Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 KORNHORN Hafrar (Avena sativa), einnig nefnd akurhafri, voru mikið ræktaðir í heiminum sem hestafóður á öldum áður en umfang ræktunarinnar minnkaði og aðeins brot af því sem hún var fyrir tilkomu bíla og véla. Hafrar eru korntegund sem er kröfuhörð en óvandlát í senn. Til þess að uppskera hafra af háum gæðum til manneldis þurfa þeir að þroskast vel og lengi en hafrar þrífast vel í rýrum og ófrjósömum jarðvegi og við lægri áburarskammta en aðrar korntegundir. Niðurstöður rannsókna í Noregi hafa sýnt að hafrar geta tekið upp fastbundinn fosfór. Því geta hafrar aukið áburðarnýtni og henta því vel í sáðskipti, einnig þar sem blaðsjúkdómar í byggi herja ekki á hafra og því er sjúkdómshring- rásin rofin með því að rækta hafra á eftir byggi. Hafrar eru taldir eiga uppruna sinn sem illgresi í byggökrum og eiga sér styttri ræktunarsögu en aðrar korntegundir. Sterkjuhlutfallið er lægra í höfrum en byggi en hafrar bæta orkuinnihaldið upp með háu fituinnihaldi. Hafrar eru feitasta kornið en fituhlutfallið í korninu er á bilinu 6-8% hérlendis og getur verið hærra. Fitan er ekki æskileg fjórmagadýrum en þó er þetta ekki yfirdrifið magn, og vísbendingar eru um að fita í fóðri nautgripa dragi úr metanlosun. Fitan er holl mannfólki en að auki gómsæt viðbót þegar nota á hafra til matvælaframleiðslu. Kex, morgunkorn, brauð og kökur úr höfrum eru vinsælar matvörur á heimilum landsmanna að ógleymdum hafragrautnum sem hefur verið að auka vinsældir sínar meðal ungs fólks í Evrópu með tilkomu nýrra og spennandi uppskrifta. Hafrar eru holl neysluvara sem hafa góð áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma, amínó- sýrusamsetningin er hentug mönnum og trefjar hafra eru það líka. Sérstaklega ber að nefna beta-glúkan trefja sem lækkað geta blóðsykur og kólestról í blóði. Talsverðir möguleikar eru fólgnir í því að hafravörur verði úr íslensku hráefni. Til þess þarf einkum tvennt, hentug yrki á markað og myllur sem unnið geta kornið í flögur og mjöl. Rannsóknir við Jarðræktarmiðstöð LbhÍ á Hvanneyri standa yfir með styrk frá Matvælasjóði til þess að finna og þróa yrki sem henta best til ræktunar hér á landi með manneldi að markmiði. Ræktun hafra á Norðurlöndum er talsverð. Finnar rækta mest af höfrum, eða á næstum 300 þúsund hektörum, og eru enn fremur næststærsti útflytjandi hafra í heiminum á eftir Kanada. Svíar rækta hafra á 165 þúsund hekturum og Norðmenn 69 þúsund. Norðmenn stefna á sjálfsnægt í neyslu hafra og eru langt komnir að því markmiði. Hafrarækt hér á landi er lítil, þó er á markaði haframjöl frá Sandhóli í Meðallandi. Hafrar voru teknir til prófana hér á landi af Klemenzi Kristjánssyni á Sámstöðum í Fljótshlíð á fyrri hluta síðustu aldar, en þar sem hafrar gátu ekki keppt við bygg í uppskerumagni og flýti til þroska var lögð meiri áhersla á byggræktun og kynbætur. Hafrar þurfa lengri þroskatíma en bygg hér landi, en geta staðið lengur og þola haustveður betur. Þannig lengist uppskeru- tímabilið og nýting þreskivéla og þurrkaðstöðu eykst. Aðstæður hér á landi til ræktunar hafra til manneldis eru krefjandi. Lágt hitastig takmarkar stærð og þroska kornsins sem kemur niður á gæðum þess. Hins vegar sýna niðurstöður tilrauna við Jarðræktarmiðstöð LbhÍ að arfgerðarþátturinn hefur stór marktæk áhrif á gæði kornsins. Við Jarðræktarmiðstöðina hafa verið þróaðar aðferðir til að meta myllunargæði hafra sem ræktaðir eru hér í jarðræktartilraunum. Alls voru prófaðar 136 arfgerðir af höfrum árið 2021 sem voru valdir sérstaklega sem fljótþroska yrki. Niðurstöðurnar sýndu mikinn breytileika á þúsundkornaþyngd og rúmþyngd sem eru þekktir eiginleikar til þess að meta gæði korns. Að auki var kornið flokkað eftir stærð, stærri en 2,5 mm, stærri en 2,2 mm og minni en 2,2 mm. Enn fremur voru öll sýni afhýdd í tilraunaafhýðara og gæði afhýðingarinnar metin ásamt hörku kornsins, það er hvort það brotni við afhýðingu. Þessir þættir skiluðu sér beint í gæði hafraflaganna sem voru gerðar úr korni til bragðpófana hjá MATÍS eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Einnig hefur Jarðræktarmiðstöð LbhÍ nú þriðja árið í röð lagt út tilraun með 9 algengum hafrayrkjum. Yrkin voru sett út á þremur stöðum og eru skoðaðir hefðbundnir uppskerueiginleikar, en að auki eru sýnin afhýdd og gæði afhýðingarinnar metin. Mikill arfgerðamunur er á korninu en einnig mikill munur eftir ræktunarstöðum. Mikill munur er á myllunar- gæðum hafra eftir arfgerðum en þegar hugað er að höfrum til manneldis skiptir gæði hafraflaganna miklu máli, því neytandinn gerir kröfur á bragðgæði og áferð. Við ræktun hafra til manneldis er mikilvægt að finna hentugar arfgerðir sem bæði eru auðveldar í ræktun, afhýðast vel og brotna ekki við vinnslu. Með auknum tilraunum væri hægt að finna hentug yrki sem uppfylla þessar kröfur og auk þess gætu ræktunaraðilar valið hafrayrki til ræktunar með það að leiðarljósi hversu mikið beta- glúkan finnst í þeim. Rannsakað verður magn beta-glúkana trefja í höfrum ræktuðum hér á landi. En magn þeirra stjórnast af miklu leyti eftir umhverfisaðstæðum, mikilvægt er því að kanna hvort stakar arfgerðir séu betur til þess fallnar að framleiða beta-glúkana við íslenskar aðstæður en aðrar. Til þess að aðlaga hafra enn betur að íslenskum aðstæðum þarf að gera fleiri tilraunir og hefja víxlanir á höfrum til þess að kynbæta stofninn með gæði, uppskeru og öryggi í ræktun að leiðarljósi. Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt hjá LbhÍ. Jónína Svavarsdóttir, umsjónarmaður jarðræktar- tilrauna hjá LbhÍ. LESENDARÝNI Landeldi laxfiska Nú stendur yfir undirbúningur hérlendis undir stóraukna fram- leiðslu á laxi sem alinn er á landi eingöngu, svonefnt landeldi. Innan fárra ára munu hafa risið landeldisstöðvar á Íslandi sem framleiða umtalsvert magn af laxi, eða sem nemur ríflega 100.000 tonnum á ársgrundvelli. Hingað til hefur lax hér á landi nánast eingöngu verið alinn í sjókvíum, svo hvað veldur því að augu íslenskra laxeldisbænda beinast nú í auknum mæli upp á fast land? Hvers vegna laxeldi? Ýmsar ástæður liggja að baki því að laxeldi er talið fýsilegur kostur til matvælaframleiðslu. Fyrir það fyrsta má nefna að fóðurstuðull laxa og silunga, þ.e. það magn fóðurs sem þarf til að framleiða 1 kg af laxi, er um 1,2. Þannig þarf 1,2 kg af fóðri til að ala hvert kíló af laxi, og framangreint hlutfall er hvergi lægra í matvælaframleiðslu. Þetta skýrist af því að laxinn lifir í vatni og keppir því ekki við þyngdarlögmálið. Hann vinnur t.d. kalk, úr sjónum og eins er blóð hans kalt svo orkuþörfin er gríðarlega lítil. Til samanburðar má nefna að fóðurstuðull í kjúklingarækt er í kringum 2,5, í sauðfjárrækt frá um 5,5 og um tvöfalt það í nautgriparækt. Fóður eða hráefni til landeldis er hins vegar innflutt að miklu leyti og þar liggja talsverð sóknarfæri til framtíðar. Fiskeldi er í örum vexti Heildarmagn eldisafurða sem framleiddar voru hérlendis áttfaldaðist milli áranna 2010 og 2020, og munar þar langmestu um laxeldi. Á árinu 2021 komu 12% af heildar útflutningsverðmætum íslensks sjávarútvegs frá eldisafurðum, eða sem nam 36 milljörðum króna. Var þar um að ræða 23% aukningu frá árinu á undan. Þá aukningu sem orðið hefur í greininni má að langstærstu leyti rekja til sjókvíaeldis, en á árinu 2021 var 44,5 þúsund tonnum slátrað úr sjókvíaeldisstöðvum og hefur sú tala aldrei verið hærri. Til samanburðar var einungis 2.000 tonnum af laxi slátrað úr landeldisstöðvum á sama ári, og kom það allt úr eldisstöð Samherja í Öxarfirði. Nokkur stígandi var í bleikjueldi á síðasta áratug, fram til ársins 2019, en síðan hefur dregið aðeins úr. Á árinu 2021 var um 5,4 þúsund tonnum af bleikju slátrað. Landeldi ryður sér til rúms Hvað landeldi, sem þýðir fulleldi fiska á landi eingöngu, varðar hefur stærsti þröskuldurinn hingað til verið hár kostnaður við uppsetningu fulleldisstöðva á landi. Kostnaður við uppsetningu slíkrar stöðvar er um það bil tífaldur á við sjókvíaeldisstöð, svo þar munar um minna. Á síðustu árum hafa þó rannsóknir og niðurstöður framsýnna frumkvöðla bent eindregið til þess að með nýjustu tækni sé vel hægt að skapa arðbært laxeldi á landi, að því gefnu að nauðsynlegir landfræðilegir grunnþættir séu til staðar. Enn fremur eru möguleikar fyrir hendi til að nýta aukaafurðir sem til falla við landeldi. Þannig má nýta fiskimykju í áburð, dauðfisk í vetnisframleiðslu og affallsvatn í gróðurhús og græn- metisrækt. Í landeldi er jafnframt öllum að- stæðum stýrt, svo hættan á sjúkdómum og innrás sníkjudýra er lágmörkuð, og slysasleppingar afar hæpnar. Annar kostur við landeldi er sá að hægt er að svara kalli markaðarins með eins nákvæmum hætti og frekast má verða. Landeldisfyrirtæki geta þannig stýrt því framboði sem þarf á hverjum tíma og slátrað jafnt og þétt, allt eftir þörfum markaðarins og eftirspurn á hverjum tíma. Úrgangur – hráefni - áburður Þá er ótalin sú staðreynd að landeldi hefur opnað á mikla möguleika á verðmætasköpun úr fiskimykju og dauðfiski úr landeldi þar eð unnt er að safna öllu sem til fellur úr kerjum á landi. Nýverið var undirrituð viljayfirlýsing milli Bændasamtakanna og nýstofnaðra Landeldissamtaka Íslands um að vinna saman að nýtingu lífræns úrgangs, bæði fiskimykju og búfjárúrgangs, til framleiðslu áburðar hér landi. Efnasamsetning hráefnanna veldur því að með samblöndun og áframvinnslu þeirra má búa til gríðarlegt magn kröftugs, fjölnota áburðar og draga úr því sem flytja þarf inn. Aðstæður til uppbyggingar landeldis hvergi ákjósanlegri en hér á landi Sigurður Pétursson, stofnandi Arctic Fish og framkvæmdastjóri fræðslumiðstöðvarinnar um laxeldi, Lax-inn, segist búast við mikilli framþróun í bæði sjóeldi og landeldi á komandi árum, en enn sem komið er komi yfir 99% af eldi á Atlantshafslaxi úr sjóeldi. Hann hefur tröllatrú á að landeldi muni aukast til muna en að sama skapi muni ryðja sér til rúms ný tækni við sjóeldi, svo sem úthafseldi. Eins séu möguleikar á svokölluðu fjöleldi, þar sem tengd er saman þararækt, skelfiskrækt og fiskeldi, og einnig komi lokuð kerfi til með að ryðja sér til rúms á komandi tímum. Staðreyndin sé þó sú að líklega sé ekkert landsvæði í heiminum jafn vel til landeldis á laxi fallið og Ísland. „Hér er aðgangur að nægu ferskvatni, hér er hægt að dæla upp borholusjó, við höfum græna raforku og jarðhita. Slíkar aðstæður er ekki að finna neins staðar í heiminum nema hér, og þá sérstaklega á suðurhorni landsins. Aðstæður til uppbyggingar landeldis eru því hvergi í heiminum ákjósanlegri en akkúrat hér,“ segir Sigurður Pétursson. Það er því ljóst að mikið er fram undan í landeldismálum hérlendis og að um auðugan garð er að gresja í þeim efnum. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu. Rúnar Þór Þórarinsson, stjórnandi sjálfbærni- og nýsköpunar hjá Landeldi hf. og stjórnarformaður ELDÍS. Rúnar Þór Þórarinsson. Hollur er heima- fenginn hafragrautur Mismunandi gæði hafrayrkja skila sér í flögugerðina eins og sjá má á þessum myndum þar sem sjást afhýddir hafrar og fallegar flögur. Á hinni myndinni sést tilraun til flögugerðar á hafrayrki af lakari gæðum. Jónína Svavarsdóttir. Hrannar Smári Hilmarsson. Laxar í landeldiskeri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.