Bændablaðið - 10.02.2022, Page 25

Bændablaðið - 10.02.2022, Page 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 2022 25 Helsti búnaður: 25 ha, 3ja strokka díselmótor Beinskiptur gírkassi, 9 gírar áfram og 3 afturábak. Drif á öllum hjólum. Aðaldæla 19,3 l/mín. Stýrisdæla 14 l/mín. Tveggja hraða aflúrtak að aftan, 540 og 540E Þrítengibeisli kat 1. Lyftigeta 750 kg. Landbúnaðardekk eða grasdekk. Fjórir þyngdarklossar að framan, samtals 120 kg. Einföld, áreiðanleg og öflug KUBOTA EK1-261 Hafið samband til að tryggja ykkur vél fyrir sumarið. Takmarkað magn í boði. Sýningarvélar á staðnum. Lipur og fjölhæf dráttarvél sem hentar jarðeigendum og frístundabændum ÞÓR F H REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Eins og margir vita eflaust loða hjátrú og hefðir oft við leikhúslífið og víst vænlegra að bera virðinu fyrir slíku ef vel á að fara. Hér á eftir eru nokkur atriði (alls þrettán talins) sem ágætt er að hafa bak við eyrað. Reyndar eru þau fengin víðs vegar um heiminn þannig að þetta er ekki endilega eitthvað sem viðhaft er á Íslandi. √ Ef generalprufan (síðasta æfing fyrir frumsýningu) gengur illa verður frumsýningin frábær. Þessi trú manna byggði e.t.v. á von um slíkt, en þykir þó jákvætt merki um að vel fari. √ Helst skyldi ekki klæðast bláum flíkum á sviðinu. Ekki er þetta nú haft í hávegum en einhvern tíma í mannkyns-leiklistarsögunni voru blá klæði afar dýr vegna þess hve liturinn var sjaldgæfur. Því sáu leik- stjórar og aðrir er komu að leikritum til þess að breiða út sögur þess efnis að bláum lit fylgdi ógæfa á sviði. √ Á sviði skyldi aldrei hafa þrjú kerti logandi í einu því sú manneskja sem stendur næst stysta kertinu hvað oftast á sviðinu deyr fyrst leikenda. Ekki er nú víst hve staðföst þessi fullyrðing er, en víst er að mörg leikhús hafa brunnið til kaldra kola vegna kertaljósa. Sérstaklega þegar þök leikhúsa voru gerð úr stráþökum ... Má þar kannski helst nefna Globe leikhúsið í London þar sem leikfé- lag Shakespeares, sem tók hálft ár í byggingu, opnaði árið 1599 og tók tæplega 3.000 manns í sæti. Að auki hafði það pláss fyrir á annað þúsund manns við grunninn á sviðinu. Það leikhús er á meðal frægustu stráþaks- bygginga auk þess að vera staður eins frægasta stráeldhafs er um getur. Ef til vill vegna þess að árið 1613 var sú óvitsamlega ákvörðun tekin að nota fallbyssur, flugelda og reykvélar (þess tíma) í einni sýn- ingunni. Í kjölfarið tók um tvo tíma að gjöreyðileggja húsið. √ Skilja skal eftir svokallað „draugaljós“ á miðju sviði eftir sýn- ingu þar sem slíkt fælir burt yfirnátt- úrulegar verur. Nú eða er til staðar fyrir þá sem einhverra hluta vegna þurfa að paufast um í myrkrinu að sýningu aflokinni. √ Ekki skal bera páfuglsfjaðrir sem hluta af leikbúningi þar sem munstur þeirra minnir á hið illa auga. Ekkert leikhús með tilhlýð- lega virðingu vill eiga það á hættu að móðga áhorfendur með þeirri illvígu bölvun, sem á að valda ógæfu eða meiðslum fyrir hvern þann sem fyrir henni verður. √ Speglar á sviði valda ógæfu. Ekki þó á þann yfirskilvitlega hátt að möguleiki sé á að brjóta þá og valda þannig sjö ára ógæfunni margumræddu heldur – og heldur ekki þann möguleika fyrir illa anda að koma sér í gegn. Þarna er um að ræða nefnilega þá lógísku staðreynd að speglar endurkasta ljósi og geta því bæði blindað leikara um stund auk þess að geta gert ljósamönnun- um erfitt fyrir. √ Ekki skal stytta sér stundir við að blístra baksviðs, það er ... ja, reyndar var það óhagkvæmt í gömlu góðu leikhúsunum þar sem sviðs- menn hífðu oft hluti, landslög eða annað í heilu lagi með reipi og nýttu sér blístur sem merkjakerfi. Upp með sólsetrið; stutt hvellt blístur. Niður með stigann; langt flaut. Og svo framvegis. Leikari sem flaut- aði baksviðs gæti fyrir slysni bent sviðsmanni til að lyfta eða sleppa landslagi, sem gæti stofnað ómeðvit- aðan flytjanda í hættu á að verða fyrir vegg eða sandpoka. Því var best, til að tryggja að þú yrðir ekki leikhús- draugur, að forðast að flauta alveg. √ Varast skal að gefa flytjanda blóm fyrir sýningu því ef leikarar eru verðlaunaðir fyrir frábært verk sitt áður en þeir hafa skilað því má búast við hinu gagnstæða. Að flutningur þeirra verði lakur. √ Hins vegar þegar sýningum leikrits lýkur þykir vænlegast að gefa leikstjóranum blómvönd er tíndur hefur verið í kirkjugarði og á að merkja lok (dauða) sýningar. Talið er að þessi hjátrú hafi orðið til er leikarar voru láglaunastétt sem ekki hafði efni á blómum en vildu þakka sínum stjóra. √ Break a leg er eitthvað sem heyrist bæði hérlendis og erlendis en þó það virðist til jafns gagnstætt við blómin sem ekki má færa ... er þetta ósk um að vel fari á sýningu. Þessi trú hófst er trú manna hélst í hendur við draugatrú, að á ferðinni séu illviljaðir leikhúsandar sem nota töfra sína til að þvinga fram hið gagnstæða við það sem þú vilt að gerist. Önnur skýring er sú að orðið fótur vísi ekki til fóta heldur háttalags þess er var við lýði fyrst í Grikklandi til forna, en þá klöppuðu áhorfendur ekki af hrifningu heldur stöppuðu og börðu mögulega sætum sínum í gólfið. Brutu þá, ef mikið lá við, annaðhvort eigin fætur eða stólana. √ Ekki skal segja nafnið Macbeth innan leikhúsveggja. Sá mæti maður er upprunalega lék það hlutverk dó á afar dramatískan hátt á sviði og verkið því talið bölvað síðan. Ef einhver slysast til að missa nafnið út úr sér skal bregðast við á hinn allra sneggsta hátt, rifja upp þessa línu úr Draumi á Jónsmessunótt er byrjar svo: „Ef við skuggarnir höfum móðgað ...“ og svo helst snarast út úr leikhúsinu, snúast þrisvar í hring og skyrpa af krafti. √ Fyrir þau leikhús sem óheppina eltir og ekki finnast í þeim draugar sem má skella skuldinni á, má kenna fyrsta draugi allra leikhúsa, Thespis, um það. Eða í raun fyrsta leikara allra leikara. Forngrískar heimildir benda fingri á þenna fyrsta mann er steig út úr kórnum til að dramatísera flutning kórverksins og leika raunverulega persónu. Þannig þegar leikhús eru ekki svo heppin að eiga sína eigin drauga, treysta þau á að Thespis sé blóraböggull fyrir öll vandamálin sem gætu hrjáð viðstadda. √ Og hvort sem það flokkast undir hjátrú eða vísindalega tilraun þá eru þeir til sem sofa með handritið undir koddanum með það fyrir augum að línurnar síist betur inn í minnið á meðan á svefni stendur ... /SP Hjátrú fjalanna

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.