Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 Í skýrslu starfshóps matvæla- ráðherra um blóðtöku úr fylfullum hryssum eru efnahagsleg sjónarmið greind sem eitt af meginsjónarmiðum þeirra hagaðila sem fengu að koma á framfæri sinni afstöðu í nefndinni. Meðal aðila voru ráð og félög sem vinna að framgangi reiðhestsins, s.s. fagráð í hrossarækt, Alþjóðasamband Íslandshestafélaga (FEIF), Félag tamningamanna og Landssamband hestamannafélaga. Skýr afstaða meðal þeirra var að banna ætti blóðmerahald á forsendum ímyndar greinarinnar, ræktunarsjónarmiða og efnahagslegra sjónarmiða. Í umfjöllun nefndarinnar um efnahagsleg áhrif kemur fram að engin bein neikvæð efnahagsleg sjónarmið liggi fyrir. Erfitt sé að mæla eða sýna fram á þessi áhrif með beinum hætti og engin úttekt liggi fyrir á efnahagslegum áhrifum hestatengdrar starfsemi í heild. Niðurstaða hópsins er sú að ekki sé hægt að banna blóðmerabúskap á grundvelli óbeinna efnahagslegra hagsmuna, s.s. ímyndar og hugsanlegra áhrifa. Óhjákvæmilegt væri að mæla og sýna fram á slík áhrif. Fjölbreytt starfsemi Atvinnugreinin hestamennska er marglaga. Hún felur m.a. í sér ræktun hrossa, útgerð stóðhesta, tamningu og þjálfun hrossa, hrossasölu innanlands sem utan, hestaferðamennsku og reiðkennslu. Þá er sá þáttur sem tengist minna reiðhestinum, eins og kjötframleiðsla og blóðframleiðsla, einnig þættir sem velta töluverðum fjárhæðum ár hvert. Einnig er þá ótalið afleidd starfsemi, s.s. framleiðsla reiðtygja og annars búnaðar, hestasýningar, íþróttamót og aðrir viðburðir, dýralæknaþjónusta, hestaflutningar og ótal margt fleira. Í grein í Skrínu, riti um auðlinda-, landbúnaðar- og umhverfisvísindi, frá árinu 2015, skrifa Ingibjörg Sigurðar- dóttir og Runólfur Smári Steinþórsson um rannsókn sína á þróun hestatengdra klasa á Norðurlandi vestra. Klasafræðin snúast um að greina tengsl og virkni skilgreindra þátta. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um fjölbreytta starfsemi sem tengjast hestum í öllum þáttum virðis- keðjunnar, allt frá frumframleiðslu til sérhæfðrar þjónustu. „Starfsemin hefur þróast á löngum tíma og fjöldi og fjölbreytileiki hestatengdra fyrirtækja á svæðinu gefur vísbendingu um aukið samspil sem skilar virðisauka og meiri styrk innan greinarinnar sem síðan laðar að sér frekari starfsemi á þessu sviði,“ segir í greininni. Helstu annmarkar rannsóknar- innar fólust í takmörkuðum upplýsingum um ákveðna þætti hestatengdrar starfsemi og skorti á skilgreiningum. „Víða voru mörk milli áhugamáls og atvinnustarfsemi ekki skýr út á við þó að greinar- munur hafi vissulega verið gerður á þeim sem höfðu kennitölu og virðisaukaskattsnúmer á sinni starfsemi og þeim sem stunduðu hestamennsku fyrst og fremst sem áhugamál. Engin skráning var þó til á hestatengdum fyrirtækjum í heild enda er hestatengd starfsemi oft og tíðum hluti af annars konar landbúnaðarrekstri. Því var erfitt að skilgreina hversu stór hluti starfseminnar var hestatengdur eða hver væri fjöldi fyrirtækjanna og eðli þeirra. Sem dæmi um þennan skilgreiningarvanda má nefna að opinberlega hefur ekki verið skilgreint hvað hrossaræktandi er. Velta má fyrir sér hvort undir þá skilgreiningu falli aðeins þeir sem hafa að hluta eða öllu leyti atvinnu af hrossarækt eða hvort og þá hvenær áhugamenn falla einnig undir þessa skilgreiningu. Hrossabóndi getur átt 30 hryssur í stóði sem fyrst og fremst eru nýttar til kjötframleiðslu á sama tíma og áhugamaður á 2–3 sýndar kynbótahryssur sem skila meiri erfðaframför inn í stofninn,“ segir einnig í greininni. Mikið verk óunnið Ingibjörg, sem nú starfar sem lektor við Háskólann á Hólum, hóf vegferð sína í rannsóknum á hestatengdri starfsemi fyrir um tveimur áratugum. Meðal annars hefur hún framkvæmt rannsókn á eðli og umfangi hestamennskunnar sem atvinnugreinar og afmarkaði rannsóknarsvæðið sitt við Norður- land vestra. Ingibjörg segir að þegar skortur á gögnum blasti við hefði hún þurft að taka nokkur skref til baka og breyta upphaflegu uppleggi rannsóknarinnar. Þannig fékk hún ekki aðgengi að neinum tölum né haldbærum upplýsingum sem gátu veitt henni yfirsýn yfir umfang fjölbreyttrar hestatengdrar starfsemi á Norður- landi vestra, þar sem 32% allra hesta landsins eru staðsettir. Hún fór því í kortlagningu á hvers konar starfsemi tengd hestum væri á svæðinu. Heimildaöflunin var handvirk og byggði á fyrirliggjandi en brotakenndum gögnum sem og tengslum hennar við svæðið. Rætt var við fjölda heimamanna og greinin kortlögð. Í rannsókninni veltir hún fyrir sér hvort ástæður þess að heildræn stefnumótun hafi ekki verið unnin kunni að liggja í þeirri staðreynd að heildarsamtök fyrir hestamennsku á landinu séu ekki til staðar. Stefnur hafa aðeins verið markaðar fyrir afmarkaða þætti hestamennskunnar, svo sem fyrir kynbótastarf. Aðrir þættir hestamennsku hafi verið flokkaðir sem landbúnaður á meðan hestaíþróttin er viðurkennd íþróttagrein. Alþjóðlegt vandamál Veikleikinn er ekki einangraður við hestatengda starfsemi á Íslandi. Ingibjörg segir að í reynd sé þessi skortur á tölfræðiupplýsingum vandamál víða um heim og vísar til nokkurra erlendra rannsókna í þeim efnum. Rannsóknarniðurstöður um samsetningu og eðli hestamennsku séu samhljóma varðandi ákveðin sérkenni greinarinnar. Fjölbreytileiki er áberandi og vísar Ingibjörg í breska rannsókn þar sem því er haldið fram að hestamennska sé fjölþættari en nokkur önnur grein þar í landi. „Í Bandaríkjunum hefur verið bent á að hestamennska sé efnahagslega mikilvæg, bæði á landsvísu og fyrir tiltekin svæði, enda feli hún í sér fjölbreytta starfsemi á sviði landbúnaðar, viðskipta, íþrótta og afþreyingar,“ segir í rannsókn Ingibjargar frá 2011. Einnig er bent á takmarkaðan áhuga á rekstrarþáttum kringum starfsemina. Fyrirtæki í hesta- mennsku hafi oftar orðið til vegna áhuga stofnenda á hestinum og hestamennsku og leggi því meiri áherslu á þætti sem snerta hestinn sjálfan en peninga og viðskipti. Í íslenskri rannsókn, sem Ingibjörg vísar í, kemur fram að rekstraraðilar í hestaferðaþjónustu á Íslandi leggi litla áherslu á rekstrarlega þætti og virðast betur að sér hvað varðar ræktun, tamningar, þjálfun og reiðmennsku en fjárhags- og rekstrarleg málefni. Þetta sé þó breytilegt milli rekstraraðila. Efnahagslegt hlutverk íslenska hestsins hefur breyst töluvert á undan- förnum tuttugu árum. Hesturinn er forsenda fjölbreyttrar starfsemi bæði hérlendis og erlendis. Heildræn yfirsýn á umfangi greinarinnar í heild er hins vegar ekki til staðar. Vægi atvinnugreinar byggir á upplýsingum um áhrif og arðsemi hennar og því er hagsmunaaðilum hestamennsku vandi búinn þegar vinna á að framgangi starfseminnar á einn eða annan hátt. Kæli- og frystiklefar í öllum stærðum og gerðum Margar gerðir af vélbúnaði fyrir kæli- og frystiklefa Mikið úrval af hillum Járnháls 2 - 110 Reykjavík Sími 440 - 1800 www.kaelitaekni.is Kælitækni er leiðandi í sölu og uppsetningu á kerfum með náttúrlegum kælimiðlum FRÉTTASKÝRING Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Efnahagslegt hlutverk íslenska hestsins: Hvert er umfangið? – Þörf er á gagngerri heildarkortlagningu á eðli og veltu í fjölbreyttri starfsemi hestamennsku á landsvísu Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Hólum. Mynd/ Árni Rúnar Hrólfsson Úr stóðréttum. Tölur sýna að útflutningstekjur vegna sölu íslenskra reiðhrossa eru á pari við tekjur annarra útflutningsafurða hrossa, þ.e. þegar tekin eru saman verðmæti hins umdeilda PMSG og kjöts. Árið 2021 voru tekjur vegna útflutnings reiðhrossa um 2,25 milljarðar króna. Meðaltal á uppgefnu söluverði þeirra var um 690.000 krónur. Á meðan voru útflutningstekjur vegna afurða hrossa, sem ekki eru nýtt sem reiðhross, um 2 milljarðar króna. Mynd / ghp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.