Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 FRÉTTIR Ætla að vinna áburð úr fiskimykju: Landeldi í örum vexti – Samstarf milli nýstofnaðra Landeldissamtaka Íslands og Bændasamtakanna Nýlega stofnuðu þau fimm fyrirtæki sem stunda þauleldi fisks á landi samtökin Eldís, Landeldissamtök Íslands. Við stofnun samtakanna var jafnframt undirrituð viljayfirlýsing milli þeirra og Bændasamtaka Íslands þess efnis að sameiginlega muni þau vinna að framgangi á fullvinnslu lífræns úrgangs til áburðarframleiðslu. Rúnar Þór Þórarinsson, stjórnandi sjálfbærni og nýsköpunar hjá Landeldi hf., er stjórnarformaður hinna nýstofnuðu samtaka, Eldís, en auk Landeldis ehf. eiga Samherji, Geo Salmo, Matorka og ILFS í Vestmannaeyjum aðild að samtökunum. Áform um framleiðslu á 131.500 tonnum af landöldum laxi Rúnar segir umfang landeldis hér á landi vera í örum vexti. „Samherji rekur eldisstöð í Öxarfirði þar sem áherslan er á áframeldi á laxi og bleikju, en þar að auki rekur Samherji bleikjueldi á landi í Grindavík og við Vatnsleysuströnd. Fyrirtækið áformar enn fremur að stórauka framleiðsluna á laxi með uppbyggingu sinni á Reykjanesi, svonefndum Auðlindagarði. Áformar Samherji að auka þannig framleiðslu sína á landöldum laxi upp í 45.000 tonn á ári. Landeldi hf. hóf á árinu 2020 framkvæmdir á lóð sinni vestan við Þorlákshöfn, þar sem félagið hyggst ala lax á landi. Landeldi náði nýverið þeim áfanga að setja fyrstu laxaseiði í fulleldisker á staðnum, og þar eru nú um 370.000 laxar allt upp í 1400 grömm að þyngd. Að auki er Landeldi með 1,4 milljón seiða í seiðastöð sinni í Öxnalæk við Hveragerði. Landeldi hyggst ala 33.500 tonn af laxi á ári þegar fullri framleiðslu er náð í landeldisstöð sinni við Laxabraut í Þorlákshöfn. Við hlið þeirrar stöðvar mun rísa landeldisstöð Geo Salmo, þar sem áform eru uppi um að ala 24.000 tonn af laxi á ársgrundvelli. Enn fremur eru Icelandic Land Farmed Salmon með landeldisstöð í Vestmannaeyjum í smíðum og hyggjast þar ala 9.000 tonn af laxi á ári. Jafnframt má nefna Fiskeldi Ölfuss, sem eru í leyfisferli en hafa tryggt sér landsvæði við Þorlákshöfn og stefna á 20.000 tonna ársframleiðslu af laxi. Saman tekið eru því 131.500 tonn af landöldum laxi á ársgrundvelli við sjóndeildarhringinn hjá þessum fimm landeldisfélögum. Langmest eru uppbyggingaráformin hvað landeldi varðar á Suðurlandi og Reykjanesi,“ segir Rúnar og bætir við að til samanburðar hafi heildarmagn þess lax sem slátrað var úr sjókvíum við Ísland árið 2021 verið alls 44.500 tonn. Nam útflutningsverðmæti þessa rúmum 20 milljörðum króna á síðasta ári. „Meðal þeirra landeldisfélaga sem rækta annað en lax er Matorka, einn stofnaðila Eldís, ræktaraðili regnbogasilungs við Grindavík sem hyggjur á stækkun og eflingu eldisins. Klausturbleikja er einnig gróið fyrirtæki sem hefur verið lengi að og svo eru smærri en afar spennandi vaxtarbroddar í dýrmætu landeldi eins og Sæbýli sem elur sæeyru og Hið íslenska styrjufélag,“ segir Rúnar. Tillögum spretthóps fundinn farvegur Með viljayfirlýsingu og samstarfi Eldís og BÍ er stefnt að því að fá hagaðila að verkefninu, greina fýsileika þess að fullvinna lífrænan úrgang til áburðarframleiðslu, sækja um styrki og þróa umgjörð og tæknilausnir. „Lífrænn úrgangur og hliðarafurðir eru orðnar enn mikilvægari auðlindir en áður til áburðarnotkunar í ljósi mikilla hækkana á innfluttum, tilbúnum áburði. Hlutverk BÍ og Eldís næstu mánuði verður að vinna að sameiginlegri umsókn í samkeppnissjóði á sviði loftslags- og umhverfismála á grundvelli þeirrar hugmyndafræði að með innlendri endurnýtingu á lífrænum efnum sem falla til við landbúnað og landeldi sé hægt að framleiða áburð sem mætir þörfum innanlandsmarkaðar og þannig stuðla að aukinni sjálfbærni í íslenskum landbúnaði,“ segir í sameiginlegri tilkynningu félaganna. Með samstarfsverkefninu sé hafin ein af þeim framtíðaraðgerðum sem lögð var til í spretthópi matvælaráðherra. Unnið að heimtingu fiskimykju Seiðeldisstöð Landeldis hf. að Öxnalæk hefur verið endurnýjuð með endurheimt fiskimykju í huga. „Heimtur hráefnisins hefjast þar, í réttu flæðimagni úr tankinum í réttar tromlur. Þetta er þekkt og eðlileg leið og mikilvægt að gera hana rétt, en Landeldi hefur hannað fjölda aukaaðferða til að auka söfnunina frá kari til tromlu. Landeldi hefur tekið næstu skref og skrifað undir samning við norska fyrirtækið Blue Ocean Technology um að smíða og byggja fyrsta hluta áframvinnslustöðvar sem forvinnur hráefnið enn frekar áður en það fer í áburðarvinnsluna,“ segir Rúnar, en fræðslugrein hans um landeldi má lesa í blaðinu. /ghp Fulleldisstöð Landeldis hf., sem nú er í smíðum vestan við Þorlákshöfn, en þar hyggst fyrirtækið ala 33.500 tonn af laxi á ári þegar fullri framleiðslu er náð. Mynd/ Landeldi hf. Jarðræktarstyrkir: Greitt verður 65% álag Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir fyrir jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna yfir­ standandi ræktunarárs. Að þessu sinni geta bændur sótt um sérstakar álagsgreiðslur, í samræmi við ákvörðun mat- vælaráðherra um aðgerðir til bjargar íslenskri frumframleiðslu matvæla vegna versnandi rekstrar skilyrða af ytri orsökum. Á jarð- ræktarstyrki og landgreiðslur á árinu verður greitt 65 prósenta álag. Umsóknarfrestur er til mánu- dagsins 3. október og skal um- sóknum skilað í gegnum Afurð (afurd.is). Samkvæmt tilkynningu úr matvælaráðuneytinu er mikilvægt að umsóknir berist tímanlega svo hægt sé að greiða út álagsgreiðslur í byrjun október á þessu ári. Ræktun til manneldis og fóðuröflunar Styrkhæf jarðrækt er til að mynda ræktun á grasi, korntegundum til dýrafóðurs og manneldis, ræktun olíujurta og ræktun grænfóðurs til beitar og uppskeru á því ári sem uppskorið er. „Beit búpenings telst vera uppskera og nýting kornhálms og annarra jurta til uppræktunar jarðvegs í útiræktun grænmetis telst styrkhæf. Ræktun vetraryrkja sem sáð er um mitt sumar og endurræktun túna er tekin út á ræktunarári. Ekki telst styrkhæf ræktun ef kornrækt er eingöngu ætluð til að draga að gæsir til skotveiði, nema ef kornhálmur er sannarlega hirtur eða plægður niður. Önnur ræktun sem ekki er nytjuð til búskapar, þar með talin sáning í golfvelli, tjaldstæði o.s.frv. er ekki styrkhæf,“ segir í tilkynningunni. Landgreiðslur á ræktað land sem er uppskorið Landgreiðslur eiga við um ræktað land sem uppskorið er til fóðuröflunar og framleiðanda er heimilt að nýta. Framlög eru ekki greidd út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Þegar uppskorinn er hluti lands, sem sækja á um styrk út á, skal skrá sérstaklega þann fjölda hektara sem er uppskorinn. Fram kemur í tilkynningunni að þar sem úttekt umsókna verður ekki lokið fyrr en 15. nóvember 2022 verði álagsgreiðslur greiddar með fyrirvara um að standast úttekt. Tekið verður á misræmi milli umsókna og úttekta sem kann að koma upp við greiðslu á árlegum jarðræktarstyrkjum og landgreiðslum í byrjun desember 2022. /smh Á jarðræktarstyrki og landgreiðslur á árinu verður greitt 65 prósenta álag, vegna versnandi rekstrarskilyrða frumframleiðenda í matvælaframleiðslu. Rúnar Þór Þórarinsson. Laxar í landeldiskeri. Mynd / Landeldi hf. Galli reyndist ekki gallagripur - Mannleg mistök á tilraunastofu Greint var frá því hér í blaðinu í lok maí síðastliðnum að hrúturinn Galli (20­875) frá Hesti væri meintur gallagripur, þar sem talið var að hann væri með áhættuarfgerð fyrir riðusmiti. Nú hefur hins vegar komið á daginn, að vegna þess að ruglingur varð á sýnum er raunin sú að Galli er ekki með þessa áhættuarfgerð, heldur hlut- lausa arfgerð. Þetta kemur fram í aðsendri grein Eyþórs Einarssonar, sauð fjárræktar- ráðunautar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, á blaðsíðu 46. Galli kom nýr inn á sæðingastöð í desember og var einmitt upphaflega tekinn inn á sæðingastöð á þeim forsendum að hann hefði hlut- lausa arfgerð. Því var um falsfrétt að ræða í maí, en Eyþór segir að þetta hafi komið fram þegar nokkrir sæðingahrútar voru endurgreindir til að fá ýtarlegri niðurstöður um arfgerðir þeirra. Tíðindin í maí þóttu mjög slæm, enda var þá búist við að um helmingur þeirra afkvæma sem myndu fæðast undan Galla bæru áhættuarfgerðina. Eyþór harmar að rangar upp- lýsingar hafi verið settar fram en um mannleg mistök hafi átt sér stað á tilraunastofu og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar. Ánægjulegt sé að Galli geti haldið áfram veru sinni á sæðingastöð þar sem ýmsar ábendingar hafi heyrst af fallegum lömbum undan honum í vor. /smh Tíðindin í maí þóttu mjög slæm, enda var þá búist við að um helmingur afkvæma Galla bæru áhættuarfgerð fyrir riðusmiti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.