Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022
LÍF&STARF
Hreinn Halldórsson, alþýðu-
listamaður á Akureyri, hefur
undanfarinn rúman áratug verið
iðinn við að skapa persónur í
öllum helstu sígildu ævintýrunum
auk fleiri þekktra sem óþekktra í
styttuformi.
Þeim hefur hann komið fyrir úti
í garði við hús sitt í Oddeyrargötu
17 á Akureyri. Mikil ásókn hefur
verið meðal ferðamanna að líta inn
í garðinn og tók Hreinn skrefið nú
í byrjun sumars og opnaði aðgengi
að garði sínum. Garðurinn verður
opinn í allt sumar frá kl. 10–21 og
gefst áhugasömum kostur á að ganga
um þetta forvitnilega einkagallerí.
Aðgangur er ókeypis og fólki er
velkomið að mynda verkin að vild.
„Ég ákvað að taka skrefið til fulls
núna í sumar og hafa garðinn bara
opinn fyrir alla sem vilja skoða,“
segir Hreinn. Fararstjórar sem voru
á ferðinni með hópa sína um bæinn
höfðu gjarnan samband og óskuðu
eftir að koma í garðinn. „Þetta var
orðið nokkuð mikið og fór vaxandi
þannig að ég hef bara opnað garðinn
fyrir gesti og gangandi.“
Í garðinum eru styttur af hinum
ýmsu ævintýrapersónum, íslenskum
jafnt sem erlendum. Helstu persónur
úr sígildu ævintýrunum eins og
Mjallhvíti og dvergana sjö er þar að
finna sem og Þyrnirós og prinsinn,
Rauðhettu og úlfinn, Gosa, pabba
hans og köttinn þeirra, Hróa Hött
og eyfirsku hjónakornin Helga
magra og Þórunni hyrnu. Fyrstu
stytturnar sem Hreinn gerði,
Guðrún frá Lundi og Sigurður,
sem áður var garðyrkjumaður
en uppfærðist í sýslumann eftir
fataskipti, eiga sinn skjólgóða reit
undir hávöxnu tré í garðinum. Þá má
líka finna Lagarfljótsorminn og ein
furðuvera varð til þegar fella þurfti
tré í garðinum vegna snjóþunga og
einn búturinn var að sögn Hreins
upplagður til að útbúa höfuð úr. Við
öll verkin er stuttur texti á íslensku
og ensku.
Ótrúlega gaman og gefandi
Hreinn segist hafa verið við þessa
iðju undanfarin 12 til 13 ár. Hann bjó
í Reykjavík í 26 ár en flutti norður
árið 2006.
„Ég byrjaði á að gera upp húsið
og síðan garðinn. Eftir það gafst tóm
til að sinna sköpunarþörfinni og ég
byrjað eiginlega fljótlega á fullu við
að smíða þessar ævintýrastyttur,
mála þær og skreyta. Ætli megi ekki
segja að þetta sé uppsöfnuð þörf, ég
hafði enga aðstöðu fyrir sunnan til
að sinna verkefnum af þessu tagi og
þegar ég hafði bæði góða aðstöðu
og tíma hófst ég handa,“ segir hann.
„Þetta er ótrúlega gaman og gefandi,
mikil vinna við hverja styttu, enda
er ég oft upptekinn við allra handa
smáatriði í skreytingunum.“
Hreinn lét af störfum nú nýverið
og sér fram á aukin afköst við
smíðavinnuna. „Ég mun eiga margar
góðar stundir við smíðavinnuna og
sé fram á að bæta enn við í garðinn,“
segir hann og veltir í gamni fyrir sér
hvort hann þurfi ekki fljótlega að
leggja undir sig næstu garða. „Það
gefur mér mikið að sjá gleði gestanna
sem fara hér um, þeir staldra við hjá
styttunum, rifja gjarnan upp ævintýri
og upplifa augnablik úr bernsku
sinni þegar ævintýrin voru lesin,“
segir hann.
Oft bíður poki á húninum
Hreinn leitar fanga víða, finnur oft
ýmsa dýrgripi í verslun Hertex á
Akureyri sem og í Fjölsmiðjunni
en einnig hefur hann gengið fjörur
og ævinlega komið heim með
heilmikinn feng úr þeim ferðum.
Þannig geta netadræsur orðið að hári
þegar búið er að lita og setja upp á
fagran koll. Hann segir að talsvert sé
um að fólk gauki að sér dóti sem fái
ævinlega eitthvert hlutverk í smíða-
eða skreytivinnu hans. „Það kemur
oft fyrir að bíði mín poki með dóti
þegar ég kem heim og ég veit ekkert
hver hefur hengt hann á húninn.
Ég finn fyrir miklum velvilja og
er þakklátur fyrir hann. Þegar fólk
hefur komið í garðinn og skoðað
verkin mín sér það að ég get nýtt
nánast allt,“ segir Hreinn. /MÞÞ
Hreinn Halldórsson, alþýðulistamaður á Akureyri:
Gestum boðið í ævintýragarð
Á síðasta ári gaf Guðrún Bjarna-
dóttir, eigandi Hespuhússins
í Ölfusi, út Flóruspilið sem er
stokkur með myndum og texta
sem spila má með veiðimann.
Hugmyndin með spilinu er að
auka plöntuþekkingu þjóðarinnar.
Guðrún segir að móttökur á
spilinu hafi farið fram úr væntingum
og að hún hafi því ákveðið að gefa
spilið út aftur með þrettán nýjum
tegundum. „Með Flóruspilinu er
hugmyndin að fólk geti fræðst
um grasnytjar og þjóðtrú jurtanna
í leiðinni.
Hugmyndin er að gefa út stokk
á ári um flóruna í eitt til tvö ár í
viðbót og halda svo jafnvel áfram
með fræðsluspil í öðrum flokkum.
Satt best að segja eru möguleikarnir
óendanlegir.“
Blómaspilið er einföld barna-
útgáfa af Flóruspilinu þar sem spilað
er samstæðuspil með jurtunum.
Að sögn Guðrúnar eru ung börn
mjög móttækileg fyrir upplýsingum
og eru fljót að læra tegundaheitin
út frá myndunum. Blómaspilið
er á íslensku, ensku og pólsku í sama
stokki en Flóruspilið er á þessum
tungumálum í aðskildum stokkum.
Spilið og stokkinn skreytir falleg
mynd eftir listamanninn Eggert
Pétursson. /VH
Guðrún Bjarnadóttir með Flóru- og blómaspilið. Mynd / Aðsend
Flóruspilið með 13 nýjum tegundum:
Grasnytjar og þjóðtrú
Hér er Hreinn með Öskubusku og prinsinum. Myndir / MÞÞ
Saga þurfti niður tré í garðinum eftir að það
skemmdist vegna snjóþunga. Einn búturinn
varð að andliti þessarar fínu ævintýrakonu.
Tannburstar nýtast hér vel, bæði sem axlapúðar
og skraut á pilsi. Piltur og stúlka eru á meðal þeirra sem prýða garðinn.
Hrossabændur - Hestamenn!
Vantar hross til slátrunar á næstu vikum.
HÆKKAÐ VERÐ
Í haust munu verða langir biðlistar
forðumst þá
Sláturpantanir í síma 480 4100
Sláturfélag Suðurlands
Selfossi