Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 FRÉTTIR Skýr frá Skálakoti, handhafi Sleipnis bikarsins árið 2020, er faðir flestra kynbótahrossa sem koma fram á Landsmóti hestamanna í ár. Þar á hann fimmtán afkvæmi, eða um 8,8% þeirra hrossa sem koma fram í kynbótahluta mótsins. Hann á einnig sex afkvæmi í keppnishluta mótsins. Næstflest afkvæmi, níu talsins, á annar þekktur Sleipnisverð­ launahafi, Spuni frá Vesturkoti. Konsert frá Hofi á átta afkvæmi og auk þess eru þrjú hross undan honum skráð til leiks í keppnishlutann. Sjö afkvæmi Ölnis frá Akranesi koma fram í kynbótadómi auk þriggja í keppnishlutanum. Hrannar frá Flugumýri II og Skaginn frá Skipaskaga eru feður sex kynbótahrossa hver á meðan Draupnir frá Stuðlum og Trymbill frá Stóra­Ási eiga fimm hver. Bæði Hrannar og Trymbill náðu lágmörkum til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi við uppfærslu kynbótamatsins í júní og munu því taka á móti verðlaunum á mótinu. Hrannar á auk þess sex afkvæmi í keppnishlutanum og Trymbill tíu. /ghp Skýr faðir flestra á kynbótasýningum Skýr frá Skálakoti, Landsmóti 2018. Knapi er Jakob Svavar Sigurðsson. Spuni frá Vesturkoti á flest afkvæmi í keppnishluta Landsmóts hestamanna í ár. Alls koma 15 afkvæmi hans fram í gæðinga­ eða íþróttahluta mótsins. Stáli frá Kjarri á næstflest afkvæmi, fjórtán talsins. Þá er Arður frá Brautarholti einnig atkvæðamikill gæðingafaðir, en þrettán afkvæmi hans eru skráð til leiks. Loki frá Selfossi á einnig þrettán afkvæmi á mótinu en auk þess mun hann sjálfur spreyta sig í B flokki gæðinga. Ellefu afkvæmi Óms frá Kvistum mæta í keppnisbrautina og tíu afkvæmi heiðursverðlaunastóðhestsins Álfs frá Selfossi. Trymbill frá Stóra­ Ási á einnig tíu afkvæmi í hópi keppnishesta og mun sjálfur koma fram í gæðingaskeiði. Sex mætir stóðhestar eiga átta afkvæmi í keppnishluta mótsins, þeir Arion frá Eystra­Fróðholti, Framherji frá Flagbjarnarholti, Gaumur frá Auðsholtshjáleigu, Hágangur frá Narfastöðum, Hrannar frá Flugumýri II og Hróður frá Refsstöðum. /ghp Fjölhæfir afkvæmafeður Spuni frá Vesturkoti og Þórarinn Ragnarsson. Nokkur hundruð hross munu koma fram á Landsmóti í ár. Rúmlega 170 kynbótahross mæta til dóms og yfir 600 skráningar eru í gæðinga­ og íþróttakeppnishluta hátíðarinnar. Knaparnir eru ekki jafn margir og hrossin og því horfir í að allmargir af atvinnuknöpum landsins muni hafa í nógu að snúast alla vikuna. Hér eru nokkur dæmi: Árni Björn Pálsson er skráður knapi á 29 kynbótahrossum á mótinu auk þess að vera skráður fimm sinnum í keppni. Teitur Árnason er með 11 kynbótahross á sinni könnu auk þess að vera skráður tíu sinnum til keppni, jafn oft og Viðar Ingólfsson sem er knapi á sex kynbótahrossum. Eyrún Ýr Pálsdóttir er skráð átta sinnum til leiks í íþróttahlutanum og er auk þess með þrjú kynbótahross í sýningu. Helga Una Björnsdóttir er skráður knapi ellefu hrossa í kynbótasýningu og fjórum sinnum í keppni. Þá er Jakob Svavar Sigurðsson skráður níu sinnum til keppni og knapi á átta kynbótahrossum. /ghp Annríki hjá atvinnuknöpum Eyrún Ýr Pálsdóttir og Teitur Árnason munu hafa í nógu að snúast. Gæðingamæður á Landsmóti hestamanna: Þrjú afkvæmi Þulu Gaman á Landsmóti. Pálmi Guðmundsson, Marín frá Lækjarbrekku 2, Ída Marín Hlynsdóttir og Elín Ósk Óskarsdóttir. Á Landsmóti á Vindheimamelum árið 2000 stóð efst í flokki 7 vetra og eldri hryssna, jörp hryssa, Þula frá Hólum. Þula hlaut í aðaleinkunn 8,46 á mótinu. Á Landsmótinu á Hellu eru þrjú afkvæmi hennar skráð í keppni, þau Marín frá Lækjarbrekku 2, Þórmundur frá Lækjarbrekku 2 og Ögri frá Horni I. Þula var fædd í Hólaskóla árið 2000 en hún var undan Kolfinni frá Kjarnholtum og Þráardótturinni, Þóru frá Hólum. „Á sínum tíma voru auglýstar tvær hryssur til sölu frá skólanum, Þula var önnur af þeim. Skólinn gerði þetta oft og fékk ég ábendingu um hryssuna frá ágætum manni, Daníel Jónssyni. Ég bauð í hryssuna enda var ég hrifinn af Kolfinnsgenunum og Þráarkyninu,“ segir Pálmi Guðmundsson, annar eigenda Þulu, en í framhaldinu bauð hann Ómari Antonssyni, ræktanda á Horni I, að vera meðeigandi í hryssunni. Afkvæmi hennar eru því ýmist kennd við Lækjarbrekku 2 eða Horn I. „Við höfum skipst á að halda hryssunni en Ómar fékk aðeins færri afkvæmi en ég, hann var óheppinn. Marín er algjört yfirburðahross, geðslagið er svo einstakt, yfirveguð en samt með þennan kraft og mýkt. Einnig á ég undan henni Nælu, Arionsdóttur og síðasta afkvæmi mitt undan henni er Þórmundur, sem er að keppa í A­flokki á Landsmóti.“ Orrablóðið virkar vel með Þulu Pálmi segir að Þula skili góðri vekurð og fótahæð en það staðfesta dómsorð hennar þegar hún hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi 2014. „Ég er mjög stoltur af Þulu. Þessi hryssa var alveg ótrúlegt kynbótahross en það þurfti að velja rétt á hana. Við Ómar höfðum fengið veður að því að það vantaði viljann í hrossin undan henni sem skólinn hafði fengið. Við héldum henni því bara undir viljuga hesta. Orrablóðið var gott á móti henni.“ Afkvæmi Þulu á Landsmótinu keppa í gæðingakeppni og kappreiðum. Ögri keppir í 250 metra skeiði en hann hefur verið afar farsæll í þeirri grein og kemur annar inn á stöðulista á mótið. Knapi á Ögra er Árni Björn Pálsson. Þórmundur keppti í A­flokki gæðinga fyrir hestamannafélagið Hornfirðing en knapi á honum er Hlynur Guðmundsson. Hlynur og kærasta hans, Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir, hafa átt í góðu samstarfi við Pálma og þekkja afkvæmi Þulu vel. Bjarney sýndi m.a. Nælu fjögurra vetra á Landsmótinu á Hólum þar sem hún hlaut 9,0 fyrir skeið. „Þórmundur var ekki alveg heill í vetur þannig að þegar hann var sýndur í kynbótadóm í vor var hann kannski ekki alveg tilbúinn. Við enduðum á að fara með hann í A­flokk í gamni og stefnum síðan á að hann toppi í kynbótadómi á næsta ári á Fjórðungsmóti hér fyrir austan,“ segir hann en Þórmundur er einungis sex vetra og á því framtíðina fyrir sér. Barnabörn í unglingaflokki Marín frá Lækjarbrekku 2 er í unglingaflokki en knapi á henni er Ída Mekkín Hlynsdóttir, barnabarn Pálma. Marín hefur verið í folaldseign en Pálmi á nú orðið fjögur afkvæmi undan henni. Þegar hún hélt ekki í fyrrasumar ákvað hann að taka hann í þjálfun og leyfa síðan Ídu að spreyta sig á henni. „Við vorum búin að vera að leita að hrossi fyrir Ídu og þær Marín smellpössuðu saman. Af hverju ekki að nota hrossin sem maður veit að eru góð? Það er líka miklu skemmtilegra að vera með sitt eigið. Ég hef ákveðið að fara með hana í fósturvísaflutninga í sumar og leyfa stelpunni að hafa hana næsta vetur og stefna á Fjórðungsmót.“ Ída byrjaði að keppa fyrir tveimur árum en hefur alltaf haft mikinn áhuga á hestum. Hún bjó lengi í Danmörku og fór þar á reiðnámskeið og komst í tæri við íslenska hesta. „Ída er ofboðsleg dýrakona. Alveg sama hvað, hún er alltaf utan í dýrum. Hún er með rosa mikið jafnvægi og er svolítill indjáni á baki. Nú er hún komin á sitt fyrsta alvöru hross og þá sér maður hana líka blómstra.” Ída er ekki eina barnabarn því þær eru tvær í unglingaflokknum, Ída og Elín Ósk Óskarsdóttir. Elín keppir á hryssunni Ísafold frá Kirkjubæ. „Við vorum svo heppin að frétta af henni Ísafold í nóvember 2020. Geysilega viljug en samt alveg örugg hryssa. Mikið verk fyrir ungling að læra á. Hryssan kann allt svo stelpan þarf að kunna mikið. Mikill skóli fyrir hana að þjálfa hana. Ég hef síðan ákveðið að önnur sparimerin mín, Sara frá Lækjarbrekku 2, en hún fór í 8,52 fyrir hæfileika fjögurra vetra sýnd af Friðriki Reynissyni. Hún var að kasta núna og ætla ég að taka snemma undan henni í vetur og leyfa Elínu að ríða á henni og stefna með í keppni á Fjórðungsmót.“ Pálmi er greinilega allur af vilja gerður að aðstoða barnabörnin í hestamennsku sinni en stelpurnar hafa báðar verið duglegar að ríða út og þjálfa. Fleiri gæðingamæður Þula er ein af fjórum hryssum sem eiga flest afkvæmi á Landsmótinu en hinar eru þær Grjóska frá Dallandi, Prestfrú frá Húsatóftum og Snædís frá Selfossi. Grjóska á eitt afkvæmi í flokki 5 vetra stóðhesta, Guttorm frá Dallandi, og tvö í keppnishlutanum; Gnúp frá Dallandi og Konfúsíus frá Dallandi. Prestfrú á einnig tvö afkvæmi í keppnishlutanum, þær Silfru og Silfá, báðar frá Húsatóftum 2a og Silfurloga sem sýndur var í flokki 4 vetra stóðhesta. Afkvæmi Snædísar eru tvö í keppni, Kári frá Korpu og Kóngur frá Korpu, og ein hryssa í flokki 7 vetra og eldri hryssna Kná frá Korpu. /HF Það er Pálma mjög minnisstætt þegar Ída var mjög ung hvað hún var strax mikil dýrakona. Hún var fljót að læðast í burtu og fara innan um hrossin. Hér eru hún og Þula á góðri stundu. Mynd/Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.