Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Gæða tréhús frá Svíþjóð Gisslaren hús hefur stóra og opna forstofu með útsýni út í garð. Stofan er 37,5m2 með stórum gluggum, lofthæð allt að 3,5 metrum og hægt er að innrétta efri hæðina í öðrum enda hússins. Allt byggingarefni fyrir ofan grunn; til dæmis fullbúið eldhús, þvottavél og þurrkari, innbyggt ryksugukerfi, og parket. Allar teikningar og annað sem þarf til, er sótt er um byggingarleyfi. Frekari upplýsingar gefur sölustjóri á Íslandi - Hinrik Gunnarsson Veffang: hinrik@floodstra.com · Sími: 0046 705741099 · Vefsíða: www.floodstra.com/ Floods Trähus Byggjum nýtt! Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskráhlutdeild millistéttarfólks í heiminum. Þannig er talið að af þeim 7,9 milljörðum íbúa heimsins í dag þá séu nú 3,8 milljarðar sem flokkast sem millistétt en að árið 2030 verði þessi fjöldi kominn í 5,3 milljarða íbúa. Allt þetta fólk þarf að nærast og það er einmitt þetta fólk sem hefur efni á hágæða landbúnaðarvörum. Þess vegna spáði hann því að eftirspurnin eftir mjólk og kjöti muni aukast hraustlega á allra næstu árum, þrátt fyrir mögulegan framgang t.d. grænmetis- eða grænkerafæðis á ákveðnum mörkuðum. Dýravelferð Að þessu sinni var heil málstofa nýtt fyrir málefni sem lúta að velferð dýra. Skýringin á því er m.a. að 1. júlí í ár taka við nýjar kröfur til danskra nautgripabúa og því ástæða til að hnykkja á ýmsum atriðum sem tengjast hinum nýju kröfum. Eitt átsvæði fyrir hverja nýbæru Það eru ýmsar nýjar kröfur sem taka gildi fyrir dönsk kúabú s.s. að allar kýr þurfa að hafa aðgengi að vélknúnum kúaburstum og öll geldneyti hafi aðgengi að burstum svo dæmi sé tekið. Þá þarf að vera a.m.k. eitt átsvæði fyrir hverja nýbæru og það setur marga danska bændur í vanda enda oft fleiri kýr en átsvæði í fjósum. Einnig gildir sama krafa um kýr sem eru langt gengnar með og aðrar kýr mega nú að hámarki vera tvær um hvert átsvæði. Þá má ekki lengur vera með of margar kýr um hvert drykkjarkar, hámark 10 kýr á hvern lengdarmetra drykkjarkars. Rimlastíur bannaðar Nýju reglurnar taka einnig á aðstöðu fyrir uppeldi en dönsku bændurnir fá þó smá frest á að breyta fjósum sínum en frá 1. júlí 2024 verður óheimilt að vera með heilrimlastíur fyrir gripi í uppeldi. Enginn gripur má s.s. hafa eingöngu aðgengi að rimlum og því þarf að vera með legusvæði í öllum stíum. Þessi breyting kallar hjá flestum bændum á viðbyggingar enda er ekki nóg að setja bara legusvæði inn í stíurnar þar sem það þrengir þá að göngusvæði gripanna. Fyrir marga bændur þýðir þessi breyting að nánast þarf að tvöfalda rými fyrir gripi í uppeldi! Helti úr sögunni? Í málstofunni voru nokkur erindi sem sneru að klaufskurði og helti kúa en stærsta afurðafélag Danmerkur, Arla Foods, gerir nú kröfu um að engin kýr í fjósum sem framleiða mjólk fyrir félagið hafi haltar kýr. Þetta er vissulega ekki hægt að tryggja algjörlega en með markvissri vinnu og fyrirbyggjandi aðgerðum er nánast hægt að koma í veg fyrir helti. 16% kúa með málmhluti í meltingarveginum Erindi Niels Bastian Kristensen, fóðurfræðings og dýralæknisins Peter Raundal, um málmhluti í fóðri kúa, var einkar áhugavert en nýleg athugun á meltingarvegi sláturkúa leiddi í ljós að í 16% þeirra mátti finna einhvers konar málma! Þessir málmar, sem kýrnar éta óvart, geta auðvitað valdið kúnum verulegum skaða. Þeir félagar, sem báðir starfa fyrir SEGES, framkvæmdu rannsókn á tíðni málmhluta í meltingarvegi sláturkúa og reyndu að rekja hvaðan þeir komu. Í ljós kom að þetta voru t.d. þræðir úr dekkjum (sem notuð eru til að fergja flatgryfjur), girðingar- og gaddavírar, skrúfur og naglar auk fleiri málmhluta. Athygli vekur þó að dósir, t.d. sem hent er á víðavangi, var vart að finna í þessari rannsókn en skýringuna sögðu þeir líklega þá að kýr skera sig líklega frekar á þeim og hætta að éta. Áhrif þess sem málmhlutir í meltingarvegi geta haft er að átgeta kúnna minnkar, auk þess sem kýrnar verða oft veikar og kvaldar. Oft er mjög erfitt að greina hvað það er sem veldur þessum kvilla hjá kúnum og má leiða að því líkum að einkennin geti hreinlega valdið því að kúnum sé slátrað. Til þess að koma að mestu í veg fyrir það að málmhlutir endi í kúnum mæltu þeir félagar með því að gæta sérstaklega að sér við slátt og hirðingu sem og að setja kraftmikla segla bæði í fóðurblandara og koma fyrir sérstökum þar til gerðum seglum í vömb kúnna. Annars voru fleiri áhugaverð erindi í málstofunni um dýravelferð t.d. varðandi hönnun burðaraðstöðu, um geldkúafóðrun, broddmjólkurgjöf sem hægt er að lesa nánar um á heimasíðu fagþingsins (sjá hlekk neðst í greininni). Holdanautabúskapur Danir hafa löngum verið stórtækir þegar kemur að holdanautabúskap og skipta hjarðirnar í landinu hundruðum. Undanfarin ár hefur verið lögð aukin áhersla á samtengingu holdanautabúskapar og líffræðilegs fjölbreytileika gróðurs þ.e. þar sem nautgripir ganga úti allt árið sé hlúð sérstaklega að því að fjölga plöntutegundum þrátt fyrir beitina og áganginn. Þetta fjallaði m.a. erindi Íslandsvinarins Per Spleth og Rikke Rørby Graversen um, en bæði starfa hjá SEGES. Markmiðið er gott og gilt, þ.e. að auka flóru landsins, en það fer hreint ekki saman við hámörkun á vexti nautgripa, en danskar mælingar sýna að því fjölbreyttari sem flóra landsins sem gripirnir ganga á því hægari verður vöxturinn. Þetta má þó samræma með því að bæta bændunum upp vaxtartapið, með styrkjum, vegna lengri eldistíma. Þá ráðlagði Per bændum sérstaklega að vanda til bústjórnarinnar þegar kemur að útigangi: Daglega: • Fylgjast með holdafari og atferli gripanna • Tryggja aðgengi að góðu drykkjarvatni og steinefnum • Tryggja aðgengi að fóðri / góðri beit • Vera með aðgengilegt þurrt legusvæði • Veita gripum aðgengi að skjóli Aldrei vera með: • Magra gripi • Úfna gripi eða gripi með hárlausa bletti • Skítuga gripi • Gripi sem hengja haus • Gróðurlaus (uppvaðin) svæði • Forarpytti í kringum át- eða drykkjarsvæði • Beitarsvæði án aðgengis að skjóli • Beitarsvæði án aðgengis að þurru legusvæði Í næsta Bændablaði verður birtur síðasti hluti umfjöllunar um þetta áhugaverða fagþing, en þess má geta að hægt er að skoða og hlaða niður öllum erindum af fagþinginu með því að nota eftirfarandi hlekk: https:// www.tilmeld.dk/kvaegkongres2022/ praesentationer. Hér sést að sé settur sterkur segull í fóðurblandara þá gerir hann klárlega gagn! Mynd af girðingarvír sem fannst í meltingarvegi. Víkurhvarf 5 Vagnar og stálgrindahús frá WECKMAN Steel STÁLGRINDAHÚS Fjöldi stærða og gerða í boði Stærð palls 2,55 x 8,60 m Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti Weckman flatvagnar / löndunarvagnar RÚLLUVAGNAR – LÖNDUNARVAGNAR Stærð palls 2,55 x 9,0m Vagnar 6,5 - 17 tonn. Verðdæmi: 8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti. 12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti. STURTUVAGNAR Burðargeta 6,5 – 17 tonn þak og veggstál galvaniserað og litað Bárað• Kantað• Stallað• Fjöldi lita í boði Víkurhvarfi 5 • Kópavogi • Sími 588 1130 hhaukssonehf@simnet.is Víkurhvarf 5 SK ES SU H O R N 2 01 2 Víkurhvarf 5 Vagnar og stálgrind hús frá WECKMAN Steel STÁLGRINDAHÚS Fjöldi stærða og gerða í boði Stærð palls 2,55 x 8,60 m Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti Weckman flatvagnar / löndunarvagnar RÚLLUVAGNAR – LÖNDUNARVAGNAR Stærð palls 2,55 x 9,0m Vagnar 6,5 - 17 tonn. Verðdæmi: 8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti. 12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti. STURTUVAGNAR Burðargeta 6,5 – 17 tonn þak og veggstál galvaniserað og litað Bárað• Kantað• Stallað• Fjöldi lita í boði Víkurhvarfi 5 • Kópavogi • Sími 588 1130 hhaukssonehf@simnet.is Víkurhvarf 5 SK ES SU H O R N 2 01 2 Ögurhva fi 8 7-18 tonn Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Allar almennar bílaviðgerðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.