Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 FRÉTTASKÝRING Nýjar leiðir verða farnar til að útrýma riðu á Íslandi en 126 gripir á Íslandi eru nú taldir vera með verndandi arfgerðir: Verkefnið fram undan mun felast í því að rækta upp þolinn stofn hratt og vel – Í gegnum tíðina hefur verið skorið niður vegna riðu á ríflega 620 bæjum Gera má ráð fyrir að riðusjúkdómur í sauðfé hafi verið landlæg plága í sauðfjárrækt á Íslandi í um 150 ár, í upphafi einungis á Norðurlandi. Fyrsta vísindalega staðfesta tilfellið um riðusmit er reyndar skráð á Keldum í Landnámshólfi árið 1957. Upp úr 1980 var vandamálið orðið svo alvarlegt að ákveðið var að ráðast í stórfelldan niðurskurð á ákveðnum svæðum, til að mynda í Skagafirði, Barðaströnd, Borgarfirði eystra og víðar. Niðurskurður hefur hingað til verið eina úrræðið til að hefta útbreiðslu riðusmita hér á landi – sem valdið hefur sauðfjárbændum ómældu tjóni og íslensku samfélagi; bæði fjárhagslegu og tilfinningalegu. Frá því að farið var að beita niðurskurði gegn riðu hafa ríflega 620 bæir þurft að fara í gegnum þann hreinsunareld. Á undanförnum misserum hafa glæðst vonir um að Íslendingar geti farið sömu leiðir og ýmsar aðrar Evrópuþjóðir leitast við – og notað verndandi arfgerðir gegn riðu til að útrýma á endanum þessum skæða sjúkdómi á Íslandi. Tilgáta um enskan hrút Tilgáta er um að sjúkdómurinn hafi borist til Íslands með enskum hrúti sem fluttur var að bænum Veðramóti í Skagafirði frá Danmörku árið 1878. Talið er að hann hafi grasserað á þessu svæði áður en hann breiddist út til annarra landshluta. Svonefnd ARR-arfgerð í sauðfé er eina viðurkennda verndandi arfgerðin í Evrópusambandinu (ESB) gegn riðu. Ef upp kemur riðusmit í hjörð, í landi þar sem innleiðing reglugerða ESB um viðbrögð við riðusmiti hefur að fullu átt sér stað, eru gripir með þessa arfgerð verndaðir. Reglur á Íslandi um viðbrögð við riðusmiti í sauðfé hafa í raun verið einfaldar og skýrar. Skera þarf niður allar hjarðir þar sem staðfest smit hefur fundist. Almennt séð tekur Ísland mið af þeim reglum sem gilda í Evrópusambandinu hvað varðar heilahrörnunarsjúkdóma í dýrum. Þar með talin er riðuveiki, en þó ekki þeim hluta reglugerðarinnar sem snýr að viðbrögðum við staðfestum tilfellum um riðuveiki. Fyrir þann hluta hefur Ísland haft undanþágu. Vel á þriðja þúsund fjár skorið niður árið 2020 Í kjölfar sex riðutilfella í Húna- og Skagahólfi og Tröllaskagahólfi á árinu 2020, þar sem skorið var niður samtals tæplega 2.600 fjár, er eins og áhrifafólk í fræðasamfélaginu og stjórnkerfinu hafi vaknað til meðvitundar um að leita þyrfti allra leiða til nýrrar nálgunar gagnvart vandamálinu. Til viðbótar tjóninu árið 2020 voru svo þrjú tilfelli staðfest um smit í Vatnsneshólfi og Húna- og Skagahólfi á síðasta ári, sem hafði þær afleiðingar að skorið var niður 2.400 fjár. Ljóst er að á hverjum tíma hafa yfirvöld dýrasjúkdóma á Íslandi unnið sína vinnu í góðri trú. Niðurskurður á hjörð, í kjölfar riðusmits þar innanborðs, skilaði á sumum landsvæðum mjög góðum árangri, en á öðrum ekki eins góðum, enda er smitefnið lífseigt í margvíslegu umhverfi. Leitað nýrra leiða Eyþór Einarsson, sauðfjár ræktar- ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir það ánægjulega staðreynd, að núna virðist nokkuð víðtækur samhljómur um að leita nýrra leiða. „Satt að segja vorum við að setja okkur í stellingar fyrir að sækja erfðaefnið með þessari ARR- arfgerð út fyrir landsteinana þarna á fyrri hluta síðasta árs, en síðan hefur margt breyst,“ segir Eyþór. „Eins og aðrir stóðum við hér hjá RML, sem höldum utan um ræktunarstarfið, í þeirri meiningu að arfgerðin væri ekki til hérna. Eftir að hafa ráðfært okkur við vísindafólk á Keldum og sérfræðinga hjá Matvælastofnun var það niðurstaðan að ef til vill þyrfti að flytja hana inn. Fyrst yrði hins vegar að leita af sér allan grun hér á landi, en fyrri leit sem farið hafði verið í þótti kannski ekki mjög ítarleg.“ Þessar bollaleggingar leiddu til þess að sett var af stað rannsóknarverkefni með það að markmiði að leita að ARR-arfgerðinni á Íslandi – og var samstarfsverkefni RML og Keldna. Síðar sama ár var annað verkefni af svipuðum meiði sett af stað, sem heitir Átaksverkefni í arfgerðarannsóknum, þar sem bændum er gefinn kostur á að láta greina arfgerðir sinna hjarða. Á svipuðum tíma og RML- teymið skoðar möguleikana á að finna og koma ARR-arfgerðinni inn í íslenskar sauðfjárhjarðir, var Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð, komin í samband við ítalska vísindamenn því rannsóknarskýrslur á Ítalíu hefðu sýnt fram á að önnur arfgerð (T137) hefði sannað sig sem verndandi á Ítalíu. Þessar rannsóknir bentu til að þessi arfgerðin væri jafn verndandi þótt hún væri ekki arfhrein. En ólíkt ARR, þá hafði T137 arfgerðin fundist hér á landi í 12 gripum í rannsóknum Keldna á tíunda áratugnum. Í kjölfarið stofnaði Karólína til fjölþjóðlegs rannsóknarhóps, með íslenskum og erlendum vísindamönnum innanborðs ásamt íslenskum bændum, sem hafði það að markmiði að leita að þessari arfgerð á Íslandi sem er talin vera verndandi. Eyþór segir að fljótlega hafi þessi verkefni nokkuð runnið saman, formlega séu þau rekin hvort í sínu lagi en mikil samvinna sé á milli. Staðfest að 128 gripir bera annaðhvort ARR eða T137 Fyrir síðasta fengitíma fundust tveir gripir með T137, svo fleiri eftir áramót á svipuðum tíma og nokkrir gripir með ARR-arfgerð fundust í fyrsta skipti – og nokkrir í viðbót síðar. Nú þegar búið er að mestu að greina arfgerðir frá síðasta sauðburði kemur í ljós að ARR hefur fundist í 14 fullorðnum gripum og 41 lambi, allt á Þernunesi í Reyðarfirði. En 36 fullorðnir gripir bera T137 og 37 lömb, í sex hjörðum. Eyþór segir að miðað við þessar forsendur sé útlit fyrir að sá efniviður sem sé til staðar, muni duga nokkuð vel til að hægt sé að hefja skipulega ræktun á stofnum sem eru verndaðir gegn smiti – sérstaklega ef T137 reynist virka hér á landi sem þurfi þó að sannreyna. Niðurstöður sýnatöku fram til þessa bendi til að sú arfgerð hafi verið nokkuð útbreidd hér áður fyrr. Verkefni innan RML sé í burðarliðnum þar sem eigi að ganga úr skugga um að T137 muni virka í ræktunarstarfinu fram undan, áður en kemur að fengitíma. Það gæti orðið Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is Niðurskurður frá 2010 Ár Fjöldi 2010 338 kindur 2015 1.008 kindur 2016 1.324 kindur 2017 103 kindur 2018 359 kindur 2019 375 kindur 2020 2.588 kindur og 53 geitur 2021 2.400 kindur Samtals 8.495 kindur og 53 geitur Yfirlitskort frá Matvælastofnun sem sýnir tíðni riðutilfella. Bláu punktarnir sýna tilfelli þar sem riða hefur ekki greinst í meira en 51 ár, græni liturinn stendur fyrir 26 til 50 ár frá síðasta tilfelli, á gulu punktunum eru átta til 25 ár frá síðasta smiti og rauðu punktarnir eru tilfelli sem hafa verið staðfest á síðustu sjö árum. Ærin Dropa og lambhrúturinn Svali frá Engihlíð standa hér þétt saman. Hann er annar tveggja T137-hrúta sem hafa fundist og eru mislitir. Mynd / Karólína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.