Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 07.07.2022, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiár 2022/2003: Er „sveiflujöfnun“ ný grein innan fiskifræðinnar? – Furðufyrirbrigði sem hefur ekkert að gera með fiskifræði, líffræði né annað tengt fræðum hafsins Það eru 47 ár síðan ég veiddi fyrsta laxinn minn í Ormarsá á Melrakkasléttu. Þessi kollegi og forljóti 5 punda hængur hafði gríðarleg áhrif á líf mitt. Að veiða lax varð mér ástríða, langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Reynsla mín eftir að hafa elt þennan stórkostlega fisk í tæpa hálfa öld er þessi: Eftir því sem meira er af fiski í ánni veiði ég betur. Ef fiskarnir eru fáir veiði ég lítið og jafnvel ekki neitt. Eftir því sem fiskarnir eru fleiri veiðist betur Sem ég horfi yfir farinn veg sýnist mér ég geta dregið einfalda ályktun – sem mér finnst reyndar harla rökrétt fyrir allan veiðiskap: Eftir því sem fiskarnir/dýrin eru fleiri veiðist betur. Fyrir fáeinum dögum kynnti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár. Þar lagði hún til að skerða veiðiheimildir í þorski um 6%. Af því tilefni hafði ég samband við fjölda manna sem vinna dags daglega á fiskimiðunum og spurði þá hvort þessar tillögur Hafró samrýmdust þeirra reynslu. Skemmst er frá því að segja að ekki einn einasti þeirra sagði svo vera. Flestir lýstu hlutunum þannig að reynslan mín af laxveiðunum smellpassar. Rugluð ráðgjöf Svo gerðist það að tveir öflugir togaraskipstjórar, þeir Ágúst Ómarsson, skipstjóri á Drangey SK 2, og Björn Jónasson, skipstjóri á Málmey SK 1, birtu grein á heimasíðu FISK undir fyrirsögninni „Rugluð ráðgjöf“. Hér er orðréttur texti úr grein þeirra félaga: „Allan hringinn í kringum landið erum við sjómenn að upplifa mokfiskerí bæði grunnt og djúpt og nánast á hvaða veiðarfæri sem er. Sjórinn er sem sagt kjaftfullur af fiski. Á sama tíma ákveður Hafrannsóknastofnun að skera veiðiheimildir í þorski niður um 6% til viðbótar við 13,5% niðurskurð í fyrra. Í karfa er niðurskurðurinn á milli ára hvorki meira né minna en 20% enda þótt hann mokveiðist hvar sem menn bleyta í veiðarfærum.“ Aðeins nokkrum dögum síðar birtist viðtal við Guðmund Smára Guðmundsson, framkvæmdastjóra Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. Guðmundur telur fulla þörf á því að endurskoða nálgun Hafrannsóknastofnunar. Hér er ekki um að ræða þetta eilífðar leiðindanöldur smábáta- eigenda sem hafa gagnrýnt aðferðafræði Hafrannsóknastofnunar í gegnum áratugina. Með skrifum sínum og viðtali staðfestu þeir Ágúst, Björn og Guðmundur þá fullvissu smábátaeigenda að Hafró sé að vanmeta stærð þorskstofnsins og það svo um munar. Það bætist í þann hóp sem hefur fengið sig fullsaddan af því sem Hafró ber á borð. Opinn fundur Hafró Á opnum fundi hinn 15. júní sl. kynnti Hafró ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár (2022/2003). Að kynningu lokinni var boðið upp á spurningar frá gestum. Af u.þ.b. 50 fundargestum höfðu tveir fyrir því. Ég var annar þeirra og bar m.a. upp þessa spurningu. Ég tek fram að ég lagfæri ögn orðalagið bæði hjá mér og svarandanum. Það er ævinlega svo að talað mál er lengra en hið ritaða. Engu er sleppt sem máli skiptir: Spurning: „Nú eruð þið að mæla stofninn niður, eina ferðina enn. Hvernig finnst ykkur þetta passa við fréttir af vettvangi? Uppi í Breiðafirði voru slegin öll met í sögu þorskveiða í net á Íslandi þar sem einn lítill bátur veiddi í einum mánuði 1.180 tonn. Hann hengdi grunnendann á trossunum nánast á hafnargarðinn. Skipstjórinn fullyrti að hann hefði aldrei séð annað eins magn af fiski í Breiðafirði og sló þeirri skemmtilegu tölu fram að það væru milljón tonn af þorski í firðinum. Ég veit ekki hversu nákvæm sú mæling er, en ég tek ekkert minna mark á henni en mælingum Hafró sem er verið að kynna hér í dag. Þessi endalausa niðursveifla hjá ykkur, hvernig passar hún við rallið, sem nú er stundað hringinn í kringum landið og heita strandveiðar? Meðalafli í strandveiðum hefur aldrei verið hærri. Það er ekki hægt að skýra þetta með því að það séu stöðugt öflugri aðilar að koma inn því þessir menn eru að eldast og bátarnir að eldast. Það er búið að smíða heilan einn nýjan strandveiðibát frá því strandveiðikerfið var sett í gang árið 2009. Og því spyr ég; hvernig finnst ykkur þetta stemma, gengið á miðunum og þessar endalausu niðurmælingar? Bjarki Þór Elvarsson, tölfræðingur Hafrannsóknastofnunar, svaraði: „Já, ég hafði náttúrlega margar spurningar sem þú ert með, en varðandi upplifun og að við séum að sjá góð aflabrögð kemur okkur ekki á óvart og kemur heim og saman við okkar mælingar. Við erum að sjá t.d. varðandi viðmiðunarstofninn að þó hann hafi gefið aðeins eftir núna þá er hann í hæstu hæðum miðað við það sem við höfum séð í minni lífstíð (innskot, mér sýnist Bjarki vera á svipuðum aldri og kvótakerfið) að við erum að sjá aflabrögð eins og elstu menn muna. Varðandi þetta dæmi sérstaklega í Breiðafirði þá kíktum við á aflabrögð á sóknareiningu í einstökum veiðarfærum. Þar erum við að sjá að afli á sóknareiningu í netum fer mjög vaxandi, enda þau veiðarfæri sem taka stærsta þorskinn og sá hluti þorsksins sem hefur farið mjög vaxandi upp á síðkastið. Það er einmitt vegna þess að veiðihlutfallið hefur farið lækkandi. Það er í sjálfu sér í grunninum til ástæða þess að það hefur orðið töluverð breyting í samsetningu stofnsins. Hann er orðinn stærri, hann er orðinn eldri. Þannig að stofnárgangar eru lengi inni í veiðinni. Þannig höfum við eiginlega verri greiningu á því hversu margir fiskar eru í sjónum, vegna þess að það er stór hluti af stofninum sem við höfum ekki enn þá séð, nema bara með veiðum.“ Það er margt í þessu svari Bjarka sem ég skil ekki. Dæmi; að „viðmiðunarstofninn hafi gefið aðeins eftir.“ Aðeins? Samkvæmt gögnum Hafró var viðmiðunarstofn þorsks árið 2019 alls 1.364.745 tonn. Samkvæmt nýjustu gögnum hefur hann hrunið niður í 982.186 tonn árið 2021 eða um 382.559 tonn (hátt í 28%!). Sú tala er á pari við heildarþorskafla Íslendinga árið 1988. Er þetta „frávik“ semsé „aðeins“? Sjávarútvegsráðuneytið sendi fyrirspurn á Hafró fyrir stuttu hvaða áhrif 1.000 tonna viðbót við veiðiheimildir strandveiðiflotans hefðu á afkomu þorskstofnsins. Því var svarað um hæl að það hefði „neikvæð áhrif“. Einmitt. Stofnun sem hringlar með stærð þorskstofnsins upp á hundruð þúsunda tonna milli ára telur sér sæmandi að láta frá sér þvílíka dauðans dellu. Það er hins vegar niðurlagið í svarinu sem slær mig algerlega út af laginu: „...við höfum eiginlega verri greiningu á því hversu margir fiskar eru í sjónum. Vegna þess að það er stór hluti af stofninum sem við höfum ekki enn þá séð, nema bara með veiðum.“ Sveiflujöfnunarfiskifræðin Svokölluð „sveiflujöfnun“ vekur litla sem enga athygli fjölmiðla né annarra. Ég leyfi mér að fullyrða að flestir leikmanna sem hlusta á kynningu á borð við þá sem Hafró bauð upp á 15. júní sl. spyrja engra spurninga í því sambandi. Þet ta furðufyr i rbr igði –sveiflujöfnun– er ávöxtur hrossakaupa pólitíkusa og fiski- fræðinga og hefur ekkert að gera með fiskifræði, líffræði né annað tengt fræðum hafsins. Hvers vegna Hafró telur sjálfsagt og eðlilegt að taka þessa breytu inn í sína ráðgjöf er sjálfstætt rannsóknarefni. Þessi stærð er athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Ef „sveiflujöfnunarfiskifræðin“ hefði ekki komið til hefði Hafró lagt til 195.318 þúsund tonna þorskafla fyrir næsta fiskveiðiár, en ekki 208.846 tonn. Mismunurinn er 13.528 tonn. Mismunur sem er mun meiri en nokkru sinni hefur verið ráðstafað til strandveiðiflotans! Ég ætla að leyfa mér að giska á hvers vegna Hafró lætur sig hafa þetta: Sveiflujöfnunin er langt innan þeirra skekkjumarka sem stofnunin veit best allra að er í hennar mælingum og tillögum. Sveiflujöfnunin hleypur á þúsundum tonna á sama tíma og 1.000 tonn til handa strandveiðiflotanum hefur „neikvæð áhrif“ að mati sömu stofnunar. Ég veit ekki hvort er meira viðeigandi að hlæja eða gráta. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. NYTJAR HAFSINS Sveiflujöfnun hleypur á þúsundum tonna. Mynd / Ricardo Resende Arthur Bogason. Eftir því sem fiskarnir eru fleiri því betur veiðist. Mynd /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.