Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 LÍF&STARF Eins og kemur fram í kafla eftir Sigríði Sigurðardóttur í bókinni Íslenski hesturinn, varð söðla- smíði sérstök iðngrein um miðja 19. öld. Þangað til höfðu ýmsir hagleiksmenn unnið þá list en umbúnaður á hesta fór annars eftir því hvort átti að nýta þá til reiðar eða flutnings. Svokallaður reiðþófi var notaður langt fram eftir öldum, dýna úr ullarþæfu sem ýmist var notuð ein og sér eða undir söðul líkt og tíðkast enn í dag. Standsöðlar og sveifarsöðlar voru móðins hjá efnafólki og voru standsöðlarnir ríkjandi söðulgerð Íslendinga fram yfir 1600 og höfðu þeir háar bríkur í bak og fyrir. Á sautjándu öld breyttist orðið söðull í hnakk, en þá komust í umferð mun þægilegri söðlar með lægri bríkum. Árið 1865 birtist svo fyrsta auglýsing söðlasmiðs sem vitað er um, í fréttaritinu Þjóðólfi. Var hún svohljóðandi: „– Eg undirskrifaðr, sem hefi haft aðsetr í Höfnum og Keflavík um næsll. 17 ár og hefi haft þar söðlasmiði og öll verk er þar að lúta meðfram fyrir aðalatvinnu, er nú seztr hér að í Reykjavík, með leyfi hhUaðeigandi yfirvalda, og fel mig hér með öllum þeim hér í bænum og í nærsveitum sem þurfa eitthvað að Iáta smíða, eða láta gjöra af því, er heyrir til söðlasmíði, og skal það verða gjört bæði fljótt, vel og traustlega. Sumarlángt, fyrst um sinn, hefi eg aðsetr í stóru-vindmynlunni fyrir austan kaupstaðinn. Reykjavík í Júní 1865. Þórarinn Magnússon“ Söðlasmíði er því gamalt handverk og stór þáttur í menningu okkar. Listilega gerð ef vel er unnið og þeir finnast nokkrir söðlasmiðirnir sem kjósa fremur að vinna hvern og einn hnakkinn fyrir sig á meðan aðrir standa í fjöldaframleiðslu. Ofarlega í miðjum Mosfellsdalnum, á bænum Dalsbúi býr einn þeirra, Guðrún Helga Skowronski, sem margir ættu að kannast við sem söðulsmiðinn í Mosfellsdal. Handverkssaga Helgu „Ég var ein af þessum manneskjum sem fann mig ekki í menntaskóla,“ segir Helga, „fann ekki neistann á meðan hestamennskuna hef ég einhvern veginn alltaf haft í blóðinu. Reyndar er fjölskyldan mín ekkert hestafólk, heldur er ég skrattinn úr sauðarleggnum og stalst til þess rétt sautján ára að kaupa mér hest, hana Náttsól frá Kirkjuferju, en áður hafði ég eignast Glæsi frá Sólvöllum sem var keyptur fyrir fermingarpeningana og með samþykki foreldra minna. Fyrstu kynni mín af söðlasmíði urðu eiginlega í kjölfar þess. Ég fór semsé með vinkonu minni að skoða hross sem áttu að fara í sláturhús. Þorði ekki að segja neinum í fjölskyldunni frá þessari frábæru hugmynd en endaði á því að þar keypti ég lítið trippi, 129 cm á herðakambinn. Ég leigði á þeim tíma hesthúsapláss uppi í Víðidal og tróð henni þangað inn, en í sömu tröð hafði pláss maður sem í raun kveikti áhugann hjá mér á söðlasmíðinni. Sá heitir Jón, kallaður Jón söðli, einn fárra söðlasmiða Íslands. Trippið sleit tauminn og bauðst Jón til að sauma hann fyrir mig. Kom svo færandi hendi næsta dag með tauminn svo vel saumaðan að ekki sást hvar viðgerðin var. Þarna kviknaði á einhverju hjá mér. Ég hef alltaf verið handlagin og þessi iðn tengist mínu brjálaða áhugamáli – þannig að í C-tröð í Víðidal kviknaði neistinn fyrir söðlasmíði.“ Fyrstu skrefin tekin, nám og starf „Eftir menntaskólann sótti ég um söðlasmíðanám úti í Bretlandi og svo í búfræðideild Hólaskóla. Komst inn á báðum stöðum en valdi að fara fyrst í söðlasmíðina og fór því til London, í tveggja ára nám hjá Cordwainers College – alein auðvitað og án þess að vera búin að finna mér húsnæði. Ég komst þó lifandi út úr því og lærði alveg helling. Almenna söðlasmíði fyrsta árið en sérhæfði mig í hnökkum seinna árið. Útskriftarverkefnið mitt var svo íslenskur hnakkur með spöðum sem ég hannaði frá grunni ... virkið, löfin, undirdýnuna – allt hreinlega – enda rík af góðri reynslu sem sumarstarfsmaður Söðlasmiðsins í Nethyl. Þar var ég í starfsnámi bæði sumrin á meðan ég var í skólanum í London, en það fyrirtæki var þá stærst í sinni iðn á Íslandi og fjöldaframleiddi hnakka. Þar lærði ég öll handtök frá grunni, en fann að mig langaði ekki að vera í fjöldaframleiðslu heldur einhverju meira einstaklingsbundnu þar sem listrænt frelsi og sköpun hefði meira vægi. Ég fór eftir þetta á Hóla og tók búfræðinginn og frumtamningar enda hestamennskan mitt líf og yndi.“ Íslands Sleipnir hnakkar Hnakkar undir merkjum Íslands Sleipnir voru vel þekktir en segir Helga Valdimar Tryggvason, sem átti Söðlasmiðinn í Nethyl, hafa eftirlátið sér það merki auk lagersins er hann komst á efri ár. Núorðið er merkið þó nær fallið í gleymskunnar dá, fyrir utan þá sem muna eftir gömlu löngu spaðahnökkunum frá þeim. Þeir eru reyndar enn þann dag í dag í furðu góðu standi enda gerðir úr toppleðri. Þessir gömlu gripir eru samt best geymdir upp á vegg vegna þess að meðalhross í dag er með styttra bak og þeir passa því einfaldlega ekki. „Þá var hann búinn að loka sinni verksmiðju,“ heldur Helga áfram, „en hafði m.a. verið í sambandi við söðlasmíðameistara í Englandi, Steves Sturgess, og þangað fór ég í endurmenntun, í gegnum Valdimar. Þetta var fyrir um 13-14 árum síðan og var framvindan sú að ég opnaði loks mitt eigin söðlaverkstæði – því það sem alltaf hefur heillað mig er það að skapa. Að búa til eitthvað fallegt og nýtt, enda eru þeir hnakkar sem ég hef smíðað, eftir sérpöntun. Ég er ekki samkeppnishæf því það eru fáir sem engir eftir á Íslandi sem gera hnakka frá grunni, en þeir koma vanalega hingað til lands hálfsamsettir og sú vinnsla er öll önnur en það sem ég geri,“ segir Helga sem einnig vinnur við viðgerðir og viðhald á reiðtygjum. „Fólk kemur til mín með ýmsa hluti sem það langar að láta gera upp eða gera við. Fyrir skömmu voru það trússtöskur – örugglega 50 ára gamalt sett sem var fúið þannig ég gerði nýjar. Uppgerður kvensöðull er annað verkefni sem kom virkilega vel út og má sjá vinnslu mína á honum á Facebook-síðu minni undir nafninu Söðlasmiðurinn í Mosfellsdal. Þá tók ég gamlan söðul alveg í sundur og vann hvern hlut fyrir sig og endurgerði að nær öllu leyti. Gaman var að finna hálm sem mótunar- og mýkingarefni í sætinu en ég nota þess í stað það sem mig minnir að kallist blör og er innflutt frá Danmörku. Hvað varðar efnivið í góðan hnakk hefur rannsóknum og þróun á slíku fleytt fram stórvægilega síðastliðin ár, enda eru þeir dýrir og ættu alls ekki að vera gerðir úr óvönduðu efni. Í góðan hnakk þarf vandað og gott trévirki, leður og ull sem er sett í stoppið – þannig ég mæli alltaf með trévirki með ullarstoppi og gæðaleðri. Ég nota nautaleður sem ég kaupi frá Bretlandi, hef haldið mig við þá birgja síðan ég kynntist þeim fyrst, enda hafa Bretar ofboðslega sterka þekkingu og hefð er kemur að handverki söðlasmíðar og hvað reynist best er viðkemur efni.“ Þörf er á mismunandi trévirki hnakka „Áhugavert er svo, ef við förum út í niðurstöður rannsókna og þróunar, að vegna þess að mjaðmagrind kvenna og karla er ólík er upplifun þeirra á að sitja í hnakk ekki sú sama. Konur sem sitja í hnakk sem ekki er hannaður fyrir þær fá gjarnan verki í mjóbak og mjaðmir og óþægilegan þrýsting á grindarbein, en mjaðmagrind veldur því að þær halla frekar fram á við á meðan að það er auðveldara fyrir karla að sitja rétt í hnakk. Þannig nú hefur komið í ljós að mismunandi hnakka þarf fyrir kynin, enda mikilvægt að knapa líði vel í sæti. Að auki þarf að taka til greina líðan hestsins er kemur að hnakknum. Þegar ég var að byrja minn feril í þessu öllu saman var einungis verið að spá í að knapa liði vel. Hnakkar voru því margir hverjir ekki til þægindaauka fyrir hestinn. Talandi um það gerði ég stuttan hnakk sem ég hef notað sl. 6 mánuði, smíðaðan á aðra grind. Eins og sjá má er hann mun styttri en ella vegna þess að hryssan sem ég nota hann á hefur stutt bak. Og til þess að það myndist ekki þrýstipunktar aftast þar sem hún hefur ekki vöðva til að styðja við, þá þurfti ég styttri hnakk. Ég las mér aðeins til um slíka smíði áður ég hóf verkið – og þetta tókst – getur borið heila kellingu!“ Hnakkur er framtíðareign sem borgar sig að láta lagfæra Að kaupa hnakk kostar sitt en er framtíðareign. Með það í huga ætti fólk að gera meira af því að koma og fá viðgerð á því sem aflaga fer enda erum við þannig bæði að taka þátt í sjálfbærni, góðri nýtingu og minni neyslu sem kemur okkur öllum í hag, jarðarbúum. Ég er mjög hlynnt því að fólk líti í þá átt er viðkemur viðgerðum, enda var það sem kveikti neistann hjá mér í upphafi. Fólki kemur það á óvart að það borgar sig yfirleitt að gera við, ef leðrið er í góðu standi. Sérpantanir eru svo jákvæðar að því leyti, eins og komið hefur fram, að við erum ekki öll steypt í sama mót, hvorki knapar né hestar. Söðlasmiðurinn í Mosfellsdal: Mismunandi söðlar fyrir mannkynið – Þar sem listrænt frelsi og sköpun er númer eitt Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is Uppgerður söðull: Undir plussinu var ull, einhvers konar dýna og mölur! Inni í púðanum var hey. Virkið er strengt á hefðbundinn hátt, með borðum bæði langsum og þversum. Blör notað við sætisgerð. Strigi strengdur yfir og saumaður niður í gegnum borðann. Sú aðferð, að sauma niður sætið, kallast að „stinga“. Næst er það annað lag af hinu danska blöri, ullarefni þar ofan á, næst pluss og loks fullgerður. Síll, sem sést hér að ofan, notaður við gerð óla fyrir ístað – og kvarthnífur, að neðanverðu eru eftirlætis verkfæri Helgu og mikið notuð. Helga með hnakkinn stutta. Myndir / Facebook-Söðlasmiðurinn í Mosfellsdal og SP. Helga á gamla saumavél sem hún fékk að gjöf og var sú vél notuð sérstaklega við útsaum fyrri eiganda. Vélina þarf að stilla en Helga sér fyrir sér að hún væri upplögð við útsaum á hnökkum eins og þeim hér að ofanverðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.