Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 66
66 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022
Heyrst hefur bak við tjöld
tískuunnenda að lúxusveldið Val-
entino hafi haft það fyrir augum
að endurselja nokkuð af
þeim fatnaði sem hefur
verið að hringsóla um
jörðina undir þeirra
merki.
Vouge Business
staðfesti orðróminn
á dögunum og mun
veldi Valentino
bjóða til sölu vintage
fatnað í fjórum
útibúum sínum nú
í mánuðinum, en
vilja forsvarsmenn
fyrirtækisins stíga
skref samhliða
þeirri umhverfis-
vænu stefnu sem
nú er við lýði.
Valentino Vintage
Hugmyndin kviknaði
fyrir ári, en síðastliðið
haust setti fyrirtæki
Valentino í gang söfnun
undir nafninu Valentino
Vintage þar sem eigendur
vintage vara voru beðnir
um að endurselja þá
til vörumerkisins í
skiptum fyrir inneign
í verslun.
Núna eru þessir
hlutir til sölu yfir tveggja
vikna tímabil í júní, en veldi
Valentino mun taka yfir búðirnar
Madame Pauline Vintage í Mílanó,
The Vintage Dress í Tókýó, New
York Vintage og Resurrection
Vintage í Los Angeles til þess.
Gucci Vault
Með þessa stefnu í huga eru
þó fleiri. Til dæmis má nefna
hugmyndafræðina á bak við Gucci
Vault þar sem gömlum fatnaði
og fylgihlutum er gert hátt undir
höfði. Um ræðir vefverslun sem
býður upp á afar sjaldgæfa muni
fortíðarinnar, vandlega innpakkaða
– en á pakkningunni má finna
auðkennisnúmer hlutarins auk klútar
til varnar ryki. (Fyrir forvitna, sjá
https://vault.gucci.com)
Ganni einu skrefi framar
Danska tískumerkið Ganni sem
hefur oftar en einu sinni sýnt lit
þegar kemur að umhverfisvernd,
setti upp síðu á þessum nótum árið
2019 undir nafninu Ganni
Repeat. Þar er lögð áhersla
á endursölu og viðgerðir, í
viðleitni til að vinna innan
hringrásarhagkerfisins.
Nýlega hleypti
fyrirtækið svo
af stokkunum
endursöluvett-
vangi sem gefur
fólki aðgang til
að kaupa og
selja notaðan
fatnað undir
merkjum þess.
Seljendur nýta
sér svo tækni
Reflaunt til þess að
ákvarða verðlagninguna – fyrirtækis
sem brúar bilið milli lúxusmerkja
við markaðstorg nytjavarnings –
sem skilar sér svo aftur í hringlaga
hagkerfi auk þess að opna augu
neytenda fyrir langvarandi gildi
vandaðrar tísku (reflaunt.com).
Þegar eigur þeirra eru seldar er í
boði að velja milli bankamillifærslu
eða kaupinneignar með 20%
aukaverðmæti, til að eyða á vef-
síðunni www.GANNI.com.
Nytjavarningur lúxusmerkja
Fyrir þá sem vilja annars gera
góð kaup á vefsíðum sem bjóða
upp á nytjavarning lúxusmerkja
er einna helst hægt að líta á hewi
(hardlyeverwornit.com).
Þar má finna vörur eftir hönnuði
Prada, Chanel, Loewe, The Row,
Gucci auk annarra, en einnig má
selja sínar eigin notuðu eða lítt
notuðu merkjavörur.
What Goes Around Comes
Around er svo önnur síða, ekki
síður skemmtileg og upplagt að
renna yfir hana með morgunkaffinu.
(www.whatgoesaroundnyc.com)
Einnig eru til ógrynni vefsíðna
sem selja nytjavörur sem ekki eru
endilega undir merkjum lúxus en
engu að síðar endingargóðar – og
eða skemmtilegar – og um að gera
að finna sér eitthvað til að bjarga
heiminum frá endalausum hrúgum
fatnaðar sem fara á haugana beint
úr verksmiðjunum. / SP
UMHVERFISMÁL - TÍSKA
FUGLINN: SVARTÞRÖSTUR
Svartþröstur er orðinn algengur varpfugl á Suðvesturlandi, einna helst í þéttbýli. Karlfuglinn er alsvartur með skærgulan gogg og augnhring. Kvenfuglinn er hins vegar dökkbrúnn, með ljósar
rákir á bringu. Fyrir síðustu aldamót var svartþröstur fremur sjaldgæfur varpfugl og þekktist einna helst sem haust- og vetrargestur. Upp úr aldamótum byrjaði honum að fjölga talsvert. Nú er
áætlað að hér séu nokkur þúsund varppör og hefur hann hægt og rólega verið að dreifa sér um landið. Svartþrestir eru einstaklega duglegir varpfuglar en fyrstu karlfuglana má heyra syngja
seinni hluta febrúar. Varpið byrjar síðan í mars og er ekki óalgengt að svartþrestir nái að verpa þrisvar jafnvel fjórum sinnum yfir sumarið. Ófleygir ungar hafa fundist alveg fram í september,
þetta er því langur tími og getur afkastageta þeirra verið nokkuð góð. Svartþrastarungar líkt og aðrir spörfuglsungar fara fljótlega úr hreiðrinu að kanna heiminn. Það er ekki óalgengt að sjá
ófleyga unga sitja á jörðinni eða á trjágreinum. Þeir virðast kannski vera umkomulausir en foreldrar þeirra þurfa kannski að sinna 3-4 ungum á mismunandi stöðum í einu. Það er því mikilvægt
að fjarlægja ekki unga þótt foreldrarnir séu ekki sjáanlegir. Þetta er hluti af þeirra uppeldi svo þeir verði hæfastir í að komast af á eigin spýtur. Mynd og texti / Óskar Andri Víðisson
Endursala eldri tískufatnaðar:
Vintage Valentino, Gucci, Ganni ...
Klassískur rauður kjóll úr smiðju Valentino til vinstri, „Feathery Dress“
Ganna og Chanel taska frá vefsíðu nytjavarnings.