Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Öflug naut til notkunar úr 2017 árgangi Nýtt kynbótamat var keyrt núna í júní og að þessu sinni var stóra breytingin sú að tekin var í notkun ný spenaeinkunn. Gerð var grein fyrir breytingum á henni í síðasta blaði. Þegar gerðar eru slíkar grundvallarbreytingar verða eðlilega þó nokkrar breytingar á heildareinkunn nautanna þar sem spenaeinkunn vegur 10%. Nýja spenaeinkunnin hampar þeim nautum sem gefa hæfilega spena hvað lengd og þykkt varðar betur eldri einkunn. Fagráð ákvað í kjölfar þessa að gera breytingar á reyndum nautum í notkun. Ákveðið var að taka Steinar 15042 og Knött 16006 úr notkun en þeir tóku litlum sem engum breytingum en höfðu verið lengi í dreifingu. Þeir voru því að segja má fullnotaðir. Flýtir 17016 fer úr dreifingu en hann lækkaði um eitt stig og áhugi á honum var lítill. Þá lækkaði Stæll 17022 um fimm stig og hverfur því af stóra sviðinu. Í stað þessara nauta koma fjögur ný naut, öll fædd 2017. Þetta eru öflug og lofandi naut með dreifðu faðerni. Hér verður gerð nánari grein fyrir þeim en einnig er bent á nautaskra.is. Þróttur 17023 er frá Ósi í Hvalfjarðarsveit undan Kletti 08030 og Grunnfríði 528 Þrælsdóttur 09068. Dætur Þróttar eru miklar mjólkurkýr en verðefnahlutföll í mjólk eru lág. Aðaleinkenni er að þær eru fremur stórar, boldjúpar og útlögumiklar áamt því að mjaltir eru frekar góðar og skap gott. Heildareinkunn 106. Búkki 17031 er frá Lundi í Lundarreykjadal undan Dropa 10077 og Sölku 266 Boltadóttur 09021. Það sem helst einkennir dætur Búkka er að þetta eru stórar, skapgóðar og háfættar kýr með úrvalsgóða júgurgerð, netta spena og há verðefni í mjólk. Heildareinkunn 111. Ós 17034 er frá Espihóli í Eyjafirði undan Úlla 10089 og 921 Kambsdóttur 06022. Helstu einkenni dætra Óss eru mikil mjólkurlagni, lág hlutföll verð- efna í mjólk, úrvalsgóð júgurgerð, góðar mjaltir og gott skap. Heildareinkunn 113. Títan 17036 er frá Káranesi í Kjós undan Úranusi 10081 og Súru 651 Dynjandadóttur 06024. Sterkustu einkenni Títansdætra eru góð júgur- og spenagerð og frábærar mjaltir. Þá eru þetta mjög vinsælar kýr. Heildareinkunn 111. Þau naut sem áfram verða í dreifingu eru: • Mikki 15043 sem lækkar um eitt stig og stendur nú með 111 í heildareinkunn. • Tanni 15065 lækkar um þrjú stig en stendur eftir sem áður mjög sterkt, heildareinkunn 113. • Bikar 16008 lækkar um tvö stig og er með góða heildareinkunn upp á 111. • Jarfi 16016 lækkar um þrjú stig en stendur mjög vel áfram, heildareinkunn 113. • Skírnir 16018 hækkar um eitt stig og er með heildareinkunn upp á 108. • Róður 16019 lækkar um eitt stig og stendur í heildareinkunn upp á 107. • Kári 16026 styrkir sína stöðu, hækkar um tvö stig fer upp í heildareinkunn 198. • Jónki 16036 hækkar um eitt stig og stendur nú með heildareinkunn upp á 110. • Herkir 16069 hækkar um þrjú stig og heildareinkunn er nú 110. • Kopar 17014 stendur í stað og heldareinkunn óbreytt upp á 106. • Jötunn 17026 hækkar um eitt stig og heildareinkunn nú 111. Nautsfeðralistinn tekur breyt- ingum. Þannig falla Mikki 15043, Tanni 15065, Róður 16019 og Jónki 16036 af þeim lista en þó verða áfram keyptir kálfar undan þeim. Nýir inn á nautsfeðralistann koma Jötunn 17026, Búkki 17031, Ós 17034 og Títan 17036 auk þess sem Bikar 16008 og Jarfi 16016 verða áfram nautsfeður. Áfram er óskað eftir því að kýr á nautsmæðraskrá (með rautt flagg í Huppu) og efnilegar kvígur (með grænt flagg í Huppu) verði sæddar með einhverju ofantalinna nauta. Þær breytingar sem gerðar voru á kynbótamatinu núna með nýrri spenaeinkunn eru liður í uppfærslu og nútímavæðingu kynbótamatsins. Stærsta breytingin á þeim vettvangi er handan hornsins en stefnan er að í haust verði tekið í notkun erfðamat og í kjölfarið verður kynbótaskipulaginu gjörbreytt þegar erfðamengisúrval kemur að fullu til framkvæmda. Sú vísa verður sjaldan of oft kveðin að hið sameiginlega ræktunarstarf byggir á virkri þátttöku sem flestra, helst allra. Aðeins þannig næst árangur sem unað verður við. Á komandi misserum og árum verður ein af þungamiðjum ræktunarstarfsins sýnataka úr kvígum en arfgerðar- greining sem flestra gripa er undirstaða þess að nægilegt öryggi náist á erfðamatið. Það er því gríðarlega mikilvægt að allir bændur taki þátt. Ég beini því þeim tilmælum til þeirra sem ekki hafa pantað DNA- merki að gera slíkt hið fyrsta og hefja sýnatöku úr kvígum. Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt hjá RML mundi@rml.is Þróttur 17023 er frá Ósi í Hvalfjarðarsveit. Búkki 17031 er frá Lundi í Lundarreykjadal. Ós 17034 er frá Espihóli í Eyjafirði. Títan 17036 er frá Káranesi í Kjós. Á FAGLEGUM NÓTUM Það er allavega eitt sem sæðinga- stöðvahrúturinn Galli frá Hesti á sameiginlegt með kindunum í Botnum í Meðallandi. Það er að rangar DNA niðurstöður hafa komið þeim í fréttir. Galli frá Hesti sem upphaflega var tekinn inn á sæðingastöð á þeim forsendum að hann hefði hlutlausa arfgerð hlaut þann dóm í vetur að hann væri með áhættuarfgerð. Kom það fram þegar nokkrir sæðingahrútar voru endurgreindir til að fá ýtarlegri niðurstöður um arfgerðir þeirra. Nú hefur komið í ljós að hrúturinn er sannarlega hlutlaus og því enginn gallagripur líkt og um tíma var talið. Varðandi kindurnar í Botnum, þá leit út fyrir að þar hefðu fundist þrír gripir með arfgerðina T137. Hinsvegar eftir endurteknar sýnatökur þar á bæ fannst aldrei neitt meira af þessari arfgerð. Skýringin reyndist sú að upplýsingarnar um þessar þrjár kindur sem upphaflega voru greindar með T137 voru rangar. Í báðum tilfellum verða mannleg mistök á tilraunastofunum þar sem sýnin eru greind þess valdandi að rangar niðurstöður eru gefnar upp fyrir þessa gripi. Nú kann einhver að spyrja – hversu áreiðanlegar eru þessar DNA niðurstöður? Því má til svara að mannleg mistök geta alltaf átt sér stað og þetta ferli sem saman stendur af sýnatöku, skráningum, greiningu og útgáfu niðurstaðna er ekki yfir það hafið að eitthvað geti farið úrskeiðis. Mjög litlar líkur eru á því að greiningin sjálf klikki. í því samhengi má nefna að DNA greiningar hafa um margra ára skeið verið notaðar bæði í hrossarækt og nautgriparækt til að staðfesta ætterni gripa með góðum árangri. Með þeim endurbótum sem nú er verið að gera á skýrsluhaldsforritinu Fjárvísi verður mjög aðgengilegt að skoða arfgerðir m.t.t. ættartengsla og ætlunin er að Fjárvís geri jafnframt athugasemd ef arfgerðargreining foreldris og afkvæmis stemma ekki saman. Í þessum gríðarlega umfangsmiklu arfgerðargreiningum sem verið er að framkvæma í sauðfjárræktinni mátti búast við að einhverjar villur kæmu fram en enn sem komið er virðast þær mjög sjaldgæfar. Hér með er það harmað að rangar upplýsingar hafi verið settar fram og hlutaðeigendur beðnir velvirðingar. Það er synd að T137 hafi ekki fundist í Botnum en sannarlega ánægulegt að Galli geti haldið áfram veru sinni á sæðingastöð þar sem ýmsar ábendingar hafa heyrst af fallegum lömbum undan honum í vor. Eyþór Einarsson ráðunautur búfjárræktar- og þjónustusviðs ee@rml.is Falsfréttir af Galla frá Hesti og fénu í BotnumOG VINNUM ÚR ÞEIM LAUSNIR TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.