Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Við Norðurlandsveg - 560 VarmahlíðSími: 453 8888 - Opið virka daga kl. 9-17 Varpfóður og ungafóður 20 kg Euro Start - Múslí 20 kg Kaliber Starterfeed - Kálfakögglar 20 kg Endurvinnanlegar umbúðir! Full búð af vörum! Fyrir ekki svo mörgum árum var kínverskur bílaiðnaður mjög takmarkaður og þeir fáu bílar sem þeir framleiddu voru af flestum taldir óspennandi og af lélegum gæðum. Á allra síðustu árum hafa Kínverjar hins vegar verið að auka úrvalið og bæta gæðaeftirlitið í sinni framleiðslu. Fyrstu kínversku bílarnir eru farnir að sjást á íslenskum vegum undir merkjunum MG og Maxus, sem eru ýmist fólksbílar, jepplingar eða sendibílar. Þessir bílar eru af sambærilegum gæðum og aðrir bílar og því er áhugavert að fylgjast með því hvort það komi eitthvað nýtt og spennandi á evrópska markaði. Nýlega kom á markað jeppinn Tank 300 frá kínverska bílasmiðnum Great Wall. Ástralir hafa sýnt þessum bíl áhuga og er verið að skoða að setja hann á markað þar á næsta ári. Það hafa hins vegar ekki borist fréttir af því að Tank 300 muni koma til Evrópu eins og er. Tank 300 er millistór jeppi með öllum þeim búnaði sem alvöru jeppi þarf. Jeppinn er byggður á grind, með háu og lágu drifi ásamt driflæsingum. Þetta er því jeppi sem gæti verið jafn öflugur utan vega og Toyota Land Cruiser, sem er byggður upp á svipaðan hátt. Hönnun bílsins ber þess merki að horft hafi verið til annarra „retró“ jeppa sem hafa verið vinsælir á undanförnum árum, eins og Jeep Wrangler, Suzuki Jimny, Ford Bronco og Mercedes Benz G. Innréttingin í bílnum virðist vera mjög vönduð og af myndum að dæma þá hafa hönnuðirnir sótt innblástur í innréttingarnar hjá Mercedes Benz. Sætin og stýrið eru klædd með leðri, mælaborðið er með leðri og burstuðu stáli og er stór margmiðlunarskjár. /ÁL Jeppinn Tank 300. Mynd / Great Wall Kínverskur jeppi fyrir íslenskar aðstæður Við sendum í einum grænum www.hardskafi.is Júlí 2022 Sími 555 6520 sala@hardskafi.is Sturtuvagn 2 tonna Kúlutengi + traktorstengi Kr 570.400 m. vsk Kr 460.000 án vsk Smágrafa 1,0 tonn Diesel 12hp Kr 1.984.000 m. vsk Kr 1,600.000 án vsk Rokkarinn GKHS PREMIUM 260cm Kr 1.116.000 m. vsk Kr 900.000 án vsk Kurlari PTO RPM1000 - max 25cm Kr 1,364.000 m. vsk Kr 1,100.000 án vsk Kurlari max 8cm Bensín 6,5hp+ kaupauki Kr 198.400 m. vsk Kr 160.000 án vsk Stubbatætari Bensín 15hp Kr 291.400 m. vsk Kr 235.000 án vsk Sláttuvél PTO STANDARD 175cm Kr 396.800 m. vsk Kr 320.000 án vsk Sveiflukóngurinn AGF PREMIUM 200cm Kr 1.054.000 m. vsk Kr 850.000 án vsk Rafbörur 4x4 Drif á öllum og búkollubeygja Kr 545.600 m. vsk Kr 440.000 án vsk Flutningskassi 2mtr opna og sturta Kr 241.800 m. vsk Kr 195.000 án vsk Sláttuvél 120cm 15hp EL fyrir fjórhjól Kr 465.000 m. vsk Kr 375.000 án vsk Sláttuvél 160cm 24hp EL fyrir fjórhjól Kr 799.800 m. vsk Kr 645.000 án vsk Skógarsnyrtir Vökvadrif Kr 558.000 m. vsk Kr 450.000 án vsk PREMIUM+ Þessar öflugu Sláttuvélar með hliðrun, sveiflu eða orfi Snyrtipinninn GKS PREMIUM 200cm+60cm orf. Kr 930.000 m. vsk Kr 750.000 án vsk Tindaskafa Fyrir fjórhjól Kr 328.600 m. vsk Kr 265.000 án vsk Sláttuvél 115cm Fyrir smátraktora 14hp+ Kr 297.600 m. vsk Kr 240.000 án vsk Orf hydro Vökvadrifið 65cm Kr 434.000 m. vsk Kr 350.000 án vsk Vinur við reiðveginn Gróðureldar ógna búsvæði úlfa Skógareldar sem geisuðu fyrr í sumar í Zamora-héraði á norðanverðum Spáni lögðu undir sig og skemmdu um 30.000 hektara af skóg- og kjarrlendi sem er flokkað sem hamfarasvæði í dag. Auk skemmda á gróðri er talið að eldurinn hafi eyðilagt búsvæði tíu villtra úlfahjarða sem þegar áttu undir högg að sækja. Talið er að fjöldi hvolpa hafi orðið eldinum að bráð en að fullorðin dýr hafi getað komist undan honum á flótta. Úlfarnir, sem kallast Íberíuúlfar, eru með síðustu villtu úlfahjörðunum í Evrópu. Auk þess sem fjöldi annarra villtra dýra svo sem dádýr, villisvín, fjallakettir, otrar og fjöldi fuglategunda áttu búsvæði þar. Með því að lýsa svæðinu sem hamfarasvæði geta yfirvöld veitt allt að tveimur milljónum evra, um 277 milljónum króna, til uppbyggingar þar. Eldurinn mun hafa kviknað í kjölfar hitabylgju í landinu og hann breiddist út með miklum hraða með vindi um þurrt kjarrlendið. Um 650 slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar börðust við eldinn í marga daga með hjálp þyrlna og flugvéla og náðu að lokum að hefta útbreiðslu hans. /VH Íberíuúlfar eru með síðustu villtu úlfunum í Evrópu. Mynd/ Wikipedia
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.