Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Í Bændablaðinu 23. júní s.l. er birt grein eftir Árna Bragasonar landgræðslustjóra undir yfirskriftinni „Loftslagsmál: Umræða á villigötum“. Þó svo virðist sem tilgangur greinarinnar sé að gera athuga­ semdir við mistúlkanir á rann­ sóknaniðurstöðum sem tengjast loftslagsmálum, er megininntak hennar að gera lítið úr niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru í Riti LbhÍ nr. 149, „Langtímatap kolefnis í framræstu ræktarlandi“. Þar sem undirritaður ber ábyrgð á téðri rannsókn þykir mér rétt að bregðast hér við og benda á villur sem landgræðslustjóri fer með í greininni. Rétt er að benda á að megin­ markmið rannsóknarinnar, „var að efla vísindalega þekkingu á langtíma kolefnislosun í framræstu ræktarlandi á Íslandi“. Beitt var nýrri aðferð til að mæla þessi áhrif sem kölluð hefur verið gjóskulagaaðferðin. Í raun var þó fyrsta spurningin sem þurfti að svara hvort aðferðin væri nothæf til að meta breytingar á kolefnisforða jarðvegs af völdum framræslu. Niðurstaða höfunda var þessi: „Gjóskulagaaðferðin er góð leið til að meta heildarlosun kolefnis í framræstu votlendi þar sem hægt er að beita henni og ef gerðar verða endurbætur á verklagi byggðar á reynslu þessa verkefnis.“ Rannsóknin er innlegg í þróun nýrrar aðferðar til að áætla losun kolefnis í framræstu landi. Gjóskulagaaðferðin er tiltölulega einföld í framkvæmd og sem á að geta mælt nokkuð nákvæmlega breytingar á kolefnisforða jarðvegs af völdum framræslu og ræktunar með því að bera saman það land við óraskað votlendi sömu gerðar og af sama svæði. Gasflæðimælingaaðferðir sem Landgræðslan notar eru mun flóknari í framkvæmd og þær mæla ekki beint breytingar á kolefnisforða jarðvegs aftur í tímann. Þær mæla einungis kolefnislosun vegna öndunar á ákveðnum stað og tíma á meðan mælingin fer fram sem eru yfirleitt ekki nema nokkrar mínútur í hvert skipti. Aðferðin greinir heldur ekki á milli kolefnis sem á uppruna sinn úr jarðvegsforða fyrir framræslu eða úr skammtímaforða sem verður til eftir framræslu sem eru mest plöntuleifar sem verða til við ræktun og eru aðgengilegustu orkugjafar jarðvegslífvera. Upphaflega var ætlunin að rannsaka fjögur svæði. Það tókst hins vegar einungis að rannsaka tvö svæði vegna tímaskorts og ýmsum öðrum ástæðum sem lýst er í skýrslunni. Svæðin tvö (Kýrholt og Hegranes) eru að mörgu leyti svipuð hvað varðar veðurfar en það eru einungis um 10 km á milli svæðanna. Einnig er jarðvegsgerð, sýrustig og jarðvegsdýpt svipuð sem og landnýting sem byggir mest á túnrækt en endurræktun og áburðargjöf hefur þó verið meiri í Hegranesinu. Marktækur munur var hins vegar á milli svæðanna á kolefnisinnihaldi, rúmþyngd og glæðitapi jarðvegs í votlendinu. Mikill munur á kolefnistapi var á milli þessara svæða og var það fimmfalt meira á kol­ e f n i s r í k a r a svæðinu þó ekki sé hægt að fullyrða um o r s a k a s a m ­ hengi þar á milli. Vot­ lendið var flokkað af fagmanni í vistgerðarflokka Náttúrufræði­ stofnunar Íslands og það var mat höfunda að framræsta landið á stöðunum tveimur hafi upphaflega verið sömu gerðar og samanburðarvotlendið. Það er rétt að nokkur óvissa ríkti um nákvæma jarðvegsþykkt í framræsta landinu og í einni mæliholunni var jarðvegsdýptin meiri en í óraskaða votlendinu sem við töldum ótrúverðugt. Niðurstaðan var að nota ekki þessa mæliholu þegar við mátum meðaldýpt niður á gjóskulagið. Vegna þessarar óvissu gerðum við næmnigreiningu sem mat áhrif jarðvegsdýptar á kolefnisforðann ofan gjóskulagsins. Niðurstöðum er lýst í sérstökum kafla í skýrslunni. Að auki er sérstakur kafli með tillögum um endurbætur á gjóskulagaaðferðinni byggðar á reynslu rannsóknarinnar og sem á að koma í veg fyrir eða minnka skekkju og óvissu í mælingum. Landgræðslustjóri telur útilokað „að draga einhverjar ályktanir af þessum niðurstöðum sem væri hægt að nýta til að áætla núverandi loftslagsáhrif vegna ræktunar“ og „Niðurstöður rannsóknarinnar og ályktanir byggðar á þeim eru því vafasamar, í besta falli.“ Þessum fullyrðingum er ég ósammála enda eru þær byggðar á misskilningi. Ályktanir höfunda skýrslunnar byggja á niðurstöðum rann­ sóknarinnar og fyrirliggjandi þekkingu á jarðvegi og jarðrækt sem eru traustar og rétt að rifja þær upp hér: „Til að kortleggja sem næst raunverulega langtíma kolefnislosun í framræstu ræktarlandi á Íslandi þarf að gera átak í að mæla hana skipulega sem víðast og gjóskulagaaðferðin er gott tæki til þess þar sem nothæf gjóskulög finnast.“ „Losunartölurnar sem hér birtast eru lágar og benda til þess að losun af framræstu ræktarlandi á Íslandi geti verið ofmetin sé miðað við staðla IPCC. Nauðsynlegt er að halda áfram rannsóknum á kolefnislosun íslensks ræktarlands.“ Höfundar vöruðu jafnframt við því að draga of víðtækar ályktanir af niðurstöðunum þó að á þessum tveimur svæðum hafi mælst mun minni meðal kolefnislosun en gert er ráð fyrir í loftslagsbókhaldi Íslands í dag. Þóroddur Sveinsson, jarðræktarfræðingur og deildarforseti við LbhÍ. Skýrsla RML um rekstur og afkomu nautakjötsframleiðenda fyrir árin 2017-2021 kom út í síðustu viku. Niðurstöður skýrslunnar staðfesta það sem nautakjötsframleiðendur hafa bent á undanfarin ár, að afkoma greinarinnar sé með öllu óvið- unandi. Þegar upp er staðið ná afurðatekjur af nautaeldi ekki að mæta framleiðslukostnaði. Sumarið 2020 hóf RML að rýna í afkomu nautakjötsframleiðenda enda hafði þá afurðaverð nautakjöts lækkað og biðlistar í slátrun voru farnir að myndast. Í júní 2021 voru fyrstu niðurstöður verkefnisins birtar. Ákveðið var að halda áfram með verkefnið, kallað var eftir fleiri þátttakendum, auk þess sem bætt var við rekstrargögnum fyrir árin 2020 og 2021. Alls tóku 25 bú þátt í þetta skiptið, 16 á Norðurlandi og 9 á Suður­ og Vesturlandi. Í skýrslunni kemur fram að framleiðslukostnaður á hvert kíló nautakjöts hafi verið frá 1.440 krónum upp í 1.590 krónur á árunum 2017­2021, að meðaltali 1.544 kr./kg. Afurðatekjur (innlagt kjöt, sala beint frá býli, seldir lifandi gripir o.s.frv.) á hvert kíló nautakjöts hafa lækkað frá árinu 2017 en sláturálag aftur á móti aukist jafnt og þétt. Á árinu 2021 fengu nautakjötsframleiðendur tvær aðskildar viðbótargreiðslur ofan á sláturálag en um var að ræða tvær einskiptisaðgerðir. Á súluritinu eru þessar greiðslur merktar sérstaklega þar sem ekki er um að ræða fastar greiðslur. Viðbótargreiðslurnar voru annars vegar sérstakur styrkur vegna Covid­19 ástandsins sem greiddur var á allt UN kjöt og hins vegar viðbótargreiðsla á sláturálag af fjármunum 6. liðar samnings um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar. Rekstrarniðurstaða áranna var í öllum tilfellum neikvæð, hvort sem horft er á framleiðslukostnað með eða án afskrifta og fjármagnsliða. Árið 2021 borguðu nautakjöts­ framleiðendur að meðaltali 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti sem er þó jákvæðari staða en árin á undan. Mest var borgað 603 krónur með hverju framleiddu kílói af nautakjöti, árið 2019. Súluritið er byggt á gögnum úr skýrslu RML fyrir árin 2017–2021. Gögn fyrir árið 2022 eru áætluð af Bændasamtökum Íslands og byggja m.a. á 8% afurðaverðshækkunum að meðaltali á árinu 2022 ef horft er á alla flokka UN gripa. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu hækkar sláturálag um 28% á milli áranna 2021 og 2022 og gert er ráð fyrir því að opinberar greiðslur hækki um 50 kr./kg vegna álagsgreiðslna á sláturálag, gripagreiðslur holdakúa og á jarðræktar­ og landgræðslustyrki miðað við tillögur spretthóps um alvarlega stöðu í matvælaframleiðslu. Þá er gert ráð fyrir 40% hækkun á breytilegum kostnaði milli ára sem gerir um 19% hækkun á heildarkostnaði. Nákvæm útfærsla á greiðslum liggur ekki fyrir og er því um að ræða gróft mat á stöðunni. Ekki er gert ráð fyrir hækkun á föstum kostnaðarliðum né launum og er kostnaður milli ára því líklega vanmetin. Samkvæmt þessu koma nautakjötsframleiðendur því til með að borga yfir 600 krónur með hverju framleiddu kílói af nautakjöti á árinu 2022. Framlegð nautakjötsframleið­ enda minnkar því á milli áranna 2021 og 2022 úr 36% í 15% en frá árinu 2017 hefur framlegðarstig búanna minnkað úr 38,6%. Út úr skýrslunni má jafnframt lesa að nautakjötsframleiðendur hafa hagrætt töluvert í sínum rekstri, breytilegi kostnaðurinn hefur lækkað frá 2018, búin stækka og framleiddir eru gæðameiri og þyngri gripir, án þess þó að meðalaldur sláturgripanna fari upp. Bændur hafa því verið að skila betri vöru á markað og eru að reyna að koma í veg fyrir aukinn framleiðslukostnað með aukinni hagræðingu. Auk þess hafa bændur jafnt og þétt verið að ganga á eigin launalið en frá árin 2017 hefur kostnaðarliðurinn „laun og launatengd gjöld“ lækkað um 26%. Á sama tíma fjölgar kúnum um tæpan helming og má því áætla að vinna við búin hafi aukist að einhverju leyti. Það er deginum ljósara að staða nautakjötsframleiðenda er grafalvarleg. Framleiðslukostn­ aðurinn undanfarin fimm ár hefur verið umfram tekjur og sveigjanleikinn sem eftir er hjá bændum til að taka á sig stórfelldar aðfangahækkanir er lítill sem enginn. Í lok skýrslunnar greinir verkefnishópurinn frá því að merki séu um samdrátt í ásetningi nautkálfa milli áranna 2020 og 2021 og það sem af er ári 2022. Ef rýnt er í fjölda nautgripa inn á vef RML sést þessi þróun greinilega en nautum, 12 mánaða og yngri, hefur fækkað um 300 gripi frá áramótum. Vert er að benda á í þessu samhengi að samdráttur í dag hefur ekki áhrif á markaði fyrr en eftir 1,5­2 ár. Telur verkefnishópurinn því nauðsynlegt í ljósi stöðunnar að stjórnvöld og bændur taki samtal um hvernig stuðningsfyrirkomu­ lagi sé best háttað við greinina með tilliti til fæðuöryggis og rekstrarafkomu samhliða innri hagræðingu á búunum. Að lokum er greint frá því að mikilvægt sé að fjölga þátttakendum í verkefninu og hvetjum við alla nautakjötsframleiðendur til að taka þátt. Verkefnið gefur bændum möguleika á að greina styrk­ og veikleika í sínum rekstri ásamt því að setja sér markmið um bætta rekstrarafkomu. Auk þess sem niðurstöður verkefnisins nýtast í hagsmunabaráttunni sem og við endurskoðun búvörusamninga. Skýrsluna má lesa í heild sinni inn á vef RML. Guðrún Björg Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands. Afkoma nautakjöts- framleiðenda 2017–2021 Framleiðslukostnaður nautakjöts. Afurðatekjur eru allar tekjur af innlögðu kjöti, sölu beint frá býli, seldum gripum o.s.frv. Afurðatekjur ∆ 2022 eru áætlaðar afurðaverðshækkanir sem orðið hafa á árinu. Opinberar greiðslur eru sláturálag og gripagreiðslur. Opinberar greiðslur – Einskiptisaðgerðir eru áætlaðar viðbótargreiðslur vegna Covid 19 (2021) og vegna tillagna spretthóps (2022). Hvíti hluti súlunnar sýnir það sem vantar upp í framleiðslukostnaðinn. Gögn fyrir árin 2017–2021 eru byggð á upplýsingum úr skýrslu RML en gögn fyrir 2022 eru áætluð af Bændasamtökum Íslands. Guðrún Björg Egilsdóttir. LESENDARÝNI Villigötur í umræðu um loftslagsmál Skráðu smáauglýsinguna þína á bbl.is Þóroddur Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.