrslum fyrir framleiðsluárið 2021, sbr 4 gr. reglugerðar nr 348/2022 Tilboðsferli Tilboð verða að berast á þar til gerðu eyðublaði sem aðgengilegt verður á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands (bssl.is) en þeir sem ekki geta nálgast eyðublaðið á þann hátt geta haft samband við Svein í síma 894-7146 og fengið blaðið sent til sín. Á eyðublaðinu er tilgreint í hvaða grip eða gripi er verið að gera tilboð en bjóða má í eins marga gripi og hver vill, en tilgreina skal hversu hátt er boðið í hvern þeirra. Ef sami aðili sendir inn fleiri en eitt tilboð gildir nýjasta tilboðið, en hver tilboðsgjafi getur bara haft eitt gilt tilboð í hvert naut og sömuleiðis eitt gilt tilboð í hverja kvígu en sami aðili má kaupa eitt naut og eina kvígu. Lágmarksboð í nautin og kelfdu kvígurnar er 800.000 kr – áttahundruð þúsund kr - án vsk. Lágmarksboð í kvígurnar sem eru fæddar 2021 er 500.000 kr – án vsk og verða lægri tilboð ekki tekin gild. Tilboðið á þar til gerðu eyðublaði þarf að senda í ábyrgðarpósti merkt: Tilboð í nautgripi Nautgriparæktarmiðstöð Íslands Austurvegi 1 800 Selfoss Tilboðið þarf að vera póstlagt í síðasta lagi miðvikudaginn 29. júní 2022 en tilboðin verða síðan opnuð og unnið úr þeim þriðjudaginn 5. júlí 2022 og hefst kl. 10:00. Þeim sem gera tilboð er frjálst að vera við þegar tilboðin eru opnuð og eða fylgjast með á teams fundi og fá sendan hlekk á fundinn til sín. Ráðstöfun gripanna eftir opnun tilboða 1. Fyrst skal ganga úr skugga um að tilboð sem borist hafa séu gild þ.e. þau uppfylli öll þau skilyrði sem sett hafa verið. 2. Komi jöfn hæstu tilboð í einhvern grip frá tveimur eða fleiri aðilum skal hlutkesti ráða í hvaða röð tilboðin raðast. 3. Gengið skal frá sölunni á þann hátt að fyrst er tekin fyrir sá gripur sem hæst er boðið í, þá sá sem næst hæst er boðið í og svo koll af kolli. Komi jafn hátt boð í tvo eða fleiri gripi skal hlutkesti ráða um röð þeirra nauta við sölu. 4. Hver tilboðsgjafi getur einungis fengið keypt eitt naut og eina kvígu. Ef sami aðili á hæsta boð í fleiri en einn grip af hvoru kyni skal hann velja hvaða tilboði hann vill halda og dettur hann þá út sem tilboðsgjafi í aðra gripi. 5. Kaupandi skal ganga frá greiðslu fyrir gripina inn á bankareikning Nautís í síðasta lagi 8. júlí. Litið er á greiðslu á þessum tímapunkti sem fyrirframgreiðslu en nautin verða áfram í eigu og á ábyrgð Nautís fram að afhendingardegi. 6. Sé ekki greitt inn á banka á réttum tíma fellur tilboðið úr gildi og sá sem átti næst hæsta boð í viðkomandi grip fær kaupréttinn. Hafi sá aðili þegar fengið keyptan annan grip getur hann valið hvorn gripinn hann vill taka. Við svona breytingar á einum grip getur því kaupréttur breyst á fleiri gripum. 7. Ef gripur stenst ekki dýralæknisskoðun varðandi almennt heilsufar eða sæðisgæði að lokinni sæðistöku fellur sá gripur út úr sölumeðferð og fær kaupandi þá endurgreitt kaupverð. Þetta hefur þó ekki áhrif á röð tilboða eða kauprétt á öðrum nautum. 8. Berist ekki gilt tilboð í einn eða fleiri af gripunum mun stjórn Nautís ehf ákveða hvernig með þá gripi verður farið í framhaldinu. Fh. hönd Nautís ehf Sveinn Sigurmundsson Framkvæmdastjóri Streymi heildverslun ehf. Goðanesi 4 603 Akureyri S N V 588 2544 streymi@streymi.is www.streymi.is Við bjóðum upp á greiningu á hirðingarsýnum HEYEFNAGREINING 3 Um miðjan júlí og miðjan ágúst Sama verð og í fyrra BÆNDUR OG BÚALIÐ! ■ Efnagreining ehf, Lækjarflóa 10a, 300 Akranes ■ efnagreining@efnagreining.is ■ sími 661 2629 Nánar um heyefnagreiningapakka og fleira á heimasíðu okkar efnagreining.is Nánari upplýsingar á efnagreining.is Skil viku fyrir greiningar Ný verðskrá 1. september (einungis vísitölubreyting)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.