Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Fáum sögum fer af kryddi í íslenskum fornsögum og ritum fram eftir öldum. Þrátt fyrir takmarkaðar heimildir um nytjar á plöntum sem krydds er líklegt að margir hafi samt sem áður nýtt sér blóðberg, birki, einiber og aðrar villtar plöntur til að bragðbæta matinn. Eldra heiti á kryddjurtum er spíss. Blóðbergste hefur lengi verið þekkt og nýtt hér á landi og blóðberg notað til að bæta bragð og sem lækningajurt, eins og greint er frá í Grasnytjum Björns Halldórssonar frá Sauðlauksdal frá 1783. Matgæðingurinn Eggert Ólafsson Í Ferðabók Eggerts og Bjarna, útgefin 1772, segir um hvönn að sé rótin mulin megi notast við hana á blautan fisk eins og pipar. Á Landsbókasafninu er varðveitt handrit Eggerts Ólafssonar frá 1820 sem ber heitið Pipar í öllum mat. Í handritinu er fjallað um matargerð, meðal annars úr íslenskum jurtum og sveppum, og mælir Eggert með að bæta pipar og fleiri kryddum út í súpu úr íslenskum sveppum. Pipar á norðurslóðum Í bókinni Pipraðir páfuglar – Matargerðarlist Íslendinga á mið­ öldum, eftir Sverri Tómasson, segir meðal annars um pipar: „Margir norrænir menn dvöldust í Miklagarði við hirð keisarans þar. Það er rétt hugsanlegt að Væringjar, eins og nefndust þeir menn sem voru á mála hjá keisaranum, hafi flutt með sér pipar norður á bóginn sem og aðra munaðarvöru.“ Klausturgarðar Munkar í Evrópu fyrri tíma voru ötulir ræktendur og án efa reyndu kollegar þeirra hér á landi sitt besta til að rækta garðinn sinn bæði andlega og í moldinni. Í Klausturgörðum voru ræktaðar lækninga­, mat­ og kryddjurtir og var orðið laukagarður oft notað yfir slíka garða. Í grein Kristínar Þóru Kjartans­ dóttur, sem birtist í Bændablaðinu árið 2008, segir að talið sé víst að „flest ef ekki öll þau klaustur sem voru hér á landi hafi verið af reglu heilags Benedikts. Eitt af mark­ miðum Benediktínarreglunnar var að öðlast fullkomnun í kristilegum hætti og það líka með því að stunda jarðrækt.Hluti af trúarlegu lífi klaustranna var líkamleg vinna, ora et labora, og fólst hún meðal annars í jarðrækt og garðvinnu. [. . .] Ræktun jurta til lækninga og matar virðist því hafa verið hluti af trúarlífinu og einnig af veraldlegum skyldum í klausturlífinu. Talið er víst að ýmsar tegundir lækninga­ og matjurta hafi borist hingað til lands í tengslum við þau klaustur sem hér voru byggð upp.“ Sjálfsagður munaður Í dag er krydd og notkun á kryddi sjálfsagt við matargerð hér á landi og hætt við að mörgum þætti matur og margir réttir fremur bragðdaufir væri hann ekki kryddaður til að smekk. Slíkt var munaður sem ekki var nema á færi fárra fyrir nokkrum áratugum, en í dag svigna hillur margar eldhúsa í landinu undan fjölbreyttum kryddum. Kúmen (Carum carvi). Tvíær jurt sem nær 60 sentímetra hæð. Blómin hvít eða bleik. Þrífst vel hér á landi og vex villt á nokkrum stöðum. Best er að sá kúmeni gisið og æskilegt bil á milli plantna er 40 sentímetrar. Dafnar best í frjósömum jarðvegi og þarf vökvun í þurrkatíð. Líklegt er talið að Vísi­Gísli, Gísli Magnússon sýslumaður, hafi flutt kúmen til landsins um 1660 en hann var mikill áhugamaður um ræktun. Sagt er að Gísli hafi haft svo mikið dálæti á jurtinni að hann var stundum kallaður Kúmen­Gísli. Kúmen hefur verið notað í brauð og til að bragðbæta ýmsa drykki eins og brennivín og kaffi. Majoram (Origanum majorana). Tvíær jurt sem verður 60 sentímetra há. Viðkvæm og lifir veturinn sjaldan af. Blómin hvít. Dafnar best í sól, frjósömum og deigum jarðvegi. Nauðsynlegt að forrækta inni, sáð í mars. Æskilegt bil á milli plantna í beði 15 sentímetrar. Gömul ræktunarjurt sem er meðal annars notuð í salöt, sósur og súpur. Samkvæmt grískri goðafræði var majoram í miklu uppáhaldi hjá ástargyðjunni Afródítu og er sagt að plantan veiti þeim hamingju og frið sem rækta hana. Áður fyrr voru brúðarkransar ofnir úr majoram. Mustarður/sinnep (Sinapis alba og S. nigra). Einærar jurtir allt að 120 sentímetrar á hæð. Blómin gul. Hraðvaxta og sá má þeim beint í beð. Æskilegt bil á milli plantna 25 til 30 sentímetrar. Aðallega ræktuð vegna fræjanna og geta fræbelgirnir orðið fjórir sentímerta langir. Jurtin er líklega upprunnin í Asíu og hindúar líta á mustarð sem tákn um frjósemi. Eggert Ólafsson kvað um mustarðinn í Lysthúskvæði þar sem fjallað er um ,,gróðurhús“ Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal og segir fimmta erindi: Mestur var af miklu blómi mustarður að allra dómi: Kristur, Íslands er það sómi, eftirlíking til hans brá. Njóli/heimula (Rumex longifolius). Stórvaxin og fjölær jurt með stinnum uppréttum stöngli sem verður allt að 130 sentímetra hár. Blöðin breið. Blómin eru tvíkynja og blómgast í júní og júlí. Öflug stólparót. Algeng við hús og bæi um allt land. Njóli er góður til matar, bæði í salöt og súpur. Hann er sagður styrkjandi, hægða­ og þvagaukandi, blóðhreinsandi, róandi og góður við niðurgangi, holdsveiki, harðlífi og heimakomu. Seyði af jurtinni þótti gott við útbrotum, kláða og öðrum húðkvillum. Rótin góð við skyrbjúgi. Smyrsl sem unnið er úr plöntunni þykir gott við alls kyns útbrotum og kláða. Við höfuðverk þótti gott að kljúfa njólarót og leggja hvort sínum megin á höfuðið. Heimuluseyði er gott til litunar og gefur grænan og gulan lit. Er guli liturinn sagður einstaklega fallegur sé efninu sem lita á dýft í keytu strax á eftir heimuluseyðinu. Lavender/lofnarblóm/ilmvöndur (Lavandula angustifolia). Sígrænn runni sem lifir veturinn ekki af utandyra. Blöðin grágræn og ilmsterk, blómin purpurarauð. Þarf skjólgóðan og sólríkan stað. Fer best í potti. Uppruni frá löndunum í kringum Miðjarðarhafið. Laufblöðin notuð í krydd. Blómin ilma vel og eru oft sett í fataskápa til að draga úr fúkkalykt. Órigan / kjarrminta (Origanum vulgare). Harðgerð jurt, 40 til 60 sentímetra há. Blómin rauð, hvít og bleik. Krydd í tilveruna – seinni hluti Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Kryddmarkaðurinn í Istanbúl. Mynd / VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.