Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Það kemur kannski einhverjum á óvart að það búa ekki allir á Íslandi við nóg af hreinu og góðu vatni. Á sama tíma og slegin voru hitamet á Norður- og Austurlandi stóran part síðasta sumars fór víða að gæta að auknum vatnsskorti vegna þurrka, sérstaklega á Austurlandi, en síðasta sumar urðu nokkrir bæir á svæðinu vatnslausir, það á sama tíma og aukin krafa er um hreint vatn m.a. vegna matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Ástandið var svo slæmt að sveitarfélög þurftu að grípa til aðgerða og aðstoða bændur með því að keyra vatni á bæi með tankbíl. Þá er það ekki einungis mikilvægt að hafa greiðan aðgang að góðu vatnsbóli til þess að sinna mönnum og dýrum heldur valda þessir auknu þurrkar aukinni hættu á gróðureldum og það með alvarlegri afleiðingum en áður. Mikilvægt er að bregðast við þessum nýja veruleika með aðgerðum. Þörf er á að bora eftir vatni víða og styrkja vatnsauðlindir. Til slíkra framkvæmda geta bændur átt rétt á opinberum fjárstuðningi og sveitarfélög geta haft milligöngu um slíkar framkvæmdir og leitað leiða í samráði við stjórnvöld. Um nokkurn tíma hefur verið hægt að sækja um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Nýlega var heildarfjárhæð f r a m l a g a úr sjóðnum hækkuð úr 25 milljónum í 31,6 milljónir, en fjárhæðin hafði staðið óbreytt í rúm tuttugu ár. Ástæða þótti til að hækka framlagið eftir síðasta ár þar sem umsóknum um styrki jukust sem leiddi til skerðinga fyrir umsóknaraðila. Það skiptir máli að umsóknaraðilar fyrir styrk geti gert raunhæfa kostnaðaráætlun svo hægt sé að leggja af stað í verkefni sem þetta. Við því hefur verið brugðist. Um leið og ég vona að það viðri vel um allt land í sumar vonast ég einnig til að reglugerðarbreytingin verði bændum hvatning til að fara í vatnsveituframkvæmdir. Mikilvægt er að tryggja nægt hreint og tært vatn um allt land bæði fyrir menn og dýr. Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar. HECHT 1115 Jarðvegsþjöppur 117 kg Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.is HECHT 5045S Sláttuvélar Þráðlausar SERES 3 Rafmagnsbílar REIÐKENNARI VIÐ HÁSKÓLANN Á HÓLUM Fagmennska Virðing Sköpun Háskólinn á Hólum auglýsir stöðu reiðkennara með starfsstöð að Hólum í Hjaltadal. Hestafræðideild háskólans veitir fagmenntun á sviði hestafræða, tamninga, reiðmennsku og reiðkennslu og vinnur að þróun og nýsköpun fræðasviðsins í rannsóknastarfi. Starfssvið •Reiðkennsla (verkleg og bókleg) og tengd verkefni •Þjálfun á hestakosti háskólans Menntunar- og hæfnikröfur •Reiðkennaramenntun og reynsla af reiðkennslu. •Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu. Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Umsóknarfrestur um starfið er til og með 20. júlí 2022. Sótt er um starfið á starfatorg.is Nánari upplýsingar veita Elisabeth Jansen deildarstjóri, jansen@holar.is og Mette Mannseth yfirreiðkennari, mette@holar.is og í síma 8338876. Hólar eru fjölskylduvænt samfélag og á staðnum er leik- og grunnskóli. Húsnæði er í boði á staðnum. Ertu fagmenntaður reiðkennari og vilt vinna með alþjóðlegum nemendahópi? www.holar.is Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Í 12. tbl. Bændablaðsins ritaði Svandís Svavarsdóttir matvæla- ráðherra grein með yfir- skriftinni Sprett úr spori, þar sem hún tæpti á því helsta af vettvangi stjórnarráðsins í landbúnaðarmálum. Það er ánægjulegt að lesa að matvælaráðherra segist bæði hafa og muni standa með bændum og innlendum landbúnaði. Þá er einnig ánægjulegt að sjá að ráðherra leggur áherslu á að afkoma bænda sé forsenda fæðuöryggis og efling innlendrar kornræktar er þar jafnframt mikilvægur áhrifaþáttur. Að tryggja fæðuöryggi Á tímum sem nú eru forsendur fyrir því að meginmarkmið búvöru- samninga hlýtur að vera að tryggja nægjanlegt framboð gæðaafurða og fæðuöryggi, ásamt því að tryggja framleiðsluvilja og afkomu bænda. Öruggustu skilaboðin sem hægt er að gefa bændum um að framleiða þau matvæli sem eftirspurn er eftir er að greiða þeim fyrir framleiðsluna sjálfa. Um 30% af samningnum um starfsskilyrði í nautgriparækt eru nú greidd út á mjólk innan greiðslu- marks en mjólkurframleiðslan býr við framleiðslustýringu sem á að koma í veg fyrir offramleiðslu með tilheyrandi sóun en ekki síður að tryggja að nægjanlegt magn sé framleitt. Framleiðsluskyldan er 100% svo bændur fá ekki fullar stuðningsgreiðslur nema þeir framleiði þá mjólk sem óskað er eftir. Skilaboðin gætu ekki verið skýrari. Áform um að styrkja innlenda kornrækt og jarðyrkju eru göfug en þessu tvennu á ekki að blanda saman. Sjálfbærari fóðuröflun styrkir landbúnaðinn og stuðlar að fæðuöryggi en jarðræktarstyrkir tryggja ekki endilega að bændur framleiði þá matvöru sem eftirspurn er eftir. Stjórnvöld verða að gæta þess að tapa ekki því frábæra verkfæri sem þau hafa í höndunum núna, sem framleiðslutengdir styrkir eru, til að tryggja fæðuöryggi. Þeir virka vel þegar framleiðslustýringar nýtur við. Afgerandi afstaða kúabænda Í grein sinni veltir matvælaráðherra m.a. upp fyrirkomulagi ríkisstuðnings og þar á meðal framleiðslustýringu í mjólkur- framleiðslu. Það er fjarri lagi að í fyrsta skipti sé verið að velta upp þeim göllum kvótakerfis í mjólk sem að ráðherra nefnir í greininni. Greiðslu- mark mjólkur og form fram leiðslu stýringar hef ur í ára- raðir verið umræðuefni meðal bænda og tók nokkurt pláss við gerð síðustu búvörusamninga. Við finnum seint upp hið fullkomna kerfi en kvótakerfið tók þónokkrum breytingum við síðustu endurskoðun sem stuðlar að jafnræði milli bænda auk þess að hámarksverð var sett á kvótann til að sporna við of háu kvótaverði. Í núverandi fyrirkomulagi er söfnunarskylda á markaðs- ráðandi afurðastöð og flutnings- jöfnunarkerfi. Þetta tvennt er mikilvægt til að tryggja að hægt sé að framleiða mjólk um land allt. Án framleiðslustýringar væri erfitt að halda úti söfnunarskyldu, enda sjáum við að í þeim nágrannaríkjum okkar sem hafa afnumið kvótakerfi í mjólk að afurðastöðvarnar sjálfar setja á nokkurs konar kvótakerfi þar sem mjólkurframleiðendur þurfa að gera við þær samning til að tekið sé á móti mjólkinni. Við myndum að öllum líkindum sjá sömu hluti gerast hér og velti ég fyrir mér hvernig myndi fara fyrir minni og afskekktari búum við slíkar aðstæður. Það sætir nokkurri furðu að ráðherra viðri hugmyndir um afnám kvótakerfis, sem svo til sama ríkisstjórn og hún situr nú í samþykkti fyrir þremur árum að yrði fest í sessi. Árið 2019 kusu kúabændur um hvort afnema ætti kvótakerfi í mjólkurframleiðslu. Tæplega 90% kúabænda tóku þátt og um 90% þeirra kusu að halda í kvótakerfið. Það var síðar lögfest við endurskoðun búvörusamninga sama ár. Afstaða bænda var afgerandi og er það von mín að ráðherra virði þá afstöðu kúabænda, það hlýtur að vera grundvallaratriði. Herdís Magna Gunnarsdóttir varaformaður BÍ og formaður NautBÍ. Af grundvallaratriðum Herdís Magna Gunnarsdóttir. LESENDARÝNI Vatnsskortur í Íslandi Halla Signý Kristjánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.