Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 LÍF&STARF M ikil vinátta var með þeim Jakobi Ó. Péturssyni, ritstjóra Íslendings á Akureyri, og Tryggva Haraldssyni. Báðir voru prýðilega stökufærir og áttust við á þeim vettvangi. Tryggvi færði vini sínum Jakobi tímaritið Súlur ásamt meðliggjandi vísu: Okkur ljóðin yrkja ber, öll má þjóðin vita. Andans fóður færi þér, fjandi góðan bita. Og næstu tvær vísur orti Tryggvi einnig og færði ritstjóranum til birtingar: Aldrei verður eðli breytt eða tímans straumi. Yrki ég helst um ekki neitt oft í vökudraumi. Aftansól við eld og skraut eilíft muntu skína. Merlað gull um mararskaut markar göngu þína. Jón Magnússon, kenndur við Minna-Holt, orti er hann horfði yfir Siglufjörð ofan úr Siglufjarðarskarði: Nú er súld á Siglufirði, svona drúldulegur oft, þar að kúldrast þung er byrði, þar er úldið grútarloft. Um píanóleikarann Þórunni Jóhannsdóttur orti Leifur Auðunsson: Í bernsku hélstu heimanað, hljómsins fræði sóttir. Sómi Íslands, þú ert það Þórunn Jóhannsdóttir. Stefán frá Móskógum orti til ungmeyjar ónefndrar: Blíðuatlot þrái ég þín, þau eru lífsins yndi. Um þig snýst ég, elskan mín eins og rella í vindi. Friðjón Ólafsson orti oddhent til viðvaninga við slátt: Eru að slá með orfi og ljá, enginn sá þeim bíta. Reyta stráin rótum frá, raun er á að líta. Ragnari Skjóldal bílstjóra fimmtugum, sendi Örlygur Axelsson þessa hlýlegu kveðju fyrir hönd samstarfsmanna: Ellin hefir hönd á þér, hreysti og æskufjörið dvín. Sunnan heiðar sendum vér samúð vora heim til þín. Að morgni hvítasunnu 1964 orti Pétur Jónsson á Hallgilsstöðum: Glymur hátt í gljúfrasal, glampar bára á sjánum. Fagurt er um fjöll og dal, fuglar syngja í trjánum. Sr. Sigurður Norðland orti svo harðneskjulega til Miðfjarðar í V- Húnavatnssýslu: Það má kalla undur, að ýmsir flytji héðan, inn í Miðfjörð eftir það að þeir hafa séð’hann. Margir í prestastétt hafa átt létt með yrkingar, og ekki endilega stöðugt með bænarefni á vörum. Sr. Guðmundur Torfason orti svo um ónefndan: Von er ekki verri gesta, veit ég það og skil. Satan hefur sent þann versta sem hann átti til. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com 301MÆLT AF MUNNI FRAM Skógardagurinn mikli, hefur verið hald­ inn árlega í Hallormsstaðaskógi um Jónsmessuleytið allt frá árinu 2005, eða fimmtán sinnum alls. Vegna kórónuveirunnar var ekki hægt að halda uppteknum hætti tvö undanfarin ár og því mikil ánægja að hægt var að blása til hans á ný nú í sumar. Skógardagurinn er samstarfsverkefni skógræktenda á svæðinu, þ.e. Félags skógarbænda á Austurlandi og Skógræktar- innar. Einnig koma að deginum Félag sauðfjár- og kúabænda á Héraði og fjörðum. Skógardagurinn mikli er einn af aðalviðburðum sumarsins á Austurlandi, að sögn Þórs Þorfinnssonar, skógarvarðar á Austurlandi. Nær tvö þúsund manns hafa sótt dagskrá Skógardagsins ár hvert og segir Þór að svo hafi einnig verið nú en þessi góða aðsókn geri daginn að stærsta einstaka viðburði í Múlaþingi á hverju sumri. „Tilgangurinn með deginum er að kynna fyrir heimamönnum og gestum skógarmenningu, útivist í skógi og skógrækt og mikilvægi hennar sem framtíðar- atvinnugrein á svæðinu. Austurland er þekkt fyrir sína víðfeðmu skóga, þeir eru einn af seglum landshlutans sem brýnt er að halda á lofti,“ segir Þór. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá á Skógardeginum. Má þar nefna Íslandsmeistaramót í skógarhöggi, þar sem Bjarki Sigurðsson fór með sigur af hólmi, Sigfús Jörgen Oddsson varð í öðru sæti og í því þriðja var Jón Þór Þorvarðarson Kúabændur buðu upp á heilgrillað naut og sauðfjárbændur upp á grillað lambakjöt. Listamenn af ýmsum toga komu fram, m.a. Magni Ásgeirsson, og þá voru þrautir í boði fyrir yngstu kynslóðina. Ketilkaffið var á sínum stað sem og lummurnar en gestir gerðu veitingum góð skil. /MÞÞ Skógardagurinn mikli í Hallormsstaðaskógi: Skógarnir einn af seglum landshlutans Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, segir tilgang Skógardagsins að kynna heimamönnum og gestum skógarmenningu, útivist í skógi og mikilvægi skógræktar sem framtíðaratvinnugreinar á svæðinu. Myndir / Anna Jakobs Það er vinsælt á skógardögum að útbúa snúrubrauð, hér eru nokkrir af fulltrúum yngri kynslóðarinnar að baka þannig brauð yfir eldi. Nautgripabændur grilluðu og buðu gestum og gangandi að bragða á gæðakjöti. Jón bóndi í Teigarseli með fullan bakka af grilluðu kjöti. Mynd / Sigrún Júnía Íslandsmót í skógarhöggi fór fram á Skógardeginum mikla í Hallormsstaðaskógi. Hér er það Sigfús J. Oddsson sem beitir söginni. Jóhann Gísli og Edda Björnsdóttir á Miðhúsum við súpupottinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.