Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 1
13. tölublað 2022 ▯ Fimmtudagur 7. júlí ▯ Blað nr. 614 ▯ 28. árg. ▯ Upplag 33.500 ▯ Vefur: bbl.is Sautján konur hafa í fjórtán ár lagt upp í hestaferð kringum Jónsmessu. Þær setja tvö skilyrði; að gisting og matur sé eins og best verður á kosið, enda er fylkingin samansafn sannkallaðra hefðarkvenna. Hér vaða þær Stóru-Laxá á Skeiðum. Í forgrunni er Erna Ingvarsdóttir og fákarnir Geysir og Davíð. – Sjá nánar bls. 32–33. Mynd / Guðrún Hulda Pálsdóttir Svört skýrsla um afkomu nautakjötsframleiðenda: Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021 Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðastliðin 5 ár. Merki eru um samdrátt í ásetningi nautkálfa en nautkálfum (yngri en 1 árs) hefur fækkað um 300 síðan í árslok 2021. Í nýútkominni skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvar land búnaðarins um afkomu nautakjötsframleiðenda 2017–2021 kemur fram að framleiðslukostnaður á hvert kg af nautakjöti, með afskriftum og fjármagnsliðum, hafi verið 1.522 krónur árið 2021. Á meðan voru afurðatekjurnar 1.110 kr./kg. Út af standa 412 krónur sem nautakjötsframleiðendur borguðu með framleiðslu sinni í fyrra. Skýrsluhöfundar benda á að afkoman af nautaeldi hafi verið óviðunandi allt það tímabil sem rýnt var í, eða frá árinu 2017. Sjáist það best á því að framlegðarstig lækkar úr 38,6% í 28,3% árin 2017–2020 en hækkar árið 2021 í 36,2% með auknum stuðningi og aðhaldi í rekstrarkostnaði. Breytilegur kostnaður lækkar Stærsti útgjaldaliður breytilegs kostnaðar er aðkeypt fóður, sem var 236 krónur fyrir hvert framleitt kíló af nautakjöti í fyrra og hefur aldrei verið hærra. Aðrir liðir breytilegs kostnaðar hafa hins vegar lækkað síðan í fyrra. Þannig var kostnaður vegna áburðar og sáðvöru árið 2021 alls 166 kr./kg nautakjöts en var 171 króna árið áður. Í heildina var breytilegur kostnaður 725 kr./kg árið 2021 og hefur hann lækkað um 18 kr./kg frá árinu 2020. Ef tölur eru skalaðar upp frá kílói að skepnu, var breytilegur kostnaður á hvern sláturgrip alls 207.008 krónur árið 2021. Bendir þetta ýmist til þess að nautakjötsframleiðendur hafi hag- rætt töluvert í sínum rekstri eða séu farnir að draga úr framleiðslu sinni. Líkur á samdrætti í framleiðslu Alls stunduðu um 470 bú nautakjötsframleiðslu á árinu 2021. Þar af eru um 155 bú í hreinni nautakjötsframleiðslu, þ.e.a.s. eru fyrst og fremst í kjötframleiðslu en ekki í mjólkurframleiðslu. Um fjórðungur alls nauta- kjöts kemur frá hreinum nautakjöts- framleiðendum, þar af um 35,2% af öllu UN kjöti. Staðan er mun alvarlegri en bændur gerðu sér grein fyrir og að sögn Guðrúnar Bjargar Egilsdóttur, sérfræðings hjá Bændasamtökunum, eru margir líklegir til að minnka verulega við sig, eða jafnvel hætta í framleiðslu. „Ef afkoman batnar ekki og hreinir nautakjötsframleiðendur gefast upp á búrekstrinum, þá megum við eiga von á því að nautakjötsframleiðsla dragist saman um 25% (ef horft er á allt kjöt) eða um 32% ef bara er horft á UN kjöt,“ segir Guðrún Björg en hún fjallar um skýrslu RML um afkomu nautakjötsframleiðenda í blaðinu. /ghp – Sjá nánar bls. 2 og 52. Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu í sauðfé, eða T137-arfgerð sem talin er verndandi. Ljóst er að mörkuð hefur verið sú stefna meðal þeirra sem stýra ræktunarstarfi sauðfjár á Íslandi að rækta upp riðuþolinn sauðfjárstofn, hratt og vel. Fundurinn á arfgerðunum er afrakstur nokkurra verkefna sem voru sett af stað í kjölfar mikils niðurskurðar í Húna- og Skagahólfi og Tröllaskagahólfi árið 2020, þegar samtals nærri 2.600 fjár var skorið niður. Hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins voru jafnvel uppi hugmyndir um að sækja ARR- erfðaefni út fyrir landsteinana til að nota við ræktun á íslenskum stofni sem væri riðuþolinn. Fyrst yrði hins vegar að leita af sér allan grun hér á landi. Niðurskurður hefur hingað til verið eina úrræðið til að hefta útbreiðslu riðusmita hér á landi – sem valdið hefur sauðfjárbændum ómældu tjóni og íslensku samfélagi; bæði fjárhagslegu og tilfinningalegu. Frá því að farið var að beita niðurskurði gegn riðu hafa ríflega 620 bæir þurft að fara í gegnum þann hreinsunareld. Á undanþágu frá reglugerðum ESB Á undanförnum misserum hafa glæðst vonir um að Íslendingar geti farið sömu leiðir og ýmsar aðrar Evrópuþjóðir leitast við – og notað verndandi arfgerðir gegn riðu til að útrýma á endanum þessum skæða sjúkdómi á Íslandi. Ef upp kemur riðusmit í hjörð, í landi þar sem innleiðing reglugerða Evrópusambandsins um viðbrögð við riðusmiti hefur að fullu átt sér stað, eru gripir með þessa arfgerð verndaðir. Almennt séð tekur Ísland mið af þeim reglum sem gilda í Evrópusambandinu hvað varðar heilahrörnunarsjúkdóma í dýrum. Þar með talin er riðuveiki, en þó ekki þeim hluta reglugerðarinnar sem snýr að viðbrögðum við staðfestum tilfellum um riðuveiki. Fyrir þann hluta hefur Ísland haft undanþágu. Í kjölfar tilfellanna á Norðurlandi árið 2020 var yfirdýralæknir fenginn til að ráðast í endurskoðun á reglum sem varða viðbrögð við riðuveiki. Búið er að skila drögum til matvælaráðuneytisins sem vinnur að nýjum reglum. /smh – Sjá nánar á blaðsíðum 20–21. „Enda eins og ég byrjaði með föður mínum nítján ára gamall“ 30 –31 28 Á traktor gegn einelti 44 – 45 Afkvæmaverðlaun stóðhesta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.