Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 HROSS&HESTAMENNSKA Kynbótahross á Landsmóti 2022: Afkvæmaverðlaun stóðhesta Mikil skráning var á kynbótasýningar vorsins og sýningar víðs vegar fylltust fljótt. Tólf vorsýningar voru haldnar, þar af fjórar sýningar á Gaddstaðaflötum, þrjár á Hólum í Hjaltadal, tvær í Spretti og á Sörlastöðum og svo ein á Selfossi. Alls staðar var nýting plássa góð og voru 996 dómar gefnir þarf af 121 sköpulagsdómar og 875 fullnaðardómar á 761 einstaklingi. Fjöldi stóðhesta sem náði lágmörkum í vor til a fkvæmaverðlauna voru þrettán talsins, fimm heiðurs­ verðlaunastóðhestar og átta fyrstu verð launa stóðhestar. Allir heiðursverðlaunahestarnir munu mæta með afkvæmum sínum á Landsmót en sex fyrstu verðlauna hestar munu verða sýndir til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi á Landsmóti. Ákveðinn fjöldi efstu hrossa vann sér þátttökurétt á Landsmóti í hverjum flokki og alls urðu hrossin 177 sem náðu þessum áfanga. Nokkuð hár fjöldi feðra stendur að baki þessum hrossum en 73 stóðhestar eiga afkvæmi á mótinu. Sá hestur sem á flest afkvæmi á mótinu er Skýr frá Skálakoti en hann á 15 afkvæmi. Þar á eftir kemur Spuni frá Vesturkoti, Ölnir frá Akranesi, og Konsert frá Hofi með átta afkvæmi. Hrannar frá Flugumýri með sjö afkvæmi, Skaginn frá Skipaskaga með sex afkvæmi og svo með fimm afkvæmi á mótinu feðra hver um sig Trymbill frá Stóra­Ási, Hringur frá Gunnarsstöðum og Draupnir frá Stuðlum. Inntökuskilyrði á Landsmót voru með sama hætti og miðað var við árið 2020 þar sem um 75% hrossa eru valin inn á grundvelli aðaleinkunnar og 25% eru valin inn á grundvelli aðaleinkunnar án skeiðs. Fjöldi hrossa í hverjum flokki er fyrirfram ákveðinn og standi hross jöfn að stigum á öðrum aukastaf koma þau inn í sama sæti og getur því hlutfallsleg skipting milli aðaleinskunnar og aðaleinkunnar án skeiðs aðeins breyst sökum þess. Enn fremur er valið óháð því hross hafi hlotið 5.0 eða hærra fyrir skeið. Raunin nú, er líkt og á fyrri landsmótum, að hlutfallslega fleiri hross koma inn á grundvelli aðaleinkunnar án skeiðs, sér í lagi í yngri flokkunum en síst í eldri flokkum. Nokkuð eðlileg og raunhæf skýring er líklegast sú að byrjað er seinna að hreyfa við skeiði en hross eru sýnd í yngstu aldursflokkum. Mögulega þyrfti að endurskoða hlutfallið fyrir næsta landsmót. Fjöldi knapa sem sýna kynbóta­ hross á Landsmóti eru 44 þar sem hver knapi sýnir að meðaltali 4 hross, en spönnin nær frá sýningu á einu hrossi upp í 29 hross. Þetta eru aðeins færri knapar en á síðasta landsmóti en engu að síður nokkuð mikill fjöldi knapa sem kemur að sýningu kynbótahrossa. Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi Heiðursverðlaunahestarnir á Landsmótinu í sumar eru þeir Sjóður frá Kirkjubæ með 124 stig og 53 dæmd afkvæmi. Næstur honum kemur Jarl frá Árbæjarhjáleigu II einnig með 124 stig og 51 sýnt afkvæmi og skilja aðeins aukastafir kynbótamats aðaleinkunnar þessa tvo hesta að í röðun. Þriðji heiðursverðlauna hesturinn er Trymbill frá Stóra­Ási með 123 stig og 50 sýnd afkvæmi, svo Hrannar frá Flugumýri II með 122 stig og 76 sýnd afkvæmi og Eldur frá Torfunesi með 119 stig í kynbótamati aðaleinkunnar og 50 sýnd afkvæmi. Það er því Sjóður sem er Sleipnisbikarhafinn á Landsmóti 2022 og hlýtur æðstu viðurkenningu ís lenskrar hrossaræktar, heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Sjaldan hefur minni munur skilið að hesta í efstu sætum en hestar skulu að lágmarki hljóta 118 stig í kynbótamati aðaleinkunnar eða kynbótamati aðaleinkunnar á skeiðs, þar sem röðun miðast við aðaleinkunn. Kynbótamat mætingar sem byggir á hlutfalli sýndra hryssna af hryssum komnum á sýningaraldur er hæst hjá Jarli eða 118 stig og mætingarhlutfallið 45%. Aðrir hestar eru nokkuð jafnir, frá 108 til 113 stigum og hlutfallið í kringum 35%. Mætingarhlutfallið bæði tekur mið af þeim hryssum sem tilbúnar eru í braut en einnig utanumhald og ákvörðun um að sýna hross. Það er auðvitað afar mikilvægt að stór hluti afkvæma séu sýnd því þá og því aðeins kemur skýr mynd á framræktunargildi afkvæmahrossa, sé tekið mið af opinberu ræktunarmarkmiði íslenska hestsins. Allir hestarnir í hópi heiðurs­ verðlaunahesta komu fram á Landsmóti árið 2018 í hópi fyrstu verðlauna hesta fyrir afkvæmi. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á síðustu árum á útreikningi kynbótamats bæði með upptöku nýrra eiginleika eins og mætingar til dóms, breytingar á vægistuðlum og uppfærslu forrita svo ekki sé minnst á síðustu breytinguna, niðurfellingu á leiðréttingu fyrir áhrifum lands. Það er því magnað að sjá hversu sláandi mikil líkindi eru í niðurstöðu kynbótamats aðaleinkunna á þessum hesta milli móta, en á landsmótinu árið 2018 var Eldur með 124 stig, Trymbill með 124 stig, Jarl með 123 stig, Hrannar með 122 stig og Sjóður með 121 stig. Þó svo að slíkur samanburður sé ekki alveg einsleitur og að fullu marktækur, þá má sjá hversu áreiðanlegt kerfið er og magnað tæki til að byggja úrval undaneldishesta á. Kynbótamat er mat á erfðagildi hrossa og er ekki einkunn sem slík heldur stigaröðun hrossa innan stofnsins og breytingar á stigum er annars vegar háð upplýsingum á einstaklingnum og skylduliði og hins vegar hvernig óskyld hross raðast innan stofnsins. Jafnan er miðað við að úrvalshluti hrossastofnsins sé 118 stig og meira. Að sjálfsögðu er talsverður munur á sýndum afkvæmum fyrstu verðlauna hesta og heiðursverðlaunahesta en ljóst er að fyrstu fimmtán afkvæmin gefa nokkuð skýra mynd af því gildi stóðhesta til framræktunar. Allir hafa heiðursverðlaunahestarnir í ár staðið framarlega sem einstaklingar á fyrri landsmótum og eru þeir afar jafnir að aldri Sjóður, Jarl og Eldur fæddir 2007 og eru því fimmtán vetra en Trymbill sautján vetra og Hrannar sextán vetra. Fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi Alls áttu átta stóðhestar rétt til að mæta á Landsmót og veita viðtöku viðurkenningu fyrir fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Viðmiðið er sem áður 118 stig í kynbótamati aðaleinkunnar með eða án skeiðs og fimmtán sýnd afkvæmi. Efstur stendur Álfaklettur frá Syðri­Gegnishólum með 128 stig og 15 sýnd afkvæmi. Fast á hæla hans er Forkur frá Breiðabólstað með 127 stig og 15 sýnd afkvæmi, þá Knár frá Ytra­Vallholti með 122 stig og 15 sýnd afkvæmi. Hringur frá Gunnarsstöðum I kemur í fjórða sæti með 119 stig og 30 sýnd afkvæmi og svo Organisti frá Horni með 119 stig og 15 sýnd afkvæmi, en hann raðast neðar vegna aukastafa. Í sjötta sæti er Lord frá Vatnsleysu með 117 stig í kynbótamati aðalseinkunnar og 121 stig í kynbótamati aðaleinkunnar án skeiðs og 22 sýnd afkvæmi. Auk þessara hesta áttu rétt á að mæta Kolskeggur frá Kjarnholtum I með Frá Bændasamtökum Íslands: Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Fagráð í hrossarækt Bændahöllinni v/Hagatorg 107 Reykjavík. Fagráð í hrossarækt. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar. Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í desember 2020. Nánari upplýs- ingar fást hjá Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins (elsa@rml.is). Frestur til að skila inn umsóknum er til 21. júlí 2022 og skal umsóknum skilað til: Sjóður frá Kirkjubæ hlýtur Sleipnisbikarinn í ár. Hér er hann í úrslitum A-flokks gæðinga á Landsmóti hestamanna árið 2018. Knapi er Eyrún Ýr Pálsdóttir. Mynd / Bbl Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum er yngstur fyrstu verðlauna afkvæmahesta á Landsmótinu. Mynd /Aðsend Elsa Albertsdóttir ráðunautur, búfjárræktar- og þjónustusviði elsa@rml.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.