Bændablaðið - 10.02.2022, Side 23

Bændablaðið - 10.02.2022, Side 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 2022 23 Tímabókanir í síma 568 6880 VANTAR ÞIG HEYRNARTÆKI? Glæsibæ | Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Heyrnartaekni.is | 568 6880 Nýju MORE heyrnartækin eru þjálfuð til að þekkja hljóð. Innbyggt djúptauganet skilar einstaklega nákvæmri hljóðvinnslu og skýrum hljómgæðum. Í febrúar bjóðum við upp á heyrnarmælingar og ráðgjöf á: Akureyri, Borgarnesi, Egilsstöðum, Ísafirði, Reykjanesbæ, Sauðárkróki og Selfossi. Dauðir svartfuglar við Suðausturland: Ekki með fuglaflensu Matvælastofnun (MAST) birti á dögunum umfjöllun um stöðu fuglaflensunnar í Evrópu, sem herjar þar á villta fugla og alifugla af svipuðum þunga og undangengna vetur, nema að núna er gerðin H5N1 ríkjandi. Sýni úr fjölda svartfugla sem drápust á Suðausturlandi í byrjun árs, reyndist ekki innihalda flensuveiruna en engin skýring er á fjöldadauðanum. Er helst talið líklegt að svart­ fuglinn hafi drepist úr hungri, þó ekki sé hægt að fullyrða að það sé eina skýringin. MAST í sambandi við sérfræðinga í öðrum löndum Fylgst er vel með þróun fuglaflensu­ faraldursins í Evrópu og er Matvælastofnun í sambandi við sérfræðinga í öðrum löndum. Greining á fuglaflensu á Nýfundna­ landi gefur vísbendingar um að veiran geti hafa borist með farfuglum frá Evrópu, sem hafa viðkomu á Íslandi. Því þurfi fuglaeigendur að vera viðbúnir því að herða þurfi sóttvarnir á vormánuðum. Þannig má búast við því að þeir sem halda alifugla þurfi í vor að halda þeim í lokuðu gerði undir þaki, til að forðast mögulegt smit. Fuglaflensa getur borist í menn en ekki smitast manna á milli Það er mat Matvælastofnunar að enn séu litlar líkur á að fólk geti smitast af þeim veirum sem finnast í Evrópu, en hvatt er til almennra sóttvarna við handfjötlun villtra fugla og fuglahræja. Í erlendum fjölmiðlum hefur verið greint frá rannsókn sem gerð var við háskólann í Cambridge. Þar hafa vísindamennirnir upp­ götvað fimm stökkbreytingar sem myndu gera fuglaflensu kleift að breiðast út á milli manna. Vísindamennirnir hafa gert tilraun­ ir með fuglaflensustofna til að sýna fram á hvaða stökkbreytingar væru nauðsynlegar til að veiran þróist til að smitast á milli spendýra – og hugsanlega manna. Eins og er getur H5N1 fuglaflensa borist frá fuglum til manna, en ekki á milli manna. MAST telur fulla fástæðu til að vakta tilvist fuglaflensu í villtum fuglum hér á landi í vetur, þó að farfuglatímabilið sé ekki hafið. Því er þeim tilmælum beint til almennings að tilkynna til Matvælastofnunar þegar villtur dauður fugl finnst, en það er hægt að gera í gegnum vefinn mast.is /smh/HKr. Bighorn M917 front B irt m eð fyrirvara um m ynd a- o g textab reng l. Radíal fjórhjóladekk Með breiðan snertiöt tryggir jafnt og gott grip. Bighorn M918 rear Radíal fjórhjóladekk Hentar í nánast allt undirlag, sand, drullu og snjó. Nankang AT-5 Jeppadekk Frábært neglanlegt dekk í vetrar- ófærðina, kafsnjó og vetrarhálku. Courser MXT Jeppadekk Hentar við allar aðstæður og veðurskilyrði. Open Country A/T Open Country M/T Jeppadekk Þrautreynt jeppadekk við allar akstursaðstæður allt árið um kring. FJÓRHJÓLADEKK JEPPADEKK Jeppadekk Hentar vel þar sem mikið grip þarf, svo sem í drullu og sandi. Bókaðu tíma á nesdekk.is Fiskislóð 30 101 Reykjavík 561 4110 Tímabókun Grjóthálsi 10 110 Reykjavík 561 4210 Röð Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333 Röð Njarðarnesi 1 603 Akureyri 460 4350 Röð Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600 Röð Skeifan 9 108 Reykjavík 590 2098 Tímabókun nesdekk.is / 561 4200 Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080 Tímabókun Langvía. Mynd / BBL

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.