Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 VÉLABÁSINN Að þessu sinni var rafmagnaði sendibíllinn Toyota Proace Electric,sem Toyota umboðið selur, tekinn í prufuakstur. Toyota hefur selt Proace sendibíla um árabil sem dísilbíla, en undanfarin misseri hafa þessir bílar borist til landsins sem rafmagnsbílar. Bíllinn kemur í þremur lengdum og með tvö mismunandi búnaðarstig. LX útgáfan er ódýrasta og einfaldasta útgáfan, á meðan GX útgáfan bætir við nokkrum aukahlutum. Proace Electric LX stuttur með 50 kWh rafhlöðu kostar 6.290.000 kr m.vsk. og fer verðið upp í 7.890.000 kr m.vsk fyrir Proace Electric GX langan með 75 kWh rafhlöðu. Proace myndi teljast til millistórra sendibila en í þann flokk falla líka bílar eins og Volkswagen Transporter og Mercedes-Benz Vito. Proace er afrakstur samstarfs milli nokkurra bílaframleiðenda og á hann nokkra „tvíbura“ á markaðnum sem eru mjög líkir hvað varðar útlit og búnað, ásamt því að þeir fást allir bæði sem rafmagns- eða dísilbílar. Það eru Opel Vivaro, Peugeot Expert og Citroen Jumpy sem allir eru seldir hjá Brimborg. Kaupendur sem kunna að meta þessa bíla geta því valið á milli þess að skipta við Toyota umboðið eða Brimborg, en fengið sambærilegan bíl. Naumhyggjan allsráðandi Hönnuðunum í þessu samstarfi sendibíla hefur tekist betur til með þessa útgáfu bílsins en áður. Fyrri gerðin af Proace og hinum tvíburunum var frekar asnaleg, en núna er bíllinn með látlaust og stílhreint útlit. Ljósið og grillið sver sig í ætt við aðra bíla frá Toyota og restin er með vel úthugsuð hlutföll og línur. Að innan er bíllinn mjög hrár og látlaus, en í augum blaðamannsins er ákveðinn sjarmi yfir því. Toyota Proace Electic er ekkert að þykjast; þetta er bara sendibíll sem er gerður til þess að vera í vinnu. Hirslurnar eru hins vegar af nokkuð skornum skammti, hanskahólfið er lítið, glasahaldararnir eru langt frá ökumanninum og hólfið í miðju mælaborðinu er lítið. Hins vegar eru hurðavasarnir mjög stórir og undir miðjusætinu er leynihólf sem bætir að vissu leyti upp fyrir lítið hanskahólf. Naumhyggjan heldur áfram þegar bíllinn er tekinn í akstur. Það er mjög fyrirhafnarlaust að hefja aksturinn þar sem það þarf bara að ganga að bílnum með lykilinn í vasanum, taka í hurðarhúninn og hann fer sjálfkrafa úr lás. Svo þarf bara að ýta á tvo takka (start og drive) og þá er hægt að keyra af stað án þess að hávær dísilmótor spilli friðnum eða flæki hlutina. Bíllinn fer sjálfkrafa úr handbremsu þegar ekið er af stað og svo sjálfkrafa í park og handbremsu þegar slökkt er á bílnum. Þessi einfaldleiki er líklegur til vinsælda hjá þeim sem þurfa að fara í og úr bílnum oft á dag við vinnu. Í LX útgáfunni bætast reyndar við tvö skref þar sem það þarf að nota lykil til þess að virkja fjarstýrðu samlæsingarnar og setja bílinn í gang, á meðan í GX útgáfunni er bæði lyklalaust aðgengi og start. Áreynslulaus og sportlegur í akstri Mjög áreynslulaust er að keyra bílinn þar sem það berst enginn titringur eða hávaði frá mótornum. Hins vegar heyrist vind- og veghljóð þegar bíllinn nær þjóðvegahraða og eins og algengt er með sendibíla þá berst mikið bergmál frá farmrýminu. Blaðamaður gerði samanburð á LX og GX útgáfunni og fann greinilegan mun á hávaða sem barst inn í ökumannshúsið. Skýringin á því er líklegast tvöföld, en GX útgáfan kemur með hljóðeinangrun í framrúðunni ásamt krossviðarklæðningu á gólfi farmrýmisins. Eins og þekkt er með rafmagnsbíla þá eru mótorarnir að vinna á fullu afli hvort sem þeir eru á lágum eða háum snúningi og fer aflið beint út í hjólin án þess að þurfa kúplingu. Þar af leiðandi er mjög fljótt og fyrirsjáanlegt við- bragðið þegar ýtt er á inngjöfina sem gerir það mjög auðvelt að stinga sér inn í glufur í hringtorgum og við gatnamót. Mótorinn í þessum bíl myndi seint teljast kraftmikill en þar sem allt aflið er til staðar samstundis þá gefur hann ökumanninum þá tilfinningu að þetta sé kraftmeiri bíll en hann er. Í Proace Electric eru tvær stillingar á mótorbremsunni, annars vegar venjuleg stilling þar sem hann rennur áfram þegar inngjöfinni er sleppt, rétt eins og á bensín- og dísilbílum. Hins vegar er hægt að velja svokallaða B stillingu þar sem mótorinn veitir umtalsvert viðnám þegar inngjöfinni er sleppt þannig að ökumaðurinn þarf ekki að ýta á bremsuna nema rétt til þess að stöðva bílinn. Þetta snögga viðbragð mótorsins og þessi öfluga mótor- bremsa gera það að verkum að bíllinn er merkilega sportlegur í akstri. Lítil drægni en góð burðargeta Rafhlöðurnar koma í tveimur stærðum, annars vegar 50kWh og hins vegar 75 kWh. Samkvæmt framleiðanda þá á minni rafhlaðan að gefa 230 kílómetra drægni, en sú stærri 330 kílómetra drægni. Það má þó taka þessum tölum með miklum fyrirvara og gera ráð fyrir því að drægnin sé umtalsvert verri við íslenskar aðstæður. Farmrýmið í bílnum er rúmgott og ætti að nýtast vel þar sem hliðarnar eru frekar frá gólfi upp í þak. Hægt er að fá rennihurðir á báðum hliðum og opnast dyrnar að aftan í 180 gráður. Breidd rýmisins er 1.636 mm og hæð 1.397 mm. Farmrýmið á stutta bílnum er 2.162 mm, á þeim millilanga er það 2.512 mm og 2.862 mm á þeim lengsta. Í öllum Proace bílum er hleri á milli farmrýmis og ökumannshúss sem býður upp á það að lengja farmrýmið um 116 mm. Proace Electric er með burðargetu á bilinu 1.030 kg upp í 1.110 kg; en lægri talan á við um lengri bílinn. Dráttargetan er allt að 1.000 kg. Samantekt Upplifun blaðamanns af Toyota Proace Electric var mjög jákvæð. Einfaldleiki í notkun og rekstrar- öryggi gerir þetta vænlegan kost fyrir hvern þann sem er að leita sér að vinnutæki. Hins vegar er líklegt að tak- mörkuð drægni bílsins muni koma í veg fyrir að hann nái mikilli útbreiðslu. Blaðamaður keyrði tvo bíla með minni rafhlöðunni og náði ekki 200 kílómetrum á hleðslunni. Eins og er þá eru bílarnir með stærri rafhlöðunni ekki fáanlegir en þeir eru líklegast sá valmöguleiki sem flestir munu horfa til. Sé ekki þörf á því að aka langar vegalengdir þá eru þessir rafmögnuðu sendibílar frábær kostur. Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Farmrýmið í lengstu útgáfunni með krossviðarklæddu gólfi. Hér sést minnsta útgáfan en hægt er að fá hann allt að 70 cm lengri. Proace Electric LX stuttur. Einfaldur sendibíll sem gengur fyrir rafmagni og hægt að fá í þremur lengdum, tveimur búnaðarstigum og með 50 eða 75 kWh rafhlöðu. Myndir / ÁL Innréttingin er látlaus en smekkleg og kemur með litlu skrifborði. Lúgan frá farmrýminu yfir í öku- mannshúsið er undir farþegasætinu. Undir miðjusætinu er lítið hólf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.