Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022
STRANDSVÆÐISSKIPULAG
AUSTFJARÐA
Skipulagstillagan ásamt umhverfismati er aðgengileg á
www.hafskipulag.is og liggur jafnframt frammi hjá
Skipulagsstofnun í Reykjavík og á skrifstofum Múlaþings
og Fjarðabyggðar.
Kynningarfundir um skipulagstillöguna verða haldnir á
eftirfarandi stöðum:
Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Herðubreið á Seyðisfirði
27. júní kl. 16:30-18:30
28. júní kl. 16:30-18:30
Frekari kynningarfundir verða auglýstir síðar.
Allir sem vilja sig láta varða skipulag svæðisins eru hvattir
til að kynna sér skipulagstillöguna. Allir sem þess óska geta
komið á framfæri ábendingum og gert athugasemdir við
skipulagstillöguna og umhverfismat hennar. Frestur til að
koma skriflegum athugasemdum á framfæri er til 15.
september 2022.
Athugasemdum skal skilað bréflega til Skipulagsstofnunar,
Borgartúni 7b, 105 Reykjavík, með tölvupósti á netfangið
hafskipulag@skipulag.is eða um athugasemdagátt á
www.hafskipulag.is.
Svæðisráð Austfjarða
Nánari upplýsingar má nálgast á hafskipulag.is.
Fyrir liggur tillaga að Strandsvæðisskipulagi Austfjarða 2022
sem kynnt er samkvæmt 12. gr. laga um skipulag haf- og
strandsvæða nr. 88/2018. Í skipulagstillögunni er sett fram
stefna um nýtingu svæðis sem nær yfir firði og flóa frá
Almenningsfles í norðri að Hvítingum í suðri.
Skipulagsstofnun - Borgartúni 7b - 105 Reykjavík
Bændur og Landgræðslan
Umræður um beitarmál og
landgræðslu eru oft og tíðum
harðvítugar og sitt sýnist hverjum
um ágæti þess sem verið er að gera.
Samstarf bænda og Land
græðslunnar á sér langa og farsæla
sögu og margþættur ávinningur
náðst við landgræðslu. Það má segja
að kannski það mikilvægasta sem
hefur komið út úr þessu áratuga
samstarfi er þekking, þekking
bænda og Landgræðslunnar hefur
stóraukist á síðustu áratugum og
landgræðsluaðgerðir eru vítt og breitt
um landið orðnar að sjálfsögðum
bústörfum hjá bændum. Víða eru
bændur og Landgræðslan að vinna
saman að því að bæta heimalönd
bænda í gegnum verkefnið Bændur
græða landið.
Eins er það að á mörgum afréttum
er unnið að landbótum með stuðningi
Landbótasjóðs Landgræðslunnar og
eru þau verkefni mörg unnin til að
uppfylla gildandi landbótaáætlanir.
Margt hefur áunnist á síðustu
áratugum. Bændur hafa friðað
8.500 ferkílómetra af hnignuðu
landi í gegnum landbótaáætlanir
í tengslum við gæðastýringu í
sauðfjárrækt. Frá árinu 1990 hafa
bændur unnið að uppgræðslu 900
ferkílómetra landsvæðis í samstarfi
við Landgræðsluna. Beitartími fjár á
afréttum hefur verið styttur til muna
og beit stýrt með mun markvissari
hætti nú en á árum áður. Þá hefur fé
fækkað nokkuð síðustu ár og er því
ljóst að beitarálag hefur minnkað
umtalsvert. Samstarfsverkefni bænda
og Landgræðslunnar, GróLind, eykur
þekkingu á ástandi landsins og
verkefnið mun auðvelda sjálfbæra
landnýtingu í framtíðinni.
Bændur hafa sýnt það að þeir
hafa vilja og getu til þess að auka
verulega landbótastarf. Í könnun
sem var gerð árið 2021 af Maskínu
fyrir atvinnuvegaráðuneytið meðal
sauðfjárbænda kom fram að þriðjungur
sauðfjárbænda hafi mjög mikinn og
fremur mikinn áhuga á því að vinna að
verkefnum sem tengjast loftslags og
umhverfismálum. Einnig kom fram
í þessari könnun að 90% svarenda
höfðu mestan áhuga á landgræðslu
sem verkefni tengt aðgerðum í
loftslags og umhverfismálum.
Við getum séð fyrir okkur að nýta
enn betur verkefni eins og Bændur
græða landið, Endurheimt votlendis,
Landbótasjóð, endurheimt birkiskóga
og aukna nýtingu lífræns áburðar til
að vinna að loftslagsmarkmiðum
Íslands. Árlega taka yfir fjögur þúsund
manns þátt í þessum verkefnum og
þau skila margþættum ávinningi eins
og auknum nýtingarmöguleikum,
bættri vatnsmiðlun, vernd líffræðilegs
fjölbreytileika, auk loftslagsávinn
ingsins. Þau lönd sem bændur græða
í samstarfi við Landgræðsluna teljast
nefnilega þjóðinni allri til tekna þegar
þau eru sett inn í loftslagsbókhald
landsins. Með samstilltu átaki bænda
og Landgræðslunnar er hægt að auka
enn frekar endurheimt landgæða
á Íslandi.
Samstarf bænda og Land
græðslunnar hefur gefist vel og þar
sameinast allt sem þarf, þekking,
mannafli, tæki og vilji.
Trausti Hjálmarsson,
formaður sauðfjárbænda
Árni Bragason
landgræðslustjóri.
Árni Bragason. Trausti Hjálmarsson.
Við sendum í einum grænum
www.hardskafi.is Júní 2022 Sími 555 6520 sala@hardskafi.is
Smágrafa 1,4 tonn
3-cyl dieselvél vatnskæld
Kr 3,707.600 m. vsk
Kr 2,990.000 án vsk
Sturtuvagn 2 tonna
Kúlutengi + traktorstengi
Kr 570.400 m. vsk
Kr 460.000 án vsk
Smágrafa 1,0 tonn
Diesel 12hp
Kr 1.984.000 m. vsk
Kr 1,600.000 án vsk
Hnífatætari 180cm
fyrir traktora 40-50hp
Kr 452.600 m. vsk
Kr 365,000 án vsk
Kurlari PTO RPM1000
fyrir 25cm sver tré
Kr 1.388.800 m. vsk
Kr 1.120.000 án vsk
Dreifari
Fyrir áburð, salt eða sand
Kr 29.760 m. vsk
Kr 24.000 án vsk
Rakstrarvél
2,5 metrar
Kr 496.000 m. vsk
Kr 400.000 án vsk
Kurlari max 8cm
Bensín 6,5hp
Kr 217.000 m. vsk
Kr 175.000 án vsk
Stubbatætari
Bensín 15hp
Kr 291.400 m. vsk
Kr 235.000 án vsk
Slóðadragi
120cm
Kr 117.800 m. vsk
Kr 95.000 án vsk
Sláttuvél PTO
STANDARD 175cm
Kr 396.800 m. vsk
Kr 320.000 án vsk
Rúllubindivél
Fyrir smárúllur 700mm
Kr 992.000 m. vsk
Kr 800.000 án vsk
Rafbörur 4x4
Drif á öllum og búkollubeygja
Kr 545.600 m. vsk
Kr 440.000 án vsk
Flutningskassi 2mtr
opna og sturta
Kr 241.800 m. vsk
Kr 195.000 án vsk
Sláttuvél 120cm
15hp EL fyrir fjórhjól
Kr 496.000 m. vsk
Kr 400.000 án vsk
Nýtt blað
Fáðu blaðið sent
Sláttuvél 160cm
24hp EL fyrir fjórhjól
Kr 799.800 m. vsk
Kr 645.000 án vsk
Plógur
einskeri
Kr 167.400 m. vsk
Kr 135.000 án vsk