Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 Gríðarmikil spretta í Eyjafirði: Allt að helmingi meira magn „Það bara gjörsamlega veður upp grasið og magnið sem bændur eru að fá er gríðarlega mikið,“ segir Sigurgeir Hreins­ son, framkvæmdastjóri Búnaðar­ sambands Eyjafjarðar. Bændur í Eyjafirði eru víða komnir vel áleiðis með fyrri slátt, einkum inni í Eyjafjarðarsveit og á Svalbarðsströndinni, en síður út með firðinum. „Nú þarf eiginlega bara almennilegan þurrk svo hægt sé að heyja.“ Hann segir tún yfirleitt falleg og sprettan mjög góð en vætutíð undanfarna daga hefur sett strik í reikninginn. Sem dæmi um góðan heyfeng segir Sigurgeir að ekki sé óalgengt í meðalári að fá um 10 til 12 rúllur af góðum túnum af hektara lands í fyrri slætti. Nú séu bændur að uppskera 15 og upp í 20 rúllur af hektaranum. Nefnir Sigurgeir að maímánuður síðastliðinn hafi ekki verið hlýr, en það sem skipti sköpum var að engar frostnætur voru þann mánuð. Til samanburðar voru 18 frostnætur í maí í fyrra. Þá segir hann að úrkoma í nýliðnum maímánuði hafi verið tvöföld á við það sem gerist í meðalári og því hafi jörð verið mjög rök. „Þetta er allt eiginlega bara æðislegt, mikil og hröð spretta og túnin hér um kring sjaldan jafn glæsileg. Rigningartíð síðustu daga setur aðeins strik í reikninginn, ef ekki fer að koma góður þurrkur má gera ráð fyrir að grösin tapi sínu besta,“ segir hann. /MÞÞ Mikil og góð spretta hefur verið í Eyjafirði framanverðum og heyfengur góður. Myndir / Ingvi Guðmundsson Sláttur gengur vel á Hríshóli. Sterkur Stöðvarfjörður Samstarfsverkefninu Sterkur Stöðvarfjörður hefur verið hrint í framkvæmd. Verkefnið er samstarf milli Fjarðabyggðar, Austurbrúar, Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og Byggðastofnunar, en um er að ræða byggðaþróunarverkefni undir merkjum Brothættra byggða. Valbjörg Ösp Ánadóttir Warén er ráðin verkefnastjóri og hefur störf síðar í sumar. Nú stendur yfir vinna við mótun áætlunar fyrir verkefnið, en hún byggir á skilaboðum frá íbúaþingi sem haldið var fyrr á árinu, sem og greiningarvinnu verkefnisstjórnar á stöðu byggðarlagsins. Vonir standa til að verkefnaáætlun verði til um miðjan ágúst og verður þá boðið til íbúafundar og hún kynnt. Í kjölfar þess verður opnað fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Sterks Stöðvarfjarðar. Samningur gerir ráð fyrir að verkefnið standi yfir í fjögur ár. / MÞÞ Aktu varlega! Ný sk i l t i má nú sjá á framkvæmda­ svæðum víða um land. Vegagerðin, í samstarfi við Samgöngustofu, Ríkislögreglu- stjóra og verk- takafyrirtækin Ístak, Colas Ísland og Borgar - verk, hafa efnt til vitundar- átaksins, „Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér.“ Nýlega var skrifað undir viljalýsingu þess efnis og kynnt ný skilti, sem verða notuð við framkvæmdasvæði á vegum landsins í sumar meðan átakið stendur yfir. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.