Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 FRÉTTIR www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000 kr. 25% afsláttur BREKKA 34 - 9 fm Tilboðsverð 489.000 kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Afkoma nautakjötsframleiðenda: Laun undir lágmarksviðmiðum Út frá skýrslu Ráðgjafar miðstöðvar landbúnaðarins (RML) um afkomu nauta kjötsframleiðenda má sjá að bændurnir, sem ljáðu skýrsluhöfundum innsýn í starfsemi sína, reiknuðu sér að meðaltali um 220.000 krónur í mánaðarlaun fyrir vinnu sína í nautakjötsframleiðslunni. Það má sjá með því að rýna í liðinn laun og launatengdar greiðslur en hann er um 3,15 milljónir á ársgrundvelli, eða 260.000 kr. á mánuði. „Bersýnilega duga þessi laun ekki til og nautakjötsframleiðendur geta ekki haldið áfram að greiða með framleiðslunni líkt og þeir hafa gert síðustu ár,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður búgreinadeildar kúabænda, NautBÍ. „Í skýrslunni er tekið undir það sem við hjá BÍ höfum verið að benda á; að undandarin ár hafa íslenskir nautakjötsframleiðendur verið að gera betur, jákvæð þróun er í vaxtarhraða, fallþunga og flokkun íslensks nautakjöts. Þannig hafa bændur náð fram hagræðingu í sínum rekstri með að skila þyngri og betri gripum. Svigrúmið til frekari hagræðingar virðist þó vera takmarkað. Það sjáum við kannski einna best á því að laun og launatengd gjöld hafa lækkað um rúmar 15.000 krónur á hvern sláturgrip frá 2017-2021. Með þyngri gripum er eðlilegt að kostnaður á hvern grip lækki en þessi lækkun launa er þó umfram þá þyngdaraukningu sem hefur orðið á gripunum. Við getum því með sanni sagt að bændur séu farnir að taka á sig talsverðar launalækkanir.“ Hækkun afurðaverðs nauðsynlegt Hún segir sárt að horfa upp á launaskerðingu á sama tíma og laun í landinu hafi almennt verið á uppleið. „Vert er að benda á að á sama tímabili, skv. Hagstofu Íslands, hækkaði launavísitalan um 176,7 stig,“ segir Herdís Magna. Hún bendir á að skýrsla RML styðji málflutning nautgripabænda síðustu misseri. „Rétt eins og skýrslan segir hafa afurðaverðslækkanir síðustu ára komið afar illa við greinina ásamt auknum innflutningi. Skýrsluhöfundar segja að hækkun á afurðaverði sé nauðsynleg ásamt því að ná jafnvægi á markaðnum. Við bændur þurfum svo auðvitað að halda áfram að leita allra leiða til frekari hagræðingar,“ segir Herdís Magna. Hún hvetur fleiri bændur til að taka þátt í rekstrarverkefnum RML svo hægt sé að fá víð- tækar og nákvæmar niðurstöður slíkra greininga. „Það er okkur afar mikilvægt til að geta tekið púlsinn á stöðu nautgriparæktarinnar og í allri hagsmunagæslu BÍ.“ /ghp Sláturfélag Vopnfirðinga boðaði umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda í nýrri verðskrá sem þeir gáfu út í byrjun síðustu viku. Samkvæmt útreikningum BÍ hækkar reiknað meðalverð dilkakjöts um 31,4% milli ára sé miðað við lokaverð haustið 2021 (34,4% miðað við upphafsverð). Reiknað meðalverð dilkakjöts hækkar um 173 kr/kg milli ára. Skúli Þórðarson, framkvæmda- stjóri Sláturfélags Vopnfirðinga, sagði að stjórn félagsins hafi talið sig knúna til að bregðast við rekstrarvanda sauðfjárbænda. „Stjórn félagsins ákvað að hækka verðið þannig að sauðfjárbændur yrðu ekki fyrir launalækkun.“ Sláturfélag Vopnfirðinga er meðal minnstu sláturleyfishafa landsins og voru með innan við 10% framleiðslunnar í fyrra. Áður hafði Sláturfélag Suðurlands gefið út verðskrá fyrir komandi haust. Samkvæmt útreikningum BÍ hækkar reiknað meðalverð dilkakjöts um 18,7% milli ára sé miðað við lokaverð haustið 2021 (24,2% sé miðað við upphafsverð). Reiknað meðalverð dilkakjöts hækkar um 104 kr/kg. Aðrar afurðastöðvar hafa enn ekki gefið út afurðaverðið fyrir árið 2022 en Kjarnafæði Norðlenska gaf það út í febrúar að þeirra afurðaverð myndi hækka að lágmarki um 10%. Vonar að aðrir fylgi í kjölfarið Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda, sagði það sérstakt fagnaðarefni að verð sé að koma fram svo tímanlega. „Þetta er skref í rétta átt og í fljótu bragði sýnist mér að með viðbótarstuðningi ríkisins og verðhækkunum Sláturfélags Vopnfirðinga þá séum við að halda sjó milli ára. Við vonum að aðrar afurðastöðvar fylgi í kjölfarið.“ Sjö sláturhús fyrir sauðfé kringum landið, rekin af fimm fyrirtækjum. Þrjú þeirra hafa ekki gefið upp afurðaverð sín fyrir haustið. Ágúst Andrésson hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, sem rekur kjötafurðastöðina á Sauðárkróki, og sláturhúsið KVH á Hvammstanga sagði að von væri á verðskrá frá fyrirtækinu. Björn Víkingur Björnsson hjá Fjallalambi sagði að á Kópaskeri hefðu menn engar ákvarðanir tekið og engin svör fengust frá Kjarnafæði Norðlenska. Inntur eftir frekari hækkunum í kjölfar tilkynningar Sláturfélags Vopnfirðinga sagði Steinþór Skúlason, forstjóri SS, að þeir muni bíða eftir að fyrir liggi verðlagning allra afurðastöðva. /ghp Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda vonar að aðrar afurðastöðvar fylgi í kjölfar á boðuðum verðhækkunum Sláturfélags Vopnfirðinga. Mynd / ghp Lítið um svör eftir verulegar afurðaverðshækkanir Vopnfirðinga: Beðið eftir viðbrögðum Herdís Magna Gunnarsdóttir. Vinnuhópur gerir aðgerðaráætlun: Styrkja á stoðir kornræktar Efling innlends kornmarkaðar er viðfangsefni vinnuhóps sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur skipað í kjölfar funda með sérfræðingum á sviði kornræktar við Landbúnaðarháskólann. Hópnum er ætlað að vinna drög að aðgerðaráætlun en meðal verkþátta er að skilgreina nauðsynlega uppbyggingu á sviði kynbóta, bútækni og aðlögun stuðningskerfa í takt við það sem þekkist erlendis. Fýsileiki innlends kornsamlags verður kannaður og skilgreindar þarfir á lágmarksbirgðum kornvöru í landinu. Í því samhengi mun hópurinn kynna sér starfsemi, kerfi og eignarhald kornsamlaga á Norðurlöndum. Að auki verður skoðuð starfsemi innlendra samlaga í innlendum landbúnaðargreinum. „Staðsetning væntanlegs samlags auk þurrkstöðva og korngeymslna er mikilvæg og því verður lögð áhersla á að finna sem hentugasta staðsetningu. Þar spilar inn í nálægð við framleiðendur, markaði, nýtingu jarðvarma o.fl. Kannað verður hvernig og hvort sé hægt að nýta fyrirliggjandi innviði sem best í þessu samhengi, s.s. þurrkstöðvar og minni geymslur sem eru nú þegar í rekstri. Hópurinn mun leggja til aðgerðir til að bregðast við árum þar sem uppskera á korni er rýr með það að markmiði að vernda bæði bændur og kaupendur og lágmarka fjárhagslegt tjón,“ segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Vinna þessi er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur en þar segir að unnin verði aðgerðaáætlun um eflingu kornræktar. Verkefnið er einnig í takt við það sem fram kemur í skýrslu spretthóps vegna stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi en þar er lagt til að sett verði stóraukinn kraftur í að efla innlenda kornrækt til manneldis, fóðrunar og fóðurgerðar. „Ríkið bjóði fram stuðning til fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum, svo sem til svæðis- bundinna söfnunar- og korn- þurrkunar stöðva, stuðli að því að einhvers konar áhættudreifingar- eða tryggingakerfi gegn uppskeru- bresti komist á fót og tryggi nægan stuðning við ræktun á hvern hektara til þess að fleiri sjái sér fært að hefja kornrækt og eigi möguleika á markaðsfærslu framleiðslunnar,“ segir í tillögum spretthóps að aðgerðum til lengri tíma. Landbúnaðarháskólinn stýrir verkefninu en Egill Gautason, Helgi E. Þorvaldsson, Hrannar S. Hilmarsson og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor mynda starfshópinn af hálfu skólans en matvælaráðherra lagði til rúmlega 17 milljónir króna í verkefnið. Vinnuhópurinn hefur störf í ágúst árið 2022 og stefnt er að henni ljúki í mars 2023. /ghp Möguleg stofnun kornsamlags Einn stærsti liður verkefnisins snýr að mögulegri stofnun kornsamlags. Helgi E. Þorvaldsson, brautarstjóri og aðjúnkt hjá LbhÍ, fer fyrir vinnuhópnum. Hann lýsir ákveðinni brotalöm í kornrækt á Íslandi í dag. „Ef þú ert bóndi sem átt 10 hektara og vilt nýta hann til kornræktar, þá er hér engin afurðastöð sem tekur við korni. Slíkt fyrirkomulag þekkist víða erlendis. Því er eitt af okkar verkefnum að kynna okkur starfsemi kornsamlaga og meta fýsileika þess að stofna slíkt hér. Ef allt fer að óskum munum við skila af okkur tillögum að hentugri staðsetningu, ákjósanlegri starfsemi og æskilegu viðskiptamódeli,“ segir hann. Því muni hópurinn kalla til sérfræðinga á sviði viðskipta og verkfræði sér til stuðnings. Helgi E. Þorvaldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.