Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Fimm sýni úr plöntuafurðum reyndust innihalda varnarefna- leifar yfir leyfilegum hámarks- gildum, samkvæmt nýútgefinni ársskýrslu Matvælastofnunar fyrir síðasta ár. Þrjú sýni innihéldu skordýraeitur yfir hámarki og sveppalyf var í of miklum mæli í tveimur sýnum, öll úr innfluttum vörum. Fyrir árið 2020 innihéldu sjö sýni of mikið af varnarefnaleifum – og sömuleiðis öll úr innfluttum vörum. Katrín Guðjónsdóttir, fagsviðs- stjóri neytendaverndar og fiskeldis hjá Matvælastofnun, segir að sýnatökur vegna varnarefnaleifa í matvælum úr plönturíkinu – þar með talið skordýraeitur, sveppalyf og illgresiseyðir – séu framkvæmdar árlega. Sýni séu tekin samkvæmt kröfum í reglugerðum úr bæði innfluttum og innlendum vörum. Í fyrra voru tekin 133 sýni af matvælum úr jurtaríkinu til greininga á varnarefnaleifum. Skordýraeitrið sem greindist yfir mörkum fannst í eggaldini frá Spáni og greipaldini frá Tyrklandi, en sveppalyf í melónu frá Hondúras og dilli frá Marokkó. Í skýringum Matvælastofnunar við niðurstöðurnar segir að ástæður varnarefnaleifa yfir hámarksgildum geti verið mismunandi. Þegar um innfluttar afurðir er að ræða sé ástæðan oft sú að stífari reglur eru um notkun varnarefna innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) en í landinu þar sem matvælin eru framleidd. Fyrir sum efni eru hærri leyfileg hámarksgildi í upprunalandinu og í sumum tilfellum er um að ræða efni sem er bannað að nota við ræktun á EES- svæðinu en ekki í upprunalandinu. Skimað fyrir 206 efnum „Hvað varðar varnarefnaleifar í plöntuafurðum þá er skimað fyrir 206 efnum í sýnum sem greind eru hjá Matís. Efnum sem skimað er fyrir hefur verið að fjölga gegnum árin. Í byrjun árs 2014 var skimað fyrir 61 efni, 188 efnum í lok 2017 og 206 síðustu ár. Það er á áætlun að fjölga efnum enn frekar, í áföngum, næstu ár,“ segir Katrín. Gerð sýnatökuáætlunar á landsvísu er í höndum Matvælastofnunar en Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga sér um sýnatökur og fylgir eftir niðurstöðum utan marka. Katrín segir einungis tvö innlend sýni hafi verið tekin í fyrra, en í sýnatökuáætlun Matvælastofnunar hafi verið gert ráð fyrir 20 innlendum sýnum. Sá fjöldi er talinn nægur miðað við fjölda innlendra framleiðenda og þá staðreynd að lítið sé notað af varnarefnum við ræktun hérlendis og oftast ekkert í ylrækt. Þetta séu kostnaðarsamar mælingar, hvert sýni kosti yfir 100 þúsund krónur og greiðist úr vasa viðkomandi bænda, framleiðanda og innflytjanda. Hún segist ekki geta skýrt hvers vegna heilbrigðiseftirlitssvæðin – sem eru alls níu – tóku ekki öll sýnin sem áætlunin gerði ráð fyrir. Vörum fargað eða þær innkallaðar Þegar efni greinast yfir hámarksgildi er málum fylgt eftir með stöðvun dreifingar ef varan er enn til og er framleiðanda eða innflutningsaðila gefinn kostur á að staðfesta niðurstöðu með nýju sýni. Þeim birgðum sem til eru er fargað ef niðurstaðan er staðfest. Ef varan er hugsanlega til á heimili neytenda og talin geta valdið þeim skaða, þá er hún innkölluð frá neytendum. Þegar um innflutta vöru er að ræða er fylgst með næstu sendingum frá sama aðila. Dreifingarbann er á þeim sendingum þar til niðurstöður berast. Sendingum er fargað ef niðurstöður sýna leifar yfir hámarksgildi. /smh FRÉTTIR LOFTFRÍ DEKK Smiðsbúð 10, 210 Garðabæ · s. 787 9933 vpallar.is · vpallar@vpallar.is Háþrýstidælur í mörgum stærðum Mælingar á varnarefnaleifum í matvælum: Fimm sýni innihéldu skordýraeitur og sveppalyf yfir leyfilegum hámarksgildum Sýni úr eggaldini, greipaldini, melónu og dilli reyndust vera með of hátt innihald skordýraeiturs og sveppalyfs. 70 ára þróun vélaútgerða – Stærstu jarðýtu landsins má finna í Þórustaðanámu Gamli og nýi tíminn mætast. Hérna má sjá langfeðgana Jón Ingileifsson og Jón Ingileifsson frá Svínavatni. Upphaf vélaútgerðar á Svínavatni má rekja til Ferguson eins og á myndinni, en nýjasta viðbótin í vélaflotann er stærsta jarðýta landsins, Liebherr PR776. Mynd /Sigurbjörg Ingvarsson Jón Ingileifsson hóf sinn verktaka- feril á Ferguson dráttarvél sem kom að Svínavatni fyrir 70 árum þegar hann var í kringum 15 ára aldur. Að sögn Ingileifs, sonar Jóns, var sú vél fyrsta vélknúna tækið sem kom að bænum, en fram að því var allt unnið með handafli. Fljótlega eftir að vélin kom byrjaði Jón að nýta hana í hin og þessi verkefni í sveitinni. Fyrst var keyptur á hana tætari og síðar ámoksturstæki. Tilkoma þessarar vélar var upphafið að því að Jón kæmi að vélaútgerð og námugreftri, en hann mokaði með henni steypumöl á vörubíla. Hann hefur starfað við vélavinnu alla sína tíð og fór Ingileifur sonur hans að vinna hjá honum þegar hann hafði aldur til og fór svo í vélaútgerð sjálfur. Núna 70 árum síðar er sonarsonur Jóns og nafni kominn í vélabransann með pabba sínum og afa. Fyrir skemmstu fjárfesti fyrirtæki Ingileifs í stærstu jarðýtu landsins sem hefur verið tekin í notkun í Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli. Af því tilefni var meðfylgjandi mynd tekin sem sýnir hvernig þróunin í vélaútgerðinni hefur verið á ekki skemmri tíma. Umrædd vél er af gerðinni Liebherr PR776 og er keypt í gegnum Rúkó vinnuvélar. Samkvæmt Kristófer S. Snæbjörnssyni, sölustjóra hjá Rúkó, er vélin 75 tonn, 786 hestöfl og ýtir tönnin 22 rúmmetrum. Kristófer vildi ekki að það kæmi fram nákvæmt verð á vélinni, en það er hægt að kaupa einbýlishús í úthverfi fyrir svipaða upphæð. /ÁL Fjárvís tekur á móti upplýsingum úr arfgerðagreiningum RML Hjá Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins (RML) er nú unnið að því að taka inn upplýsingar í skýrsluhaldskerfið Fjárvís úr stóra átaksverkefninu í arfgerðagreiningum sauðfjár. Unnið hefur verið að því síðustu mánuði að gera Fjárvís í stakk búið að taka á móti þessum upplýsingum og í lok júní voru fyrstu gögnin komin þar inn. Að sögn Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur, verkefnastjóra hjá RML, sem, ásamt Eyjólfi Ingva Bjarnasyni, stýrir aðlögunarferli Fjárvís, verður á næstu vikum unnið að því að koma öllum tækum upplýsingum inn í kerfið og svo verða niðurstöður aðgengilegar bændum jafnóðum og þær berast. Þar munu bændur hafa yfirlit um smitnæmi allra gripa gagnvart riðu, sem greindir hafa verið, og hægt að nýta þær inn í ræktunarstarfið. Mikilvægt að auðvelt sé að lesa úr upplýsingunum „Það er mikilvægt að upplýsingar um arfgerðir einstakra gripa séu settar fram á þann hátt að auðvelt sé að lesa úr þeim og í framhaldi vinna með þær í ræktunarstarfinu. Allar niðurstöður um arfgerðir í einstökum sætum verða auðvitað aðgengilegar í upplýsingum um hvern grip en hvað varðar framsetningu og leiðbeiningar um hvernig rétt er að vinna með einstakar arfgerðir hefur sú leið verið farin að auðkenna gripi með mismunandi litum flöggum eftir því hvaða arfgerð þeir greinast með. Hver litur af flaggi táknar þá ákveðið stig af næmi fyrir riðusmiti, hvað það þýðir og hvernig skynsamlegt er að vinna með viðkomandi einstaklinga í ræktunarstarfinu. Þegar arfgerðagreiningar hafa verið lesnar inn er hægt að nálgast niðurstöðurnar annars vegar í gripalista þar sem viðeigandi flögg birtast þá fyrir framan númer og nafn grips og hægt er að velja inn dálka sem sýna nánari upplýsingar um samsetta arfgerð og arfgerðir í hverju sæti fyrir sig. Einnig er kominn inn nýr flipi, „Arfgerðargreiningar (DNA), þar sem upplýsingar um greiningu sjást. Einnig hefur verið útbúin sýnaleit fyrir bændur sem er aðgengileg efst á forsíðunni. Þar er hægt að nálgast niðurstöður fyrir alla greinda gripi á búinu án þess að gripir sem ekki hafa greiningu séu að trufla,“ segir Gunnfríður. /smh Litamerkingar gripa með hliðsjón af arfgerðum eftir næmi fyrir riðusmiti, eins og þær birtast í gripalista í Fjárvís. Mynd / Skjáskot úr Fjárvís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.