Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is HAGKVÆM DEKK FYRIR ALVÖRU KRÖFUR Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðardekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur - hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464 www.wendel.is - wendel@wendel.is ÖFLUG VERKFÆRI FYRIR FAGMANNINN _________________________ STEINSAGIR KJARNABORVÉLAR STEINSAGARBLÖÐ KJARNABORAR Steinsög AGP C16 Sögunardýpt 15 cm Steinsög AGP C14 Sögunardýpt 12,5 cm Steinsagarblöð í mörgum stærðum og gerðum Kjarnaborvél DM6P frá AGP Borastærð 10 -162 mm Kjarnaborvél DM12 frá AGP Borastærð 10 - 350 mm Kjarnaborar í öllum stærðum Við Norðurlandsveg - 560 VarmahlíðSími: 453 8888 - Opið virka daga kl. 9-17 Full búð af vörum! Drifsköft & Tindar Fjölfætlutindar - Rakstrarvélatindar - Sópvindutindar Aldís Hafsteinsdóttir: Mikil matarkista – Hrunamannahreppur Aldís Hafsteinsdóttir tekur við af Jóni G. Valgeirssyni. Aldís hefur verið bæjarstjóri Hveragerðis í sextán ár og er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég hlakka mikið til að taka við starfi sveitarstjóra í Hrunamannahreppi og er bæði auðmjúk og stolt yfir því að ný sveitarstjórn skuli hafa leitað til mín varðandi starfið. Ég þekki auðvitað vel til helstu verkefna sveitarfélaga almennt. Ég er Árnesingur og stolt af þeim uppruna. Í gegnum störf mín undanfarin ár þekki ég afar vel til okkar fjölmörgu sameiginlegu verkefna bæði í sýslunni en einnig á Suðurlandi almennt, þannig að það má kannski segja að þó ég flytji nú um set þá er ég enn á heimavelli. En sveitarfélög eru ólík og því verður það mitt fyrsta verk að fara um sveitarfélagið, kynnast enn betur nýrri sveitarstjórn og íbúum sveitarfélagsins, heimsækja bændur, fyrirtæki og stofnanir og þannig reyna að átta mig enn betur á staðaranda og sérstöðu sveitarfélagsins. Hrunamannahreppur er um margt einstakt samfélag. Sumir myndu segja að hér slái hjarta Árnessýslu. Mikil matarkista, einstaklega blómlegt landbúnaðarhérað, þar sem fjölbreytt starfsemi er stunduð, bæði hefðbundinn landbúnaður en ekki síður er hér gríðarlega mikil garðyrkja sem mér þykir auðvitað áhugavert, komandi frá Hveragerði. Á sumrin margfaldast íbúatalan þegar allt fyllist af ferðamönnum, sem komnir eru til að njóta veðurs eins og það gerist best á landinu. Styrkleikar sveitarfélagsins eru sú mikla fjölbreytni sem hér er bæði hvað varðar atvinnulíf en einnig hvað varðar lífsgæði íbúa almennt. Svo má ekki gleyma því að Hrunamenn eiga sína eigin hitaveitu, hér eru ríkir möguleikar til orkuöflunar og uppbyggingar á því sviði. Mér sýnist líka sem hér sé gott og jákvætt samfélag sem ég hlakka svo sannarlega til að kynnast betur. Tækifæri Hrunamannahrepps felast ekki síst í því að koma þessum gæðum sveitarfélagsins á framfæri bæði við þá sem hafa hug á að reka fyrirtæki en ekki síður við almenning í landinu, sem kannski er ekki alveg nógu vel meðvitaður um að Hrunamannahreppur er ákjósanlegur til búsetu allt árið um kring. Vegbætur á Suðurlandi og þá ekki síst nýr Suðurlandsvegur koma til með að stytta vegalengdir enn frekar. Gatnagerð og úthlutun lóða í framhaldinu er meðal fyrstu verka nýrrar sveitarstjórnar og að halda áfram að byggja upp góða innviði svo tryggt sé að íbúar og fyrirtæki njóti framúrskarandi þjónustu. Einnig myndi ég vilja fylgja fast eftir nauðsynlegum vegaframkvæmdum í sveitar­ félaginu og þá má ekki gleyma að Hrunamannahreppur nær langt inn á hálendið og Kerlingarfjöll eru til dæmis hluti af sveitarfélaginu þar sem nú á sér stað mikil uppbygging,“ segir Aldís. Hrunamannahreppur er 1.375 ferkílómetrar. Þar búa nú um 820 íbúar. Um 450 manns búa á Flúðum þar sem grunn- og leikskóli er staðsettur, íþróttamannvirki og önnur þjónusta. Meginatvinnuvegir sveitarfélagsins eru landbúnaður, þ.m.t. garðyrkja, iðnaður og ferðaþjónusta. Aldís Hafsteinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.