Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Þau Ólöf Ósk Guðmundsdóttir og Hafþór Finnbogason fluttu í Miðdal og tóku við búrekstrinum af foreldrum Ólafar í júní 2020, en þar á undan bjuggu þau á Hvanneyri og störfuðu bæði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Býli: Miðdalur. Staðsett í sveit: Kjós. Ábúendur: Hafþór Finnbogason og Ólöf Ósk Guðmundsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum tvö börn, Agnesi Heiðu, 5 ára og Guðmund Ara, sem er alveg að verða 3 ára. Svo eru það kisurnar Prinsessa og Simbi og svo er nýjasti fjölskyldu- meðlimurinn hún Sítróna, hvolpurinn okkar! Stærð jarðar? 800 ha Gerð bús? Kúabú fyrst og fremst. Fjöldi búfjár og tegundir? 36 árskýr, 35 vetrarfóðraðar ær, 15 hross og 14 hænur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Allir dagar byrja og enda í fjósinu. Þess á milli eru öll hin verkefnin unnin, sem eru ólík eftir árstíma. Í maí tökum við líka á móti leikskóla- og skólahópum sem koma að skoða sveitina. Ólöf vinnur að hluta utan bús og keyrir suma daga á Hvanneyri til að kenna við LbhÍ. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er allt skemmtilegt þegar það gengur vel og að sama skapi leiðinlegast þegar eitthvað bilar eða brotnar og þarf að stoppa verkið til að gera við. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Hafþór vill fylla hesthúsið af nautum og reiðskemmuna af vélum, en hann fær það ekki í gegn … Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Áhersla á íslenskan uppruna og ferskleika. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smá afgangur af lambablóðsóttarlyfi … Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ef börnin eru spurð, er það grjónagrautur og slátur. Foreldrarnir eru enn þá hrifnari af lambasteik með miklu af heimaræktuðum, ofnsteiktum kartöflum. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar verknemarnir vöktu okkur síðasta sumar um miðja nótt því þær höfðu sjálfar vaknað við baul við svefnherbergisgluggann. Svo stukkum við öll út á náttfötunum að smala kúnum úr garðinum … MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Miðdalur Það er gaman að grilla en við lifum ekki á grillkjötinu einu saman eða fisknum eða hverju því sem grænmetisætur setja á grillið. Það þarf meðlæti. Kartöflur eru klassískar, hvort heldur sem þær eru í heilu lagi, annaðhvort innpakkaðar í álpappír eða skutlað berum á teinana. Hvort tveggja ljómandi gott. Líka hægt að búta kartöflur sem ekki eru of mjölkenndar, eins og t.d. rauðar eða primier, niður og annaðhvort vanda sig við að missa þær ekki í eldinn eða notast við pönnu eða grillgrind. En við erum ekki að fara að gera kartöflur og heldur ekki maískófla, sem líka eru ljómandi á grillið – enda erum við ekki að fara að grilla neitt í dag. Við ætlum að búa til hrásalat og það tvær tegundir. Annað er klassískt mæjónessalat sem hentar með nánast öllu í heiminum en hitt er ferskt og svo til þurrt salat. Frábært með fiski, svíni eða kjúklingi og er það allra besta sem hægt er að setja á taco. Byrjum á mæjónesunni áður en hún verður gul. Klassískt hrásalat Það sem þarf í þetta salat er hvítkál, laukur, edik, salt og smá sykur fyrir þá sem hann kjósa. Hægt að sleppa honum. Hlutföllin er einfalt að muna því í þetta salat fara 1 partur af hvítkáli, 1 partur af meðalstórum lauk og 1 partur af ediki. Í þessu tilfelli og flestum reyndar, þar sem hvítkálshausar eru stórir, dugir að nota ¼ kálhaus og þar af leiðandi ¼ af lauk og jú ¼ dl af ediki. Einar Jónsson, garðyrkjubóndi á Reykjabakka við Flúðir, sem er einn af þeim sem skaffar okkur Íslendingum ferskt hvítkál hvert sumar, segir að til þess að láta kálið endast lengur í ísskáp, ef ekki á að nota allan hausinn í einu, sé að plokka kálblöðin af eitt og eitt í einu og geyma svo óskorinn hausinn í ísskápnum. Þannig geymist hann von úr viti. Til að gera salatið er laukurinn saxaður smátt og settur út í edikið ásamt salti og sykri fyrir þá sem þola ekki edikið einsamalt. Laukurinn súrsast örlítið í vökvanum og missir laukstinginn fyrir vikið. Á meðan það gerist eru kálblöðin plokkuð af og skorin í þunnar ræmur. Því lengri og þynnri því flottara er salatið á borði. Hægt að rífa í rifjárni eða matvinnsluvél ef kunnáttunni með hníf er ábótavant eða þolinmæðin. Kálræmurnar fara í stóra skál ásamt laukjukkinu og mæjónesi blandað saman við. Kannski 2, 3 eða 4 matskeiðar til að byrja með og bæta frekar mæjó við þetta, ef það er of þurrt. Saltið mun svo draga vökva úr kálinu þannig að ef salatið er gert daginn áður en á að neyta þess getur myndast smá pollur í botninn sem gott er að hella af áður en það er borið fram. Salatið er best eins til tveggja daga gamalt en er líka ferskt og gott alveg eftir klukkutíma. Ferskt hrásalat Hér á landinu bláa er sem betur fer hægt að fá hvítkál allt árið um kring en við erum sérstaklega dekruð um mitt sumar þegar sumarkál kemur frá nokkrum grænmetisbændum. Það kál hentar alveg sérstaklega vel í þetta ferska hrásalat. Hefðbundið hvítkál hentar auðvitað líka vel. Alveg eins og í uppskriftinni að klassísku hrásalati, rífum við blöðin af kálhausnum frekar en að skera hann í báta. Nema von sé á 10–20 manns í mat. Skerið slatta af blöðum um ¼ af hvítkálshaus í þunnar ræmur, hálfan lauk líka. Skerum laukinn eins þunnt og skurðartæknin leyfir og svo eins og einn sæmilega sterkan eldpipar, t.d. jalapenjó. Því næst er uppáhaldskrukkan af súrum gúrkum tekin fram. Eftir smekk þarf að saxa 5-10 skífur smátt. Þeir sem ekki vilja súrar gúrkur geta notað pæklaðan jalapenjó í staðinn. Hrært saman í skál ásamt klípu af salti og slettu af safanum af gúrkunum. Ekki stórri slettu, þetta á að vera frekar þurrt. Þetta er svo geymt í að minnsta kosti klukkutíma, best yfir nótt. Súru gúrkurnar og saltið draga vökva úr lauknum og hvítkálinu sem mýkist og blandast allt í ferskt draumasalat. Rétt áður en salatið er borið fram er gott að kreista örlítið af ferskum límónusafa yfir. Það mun enginn hringja á lögguna þótt það sé notuð sítróna í staðinn fyrir límónuna. Hressilegt hrásalat Haraldur Jónasson haradlur@gmail.com Klassískt mæjónessalat. Þeir sem vilja endilega setja gulrót í hrásalatið sitt gera það en það verður hringt á lögguna ef notaður er ananas. Mynd / Hari ¼ hvítkálshaus ¼ meðalstór laukur ¼ dl edik 3-4 msk. mæjónes 1 tsk. salt 1 msk. sykur Klassískt hrásalat ¼ hvítkálshaus ½ meðalstór laukur 5-10 sneiðar af súrri gúrku Sletta af súrugúrkusafa 1 tsk. salt Kreista af límónusafa Ferskt hrásalat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.