Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 | Netfang: sala@limtrevirnet.is Söluskrifstofur: Lynghálsi 2, 110 Reykjavík | Borgarbraut 74, 310 Borgarnes Áratugareynsla við íslenskar aðstæður Stuttur afgreiðslutími og fjölbreytt úrval Uppsetning í boði á hurðum og viðbótarbúnaði Margir litir og fylgihlutir í boði Traustar bílskúrs- og iðnaðarhurðir frá Lindab og Krispol limtrevirnet.is FALLEGAR HURÐIR SEM ÞÚ GETUR TREYST skoðaðu úrvalið limtrevirnet.is Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta ÆÐARBÆNDUR! Hreinsun er komin í fullan gang! Getum bætt við okkur æðardúni í hreinsun og sölu. Greiðum flutningskostnað. Allar nánari upplýsingar veitir: Erla Friðriksdóttir í síma 899 8369 & erla@kingeider.is Dúnhreinsun - Nesvegur 13 - 340 Stykkishólmi Enterococci bakteríur með sérstaklega öflugt ónæmi gagnvart sýklalyfjum fundust í svínakjöti sem stendur breskum neytendum til boða. Samkvæmt nýrri rannsókn sjálfstæðrar rannsóknarstofu á Bretlandi fundust enterococci bakteríur í 25 sýnum af 103. Enterococci bakteríurnar í 23 af 25 sýktu sýnunum sýndu ónæmi fyrir minnst einni tegund sýklalyfja. Rannsóknaraðilar hafa sérstakar áhyggjur af því að 13 sýni höfðu að geyma bakteríur sem sýndu ónæmi fyrir sýklalyfinu Vankómýcín en sýkingar af þeirra völdum geta í verstu tilfellum leitt til dauða. Vankómýcín er mjög sterkt og hættumikið sýklalyf af flokki lyfja sem nefnist glýkópeptíð. Það er með mjög þröngt verkunar- svið og einungis notað þegar önnur lyf hafa ekki virkað. The Guardian greinir frá. Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál í Evrópu, en ein helsta ástæða fjölgunar fjölónæmra baktería er mikil notkun sýklalyfja í landbúnaði; sérstaklega til þess að fyrirbyggja og meðhöndla sýkingar á verksmiðjubúum. Vegna fjölgunar á enterococci og öðrum fjölónæmum bakteríum hafa verið framkvæmdar stikkprufur í kjöti í verslunum undanfarin ár. Í rannsókn á vegum breskra stjórnvalda frá árinu 2018 reyndist eitt sýni af hundrað sem voru tekin af svína- og alifuglakjöti vera sýkt, á meðan í áðurnefndri rannsókn fundust enterocicci bakteríur í 25 af 103 sýnum. Sérstaka athygli vakti að bakteríurnar fundust í kjöti úr lífrænni ræktun, þrátt fyrir að þar sé talsvert minni sýklalyfjanotkun. Þessar niðurstöður sýna að sýklalyfjanotkun er farin úr böndunum innan ákveðinna geira kjötframleiðslunnar, en meira en helmingur sýklalyfja heimsins eru notuð í búfénað. Vankómýcín sýklalyfið var mikið notað erlendis til þess að auka vaxtarhraða búfénaðar þangað til að Evrópusambandið lagði bann við notkun þess í landbúnaði árið 1997. Taumhald var sett á þetta lyf þar sem sýnt var fram á að mikil notkun þess hefði leitt til fjölgunar baktería með ónæmi fyrir glýkópeptíð sýklalyfjum sem geta dreift sér úr búfénaði yfir í fólk. Þrátt fyrir að Vankómýcín hafi ekki verið notað í 25 ár hafa rannsóknir sýnt fram á að vegna mikillar notkunar annarra sýklalyfja eru bakteríur með ónæmi fyrir glýkópeptíð sýklalyfjum enn útbreiddar í evrópskum landbúnaði. /ÁL Útbreiðsla fjölónæmra baktería í Bretlandi er meiri en áður var talið. Mynd / Diego San Bretland: Banvæn baktería í svínakjöti – Sýklalyfjaónæmi breiðist út á bbl.is og líka á Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.