Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Sífellt fleiri vilja skoða Hengifoss – Útivistarsvæði í Fljótsdal stækkað Mikil aukning ferðamanna er um svæðið í kringum Hengifoss í Fljótsdal. Þar er teljari sem sýndi að 60% fleiri ferðalangar lögðu leið sína upp að fossinum í maímánuði sl. miðað við sama mánuð árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn. Helgi Gíslason sveitarstjóri í Fljótsdalshreppi, segir að sumarið fyrir faraldur hafi verið eitt hið stærsta í ferðaþjónustu á svæðinu. Sumarið fari vel af stað og margir séu á ferðinni, innlendir og erlendir ferðamenn. Maímánuður var einkar góður, en þá komu um 8.000 manns að Hengifossi skv. teljaranum. Fyrra metið var í maí 2019 þegar um 5.000 ferðalangar voru þar á ferð. Verið er að gera svæðið í kringum Hengifoss betur í stakk búið til að taka við þeim fjölda sem þangað sækir. Helgi segir að á liðnum vetri hafi verið gengið frá einni nýrri göngubrú fyrir Hengifossá, neðst, og að önnur verði sett upp í sumar og verður sú ofar. „Þá gerum við ráð fyrir að hefja framkvæmdir við nýjan göngustíg Hjarðarbólsmegin, norðan við ána, núna í sumar,“ segir hann en að þeim framkvæmdum loknum verði hægt að ganga beggja vegna ár og yfir eða í hring. „Með þessum framkvæmdum næst að stækka útivistarsvæðið til muna og dreifa umferð betur.“ Verið er að byggja þjónustuhús neðan við fossinn og segir Helgi að stefnt sé að því að ljúka uppsteypu þess á árinu en miðað er við að framkvæmdum ljúki næsta sumar. /MHH Hengifoss í Fljótsdal er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Austurlandi. Mynd / Gunnar Gunnarsson LÍF&STARF Íslenskt timbur í Svansvottaðar byggingar Það var gleðistund fyrir skóg- ræktarmenn í lok maí þegar samþykkt var að íslenskt timbur mætti nota í Svansvottaðar byggingar á Íslandi. Þar fór Umhverfisstofnun í fararbroddi með sitt frábæra starfsfólk og ber sérstaklega að nefna Bergþóru Kvaran. Þessara tímamóta verður vonandi minnst og þau skrifuð í sögu skógræktar á Íslandi. Vottun á timbri gengur út á þrjú meginatriði: 1) að timburtekjan sé sjálfbær 2) að allir sem koma að málum fái sómasamlega þóknun fyrir og 3) að timbrið undirgangist þær kröfur sem til er ætlast af sjálfbæru timbri. Á Íslandi hafa allir nytjaskógar verið gróðursettir í land sem ekki var á skógur áður. Alla jafna er íslenskt skógræktarfólk ánægt með þátttöku sína í skógrækt enda meginverðlaunin andagift og vellíðan yfir uppvexti trjánna. Vöxtur skóga hérlendis er á pari við skóga á norðurslóðum jarðar. Ef staðið er að umhirðu og grisjun skóga eftir fordæmi Skógræktarinnar þarf íslenskt timbur ekki að þurfa naflaskoðun líkt og þekkist í öðrum löndum. Framboð íslensks timburs er enn af skornum skammti en hér eru engu að síður að vaxa nytjaskógar með mestu ágætum. Ísland var næstum skóglaust land eftir litlu ísöld sem lauk um 1900. Ágætur maður ritaði um þau tímamót „Skógurinn dó en fólkið lifði“. Upp úr 1900 má segja að skógrækt hafi byrjað hér á landi og segja má að straumhvörf hafi orðið um miðja öldina þegar byrjað var að planta af krafti. Afrakstur þessa krafts og áhuga eru trén sem verið er að fella um þessar mundir, aðgerð sem kölluð er fyrsta grisjun. Frá ómunatíð hefur timbur verið meginafurð skógræktar. Yfirleitt ræður frjósemi á viðkomandi landsvæði þeirri tegund sem þar vex. Með skjóli hvert af öðru ná trén að mynda skóg sem síðar má nýta til gagns. Viður er bæði eftirsótt og ákaflega gagnleg landbúnaðarafurð. Með vaxandi skógarauðlind verða komandi kynslóðir Íslendinga sjálfbærar um timbur en þess má geta að næstum allt timbur sem Íslendingar hafa notað hefur vaxið á erlendri grundu. Á tímum loftslagsbreytinga og stríðs í Evrópu er krafan um sjálfbærni þjóða háværar. Það vill enginn vera öðrum háður svo mjög að skaði hljótist af. Heimsverð á timbri hefur hækkað undanfarin misseri og við það hefur eftirspurn íslensks timburs aukist. Fjölmargir hafa komið að því að láta draum íslenskra skógræktenda verða að veruleika, þ.e. búa þannig um hnútana að íslenskt timbur sé samkeppnishæft við það innflutta á íslenskum markaði. Við nýbyggingar Svansvottaðra húsa má nú nota íslenskt timbur í burðarvið og annan smíðavið svo fremi sem það standist gæðakröfur. Stutt saga skógræktar hér á landi gerir það að verkum að við þekkjum nánast hvert einasta tré; hvenær það var gróðursett, af hverjum, hvar og hvernig umhirðan hefur verið. Þetta er nokkuð sem önnur lönd geta ekki státað af. Þegar við fellum tré þá er það gert af umhyggju og þess gætt að sjálfbærnishugsjónin sé í hávegum höfð. Þessi mikla yfirsýn og skráning á íslenskum skógartrjám gegnum tíðina þýðir að ekki er þörf fyrir alþjóðlegar vottanir á borð við FSC og PFSC, en þegar um innflutt timbur er að ræða er full ástæða að gæta að uppruna timbursins með slíkum vottunum. Öll þekking um sjáfbærni okkar skóga er í okkar höndum og er opin bók fyrir þá sem vilja fræðast. Íslenskt skógræktarfólk skrásetur og stjórnar af mikilli kunnáttu, kunnáttu sem sótt hefur verið til færustu landa í skógrækt. Íslendingar flytja ekki enn út timbur til annarra landa, en þegar að því kemur munu kaupendur vera stoltir af þeim kaupum og veifa íslenska fánanum og hrópa „Íslenskt timbur, já takk“. Það er því mikill gleðidagur þegar Umhverfisstofnun samþykkti að íslenskt timbur væri leyfilegt til notkunar í Svansvottaðar byggingar. Að lokum má nefna þrjú frumkvöðlaverkefni íslensks timbur- iðnaðar á Íslandi á síðustu árum. Fyrst er að nefna veitingahúsið í Vallanesi á Fljótsdalshéraði sem byggt er úr íslenskum viði. Alla jafna gengur það undir nafninu Asparhúsið því burður hússins er úr ösp sem áður óx á jörðinni. Það var sagað og þurrkað af Skógræktinni og flokkað fyrir burð af Trétæknráðgjöf slf. Næst má nefna límtrésverkefni hjá Límtré/Vírneti sem var unnið í samvinnu við Trétækniráðgjöf slf. og Skógræktina. Gerðar voru tilraunir með fjórar helstu trjátegundir úr íslenskri skógrækt í burðarvið úr límtré. Niðurstöðurnar lofa góðu um framhaldið. Að lokum má nefna nýju 100 metra löngu göngubrúna yfir Þjórsá sem var samvinnuverkefni Landsvirkjunar, Límtrés/Vírnets, Skógræktarinnar og Trétækniráðgjafar slf. Við erum rétt að byrja. Eiríkur Þorsteinsson, Trétækniráðgjöf slf. Hlynur Gauti Sigurðsson, Bændasamtökum Íslands. Asparhúsið í Vallanesi, Fljótsdalshéraði. Mynd / HGS Eiríkur Þorsteinsson. Hlynur Gauti Sigurðsson.Göngubrú yfir Þjórsá inniheldur íslenskt timbur. Mynd / Trausti Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.