Bændablaðið - 10.02.2022, Side 30

Bændablaðið - 10.02.2022, Side 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 202230 LÍF&STARF Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Sú hugmynd að Kanaríeyjaklasinn sé eingöngu svæði fyrir klénar sólarlandaferðir er misskilningur. Eyjarnar átta búa yfir land­ fræði legri og menningarlegri fjölbreytni sem kom þröngsýnum ferðamanni í opna skjöldu á dögunum. Hér verður fjallað um nýjustu sjálfstæðu eyju klasans, La Graciosa. La Graciosa er við fyrstu sýn hálfgerður hólmi, staðsett um 2 kílómetrum norður af Lanzarote. Flatarmál eyjunnar er tæpir 29 ferkílómetrar að stærð, um 8 km að lengd og 4 km á breidd. Eina aðgengið að eyjunni er með hálftímalangri ferjuferð frá norðurodda Lanzarote. Þrátt fyrir að vera eldfjallaeyja er eyjan harla ólík Íslandi. Jarðvegurinn er þurr, eyjan er sendin og gróður rýr. Ekkert náttúrulegt vatnsból er á eyjunni, en frá árinu 2001 hefur vatni verið dælt frá Lanzarote, íbúum þess til mikillar lífsgæðaaukningar. Friðland til sjós og lands Eyjan er hluti af litlum eyjaklasa, Chinijo Archipelago, sem sam- anstendur af fjórum litlum óbyggðum hólmum auk La Graciosa. Eyjan er auk þess á heimsminjaskrá Unesco sem hluti af friðlýsta þjóðgarðinum Parque Natural del Archipielago Chinijo. Friðunin kemur til vegna forvitnilegrar sköpunar eyjanna, sem eru nánast eingöngu byggðar úr ba- saltefnum á þremur eldfjallastigum. Mikið er lagt í að varðveita umhverfi gróðurs og dýralífs eyjanna og sér í lagi vistkerfi sjávarins í kringum þær. Vegna sérstöðu sinnar er eyj- unni því settar ákveðnar skorður þegar kemur að mannvirkjagerð og umgengni. Erfið lífsskilyrði Grunnur búsetu á eyjunni nær aftur til 19. aldar, er þangað fluttu nokkrir íbúar Lanzarote sem stunduðu fisk- veiðar og verkun. Lífsskilyrði á eyj- unni voru framan af erfið, þar var ekkert rennandi ferskt vatn, jarð- vegurinn og veðurskilyrði ekki til þess fallin að standa í landbúnað- arframleiðslu og sigla þurfti því til Lanzarote til að versla með fisk og snúa aftur með vatn og nauðsynleg matvæli. Ekkert malbik Aðeins örlítil byggð er á eyjunni, sjávarþorpið Caleta de Sebo á suðausturhluta eyjunnar, og þar búa um 700 íbúar hennar. Þorpið samanstendur af nokkrum lágreistum hvítum rað- húsum, dæmigerður arkitektúr Miðjarðarhafsþorpa. Þar er ekkert malbik, götur þorpsins er sandur og vélknúin ökutæki eru takmörkuð við örfáa jeppa með leyfi í sérs- tökum tilgangi. Besta leiðin til að ferðast um eyjuna er því fótgang- andi eða á fjallareiðhjóli, sem hægt er að leigja á staðnum. Í tímans rás hafa lífsskilyrði íbúa á La Graciosa batnað til muna, innviðir og þjónusta hafa styrkst og eyjan er nú lágstemmdur áfangastaður þar sem hægt er að njóta stórkostlegra strandlengja, ferskra fiskirétta og sólríkrar einveru. Um 25.000 ferðamenn leggja leið sína þangað ár hvert. Til samanburðar eru árlegir gestir Tenerife um 5 milljónir. Fáfarnar óspilltar strandlengjur á La Graciosa: Náðugir dagar fjarri ferðamannaös – Yngsta systir Kanaríeyja er friðsæl undraveröld La Graciosa Lanzarote Fuerteventura Kanaríeyjar Gran Canaria Tenerife La Gomera La Palma El Hierro Spriklandi fiskur í túrkisbláu fersku hafi og hvítar óspilltar strandlengjur á sallarólegri smáeyjunni La Graciosa. Íbúar þess hafa veitt öllum hugmyndum um uppbyggingu á massívum ferðamannastað viðnám og virðast hafa haft erindi sem erfiði. Myndir / ghp Eina aðgengið að La Graciosa er með hálftímalangri ferjuferð frá norðurodda Lanzarote sem sést hér í fjarlægð. Ferjusigling frá norðurodda Lanzarote til smáeyjarinnar La Graciosa tekur um 30 mínútur. Gestir eyjunnar geta búist við að eiga heila einkastrandlengju út af fyrir sig ef svo ber undir. Það var í það minnsta raunin hjá þessari ungu flökkukind. Ekkert fast slitlag er á eyjunni, götur þorpsins er sandur og vélknúin ökutæki takmörkuð við örfáa jeppa með leyfi í sérstökum tilgangi.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.