Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Smiðjuvellir 9 300 Akranes 430 6600 akur@akur.is AKURShús - timbureiningahús íslensk hönnun & framleiðsla Afhent samsett á byggingarstað eða ósamsett í einingum – Við allra hæfi – „ Kannaðu málið á akur.is og pantaðu frían húsabækling Margar stærðir og gerðir frá 93 - 227m2 Með það í huga að öll erum við ólík, dýr og menn, er ekki úr vegi að líta til þess er kaupa á söðul. Hestar eru misjafnir í laginu líkt og aðrar verur jarðar, bök þeirra stutt, löng, breið eða grönn og því ekki sjálfgefið að allir hnakkar passi öllum hestum jafnt, þó virðist sem margir telji að eitt gangi yfir alla. Hér á landi er að finna unga konu sem hefur sérhæft sig í því sem kallast „saddle-fitting“ á ensku en þýðist á þann hátt að hún sérhæfir sig í að finna hnakk sem mátast bæði knapa og hesti vel. Eveliina Aurora Marttisdóttir heitir hún og er borin og barnfædd í Finnlandi og hefur alhliða menntun í líffærafræði hesta og knapa auk söðulmátunar en er einnig útskrifaður lögfræðingur. „Já, ég er upprunalega frá Finn- landi,“ segir Eveliina, sem flutti til Íslands árið 2018. „Ég kem úr mikilli hestafjölskyldu þannig að reiðmennska og vinna með hesta hefur alltaf verið sjálfsagður hluti af lífi mínu og allt sem þeim viðkemur, mælingar og útbúnaður hnakka þess á meðal.“ Mismunandi hnakkar fyrir mismunandi heild knapa og hests „Í mínu umhverfi, og reyndar um Evrópu alla, er mjög vel passað upp á að hnakkur passi hverjum og einum hesti fyrir sig og þá oftast með tilliti til þess hver situr á baki. Það kom mér því mjög á óvart að Íslendingar voru ekki beinlínis á sömu braut en margir kusu að nota fjöldaframleidda hnakka sem eiga að passa öllum jafnt. Sem er því miður ekki raunin og oft skýring á því hvers vegna hestar eru úrillir eða venja sig á að beita líkamanum rangt til að þrýstipunktarnir sem valda sársauka verði aðrir. Það leiðir auðvitað af sér álag á aðra staði – en einnig þarf að taka inn í dæmið þann knapa er situr hestinn, hæð hans og þyngd; þá hest og knapa sem eina heild.“ Hestur ekki dýr ætlað til reiðar Áhugavert er, að þótt hestar hafi nær alla tíð verið stór hluti af lífi mannsins er honum, af náttúrunnar hendi, hvorki ætlað að vera notaður til reiðar eða undir burð. Hann hefur þó verið í hlutverki reið- eða burðardýrs frá örófi alda, hvort heldur í stríði, við póstburð, klyfjaður böggum, beittir fyrir vagna, undir fólk og þar fram eftir götunum. „Samkvæmt því sem ég hef kynnt mér að þá voru hnakkarnir stilltir, mældir og mátaðir hverjum og einum með tilliti til þess hlutverks sem hann bar og hver sat í söðli hans,“ segir Eveliina. Hreyfing ætti að vera frjálsleg „Hesturinn var þarfur þjónn og því öllu til hagað svo hann lifði sem best og nýttist sem best. Fólk í dag er gjarnara á að skjóta hestinn bara ef hann beitir sér illa eða er ótamur – og fá sér nýjan. Það er eitthvað sem ætti að forðast og athuga frekar hvort hann hrjái eitthvað. Hafa ber í huga að hnakkur sem passar vel styður þannig bæði knapa og er þægilegur fyrir hestinn. Þyngd knapa ætti að dreifast jafnt eftir baki hestsins sem gerir honum þá auðvelt að bera knapann þannig að báðum líði vel og í raun sem ein heild til viðbótar við að hesturinn ætti að geta hreyft sig frjálslega og jafnauðveldlega á allan hátt. Á hinn bóginn getur illa passandi hnakkur valdið alvarlegum óþægindum og jafnvel meiðslum fyrir hestinn sem hindra þá heild sem æskilegust er milli hests og knapa enda situr þá knapinn ekki rétt.“ Jákvætt samspil og aukin þekking Eveliina sá tækifæri á Íslandi við þá iðju, að finna réttan hnakk fyrir hest og knapa og stofnaði fyrirtæki sem ber nafnið hestbak.is. „Sú þjónusta sem ég býð upp á felst í því að ef óskað er eftir þjónustu minni kem ég á staðinn með gott úrval hnakka af ýmsum toga og aðstoða við að finna lausn sem hæfir þeim sem eiga í hlut. Knapi fær að reyna nokkra þeirra og velur þann er hentar bæði honum og hestinum hvað best – enda hef ég það að markmiði að dreifa þekkingu minni um þetta hugtak, söðulmátun - svo samspil knapa, tamningamanna og hesta sé sem best.“ /SP Söðulmátun: Hnakkur við hæfi Mikilvægt er að bæði knapa og hesti líði sem best. Mynd / Aðsend HLIÐGRINDUR Margar stærðir í boði á flottu verði! Sölustaðir: Landstólpi Gunnbjarnarholti/Egilsstöðum og Vélaval í Varmahlíð Sjáverðlista álandstolpi.is“Úti á túni”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.