Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Ágæti lesandi. Landsmót hestamanna fer fram nú fram á félagssvæði Geysis á Rangárbökkum á Hellu. Á Landsmóti hestamanna eru margir glæsilegustu hestar landsins samankomnir, eða eins og sagði í grein Glóðafeykis frá árinu 1966: „... þar sem menn leiða saman hesta sína í bókstaflegum skilningi, keppa í fráleik þeirra, fegurð og snillikostum jafnframt því að blanda saman, skoða og dást að, eða lasta hesta hver annars.“ Landsmót hestamanna er stórviðburður, samkoma hestamanna, fjölskylduhátíð, þar sem menn þreyta keppni í öllum íþróttum hestamennskunnar. Mótið endurspeglar lífsstíl hestamanna og tengsl þeirra við besta ferðafélagann, hinn áreiðanlega förunaut þar sem traustum vini er sýnd sú virðing sem hann á skilið. Mikil eftirvænting hefur verið meðal hestamanna og áhugamanna um hestamennsku bæði innanlands sem utan að komast loksins á Landsmót til að fá að njóta samveru með hrossum og ekki síður að hitta mann og annan. Mikil gróska er í hestamennsku almennt og útflutningur aldrei verið meiri á íslenska hestinum. Íslensk hestaferðaþjónusta hefur einnig verið í mikilli uppsveiflu síðustu ár en samkvæmt samantekt frá ferðamáladeild Háskólans á Hólum er hestaferðamennskan ekki einvörðungu bundin við hestaleigur og -ferðir, heldur einnig aðra þjónustu sem tengist reiðmönnum, hestum, ímynd, afurðum og sögu hestsins. Vefjaræktun á stofnútsæði kartaflna Þetta sumar hefur kannski verið okkur mörgum hverjum hliðhollt í uppskeru og grasspretta verið með besta móti á stærstum hluta landsins. Nú er að bíða og sjá hvernig akuryrkjan þróast fram á haust, þá bæði í korni og útiræktuðu grænmeti. Þó deili ég þeim áhyggjum sem kartöflubændur hafa varðandi kartöflumyglu á Suðurlandi ef veður þróast i þá átt að verða heitt og rakt fram eftir hausti. Enn og aftur, það er mörg búmannsraunin. Þess ber þó að geta að í desember sl. gerðu Matís og Bændasamtökin með sér samkomulag um vefjaræktun á stofnútsæði kartaflna og er vinna við verkefnið hafin hjá Matís. Umfjöllun um verkefnið birtist í síðasta tölublaði Bændablaðsins en tilgangur þess er að tryggja að íslenskir bændur eigi áfram aðgengi að heilbrigðu útsæði af íslensku yrkjunum fjórum og stuðla þar með að framleiðslu á stofnútsæði sem er laust við veirusjúkdóma. Við megum þess vegna ekki missa þrótt og þurfum að horfa með jákvæðum augum inn í haustið því það er margt sem fellur með bændum á þessum vikum og mánuðum. Nauðsynlegt er þó að halda vöku sinni, ekki síst í þeim aðfangahækkunum sem eru þegar komnar fram og eiga eftir að koma fram. Kornræktin Okkur hjá Bændasamtökunum hefur verið tíðrætt um fæðuöryggi þjóðarinnar síðustu ár, en á Íslandi þarf að huga að því magni og fjölbreytni framboðs matvæla sem framleidd eru hérlendis til að tryggja þjóðaröryggi. Öryggið hér á landi er hvað minnst þegar kemur að kornvörum, hvort sem er til manneldis eða fóðrunar búfjár. Fram hafa komið margar hugmyndir um hvað þurfi til að efla kornrækt á Íslandi og í því sambandi hefur verið nefnt að skapa þurfi efnahagslega möguleika á úrvinnsluiðnaði og kornsamlagi að norrænni fyrirmynd, jafnvel með beitingu skattalegra hvata. Í skýrslu spretthópsins var einnig lagt til að settur yrði stóraukinn kraftur í að efla innlenda kornrækt til manneldis, fóðrunar og fóðurgerðar og að ríkið myndi þar bjóða fram stuðning til fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum, svo sem til svæðisbundinna söfnunar- og kornþurrkunarstöðva. Nú hefur Landbúnaðarháskóla Íslands verið falið af ráðherra matvæla að vinna drög að aðgerðaráætlun til að efla kornrækt hérlendis og að fýsileiki innlends kornsamlags verði kannaður og þar með skilgreindar þarfir á lágmarksbirgðum kornvöru í landinu. Staðsetning væntanlegs samlags auk þurrkstöðva og korngeymslna er mikilvæg og því verður starfshópnum falið að leggja áherslu á að finna sem hentugasta staðsetningu. Þar spilar inn í nálægð við framleiðendur, markaði, nýting jarðvarma o.fl. þættir. Það verður því spennandi að sjá niðurstöður hópsins sem áætlað er að ljúki störfum í mars á næsta ári. Bændafundir í ágúst Stjórnarfólk og starfsfólk Bændasamtaka Íslands halda til fundar við bændur dagana 22.–26. ágúst nk. Alls eru skipulagðir 10 fundir víðs vegar um landið þar sem rætt verður um stöðuna í landbúnaðinum og farið vítt yfir sviðið. Við hvetjum bændur og félagsmenn til þess að fjölmenna á fundina og nota tækifærið til að ræða þau mál sem þeim liggur á hjarta við stjórnarmenn og starfsfólk. Nánari upplýsingar um dagskrá fundanna munu birtast á heimasíðu samtakanna, á samfélagsmiðlum og í Bændablaðinu. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (24. tölublöð) kostar þá kr. 12.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 8.000 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Kjarnafyrirbæri Hross og hestamennska eru áberandi í þessu tölublaði Bændablaðsins. Tilefnið er Landsmót hestamanna sem nú fer fram við Rangárbakka á Hellu. Í rúm sjötíu ár hafa mætt til keppni og sýninga bestu hross hvers tíma á Landsmótum. Saga Landsmóta endurspeglar ræktun hins íslenska reiðhests sem hefur verið kynbættur með tilliti til opinberra ræktunarmarkmiða frá árinu 1951. Ræktunarsaga íslenska reiðhestsins er vel skrásett. Upplýsingum um ættir og árangur hrossa, sem safnað hefur verið í Worldfeng, upprunaættbók íslenska hestsins, er til eftirbreytni. Í reynd er fáheyrt að nokkurt búfjárkyn búi að svo víðtæku gagnasafni. Þó brúkleg sé er brýnt að ættbókin fái viðhald og uppfærslu í takt við tækniframfarir. Hestamennska hefur mótað mig. Í reynd er það að miklu leyti fyrir tilstuðlan hesta sem ég starfa hjá Bændablaðinu. Ferillinn að landbúnaðarblaðamennsku fór í gegnum fjölmiðlun á hestamennsku sem á sér upphaf við samtal í hesthúsinu. Skemmtilegt nokk. Hesturinn hefur fylgt mér í minni mestu gleði og erfiðustu sorg. Sem orkumikið og þrálynt örverpi foreldra minna dró ég þau með mér í alls kyns vitleysu. Sú allra gjöfulasta var hestamennskan. Eftir að leita mig allt of oft uppi inni í tilviljunarkenndum hesthúsum eða í misskrautlegum senum inni í hestagerðum í Víðidal ákváðu foreldrar mínir að finna áhuga mínum heilbrigðari farveg. Þau áttu æskuminningar í tengslum við hross svo þau löðuðust líka að hestamennsku. Keyptir voru reiðhestar og í mörg herrans ár vorum við þetta hefðbundna útreiðarfólk, sem meirihluti úr hinni 14.000 manna tölu yfir fjölda hestamanna ber uppi. Við undum okkur vel við þessa fjölskylduiðju. Í reynd tel ég að þetta sameiginlega áhugamál okkar hafi komið í veg fyrir hið algenga rof sem oft verður milli barns og foreldra á unglingsárum. Í kringum hrossin vorum við alltaf samherjar með okkar samstarfsverkefni. Á síðari árum, þegar Alzheimer- sjúkdómur var farinn að þjaka pabba, birtist mikilvægi hestamennskunnar í sinni allra bestu mynd. Eins og flestum er kunnugt stelur þessi ömurlegi sjúkdómur minni fólks og rænir því verklegri getu. En í gegnum fjölmörg ár með sjúkdómnum hef ég séð, að hvað sem hann reynir, þá nær hrörnunin seint að tærasta kjarna fólks. Í tilfelli pabba er það ljúfmennskan, þrjóskan, skilyrðislaus ást hans til mömmu heitinnar og kærleikstenging við dýr. Þar kemur hesturinn inn í söguna. Því þótt pabbi hafi verið farinn að tapa færni til að lifa daglegu lífi án aðstoðar, þá glataðist ekki reiðmaðurinn. Eingöngu þurfti að gera hest hans ferðbúinn; um leið og pabbi var kominn á bak spretti hann úr spori og gaf ekkert eftir, með breitt bros og fullur af sjálfstrausti. Að vera kóngur um stund er nefnilega ekki eingöngu háfleyg orð eftir Einar Ben. Þetta er tær tilfinning þeirra sem þekkja það að tengjast hesti sínum og verða með honum eitt. Þetta er einhvers konar kjarnafyrirbæri. Þetta er ástæða þess að þúsundir manna stunda hestamennsku, orsök þess að Íslendingar hafa verið samofnir honum í lífi og starfi frá landnámi. Hesturinn er í reynd eitt mikilvægasta menningarverðmæti Íslands og ansi magnaður hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar. /ghp Gróska í landbúnaði Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is GAMLA MYNDIN - LANDBÚNAÐARSÝNINGIN Í LAUGARDAL 1968 Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Sími smáauglýsinga: 563 0300 – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Árið 1968 var haldin í Laugardalshöllinni og á útisvæði við hana landbúnaðarsýning. Sýninguna sóttu 94 þúsund manns og var hún langmest sótta sýning landsins til þess tíma. Sýnendur voru um 80 og á sýningunni mátti skoða allt það nýjasta í landbúnaðartækni á þeim tíma auk búfjár og blóma. Kjörorð sýningarinnar voru: Gróður er gulli betri. Mynd / Búnaðarblaðið Freyr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.