Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 15
15Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 SMIÐJUVEGI 7 200 KÓPAVOGI SÍMI 54 54 300 ISPAN.IS ER KOMINN TÍMI Á NÝTT GLER ? VIÐ SÉRSNÍÐUM GLER EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM • EINANGRUNARGLER • SÓLVARNARGLER • HLJÓÐVARNARGLER • ÖRYGGISGLER • HAMRAÐ GLER • HERT GLER • LAKKAÐ GLER • SPEGLAR Samið hefur verið við G.V. Gröfur ehf. á Akureyri um lagningu verksins Eyjafjarðarbraut vestri, 821 um Hrafnagil. Verkið snýst um að færa þjóð­ veginn út fyrir byggðina og niður fyrir eyrar Eyjafjarðarár. Það er gert til að losna við umferð úr þéttbýlinu sem nú er í nokkurri uppbyggingu beggja megin við núverandi þjóðveg. Verkið felst í nýbyggingu Eyja­ fjarðarbrautar vestri, Miðbrautar og nýrra tenginga á tæplega fjögurra kílómetra löngum kafla. Einnig byggingu nýrra heimreiða, samtals um 0,25 kílómetra. Eyjafjarðarbraut vestri, Miðbraut og tengingar inn í þéttbýlið verða 8 metra breiðar með bundnu slitlagi. Heimreiðar verða 4 metra breiðar, einnig með bundnu slitlagi. Meðalumferð á dag yfir allt árið á Eyjafjarðarbraut er í kringum 1.471 bíll á sólarhring, en umferðin er meiri yfir sumartímann. Verktakinn mun ekki hefja verkið fyrr en í október. Ástæðan er sú helst að ekki er heimilt að taka efni úr áreyrum Eyjafjarðarár á tímabilinu 1. júlí til 1. október. Þetta mun þó ekki hafa áhrif á verktímann þar sem gert er ráð fyrir mjög rúmum tíma. Stefnt er að því að gerð fyllinga, rofvarna og styrktarlags, ásamt efnisvinnslu fyrir burðarlag, verði lokið fyrir árslok 2023 en verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024, samkvæmt upplýsingum í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar. Eyjafjarðará er veiðiá og er tekið skýrt fram í útboðsgögnum að verktaki skuldbindur sig til að koma í veg fyrir eins og kostur er að vatn gruggist á veiðitíma af völdum framkvæmda. /MÞÞ Þjóðvegur um Eyjafjarðarbraut vestri við Hrafnagil: Hefjast handa í haust Hrafnagil. Mynd / H.Kr Tjón sem varð af völdum aurskriða í Útkinn í október á liðnu ári er talið nema um 250 milljónum króna. Ríkisstjórn Íslands samþykkti á síðasta vetri sérstök fjárframlög vegna tjóns af völdum aur­ skriðanna og áttu þau að greiðast úr Bjargráðasjóði. Samþykktir sjóðsins gera ekki ráð fyrir slíkum sérstökum bótagreiðslum, enda um einstakan atburð að ræða, að sögn Gerðar Sigtryggsdóttur, oddvita Þingeyjarsveitar. „Um er að ræða í þessu tilviki óhefðbundna bótagreiðslu úr sjóðnum og hefur hann í kjölfarið þurft að gera breytingar á sínu regluverki.“Gerður segir sveitarstjórn eiga gott samstarf við Bjargráðasjóð og Náttúruhamfaratryggingar, sem upplýsi heimamenn reglulega um stöðu mála. Líkur eru á að hægt verði að greiða út bætur á grundvelli þeirra framlaga sem ríkisstjórn samþykkti síðastliðinn vetur nú á næstunni, eftir því sem endurbótaverkinu vindur fram. Landeigendur hafa þegar lagt fram mikla vinnu vegna skriðufallanna, en tjón varð einkum á túnum og landi en mannvirki sluppu. Aur var hreinsaður í miklu magni af túnum og eins var heilmikið mokað upp úr skurðum. „Vélar og tæki og mannskapur voru á ferðinni þarna við hreinsunar­ störfin, sem allt kostar umtalsverða fjármuni,“ segir hún. Þá þurfti að laga vegi, en kostnaður við vegagerð er talinn nema um 30 milljónum króna einn og sér. Loks má nefna að það á eftir að rækta upp flest túnin sem lentu undir skriðunum og endurnýja girðingar. Ljótt sár í hlíðinni Verkefnastjórn hefur verið skipuð til að vinna að framgangi þessa verkefnis og segir Gerður að Þingeyjarsveit muni greiða þann kostnað sem hlýst af þeirri vinnu. Heilmikið verkefni sé eftir við uppgræðslu, m.a. séu enn ljót sár í hlíðinni ofan bæjanna sem eftir er að græða upp, auk þess sem uppræktun túna er eftir. „Það mun koma í ljós síðar hvernig að því verkefni verður staðið,“ segir hún og kveðst vona að tjónið verði að fullu bætt, en nú liggur fyrir loforð frá ríkinu um bætur upp á 130 milljónir króna. /MÞÞ Aurskriður í Útkinn: Tjónið metið á 250 milljónir kr. Mynd / Landhelgisgæslan – Lögreglan á Norðurlandi eystra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.