Bændablaðið - 10.02.2022, Side 35

Bændablaðið - 10.02.2022, Side 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 2022 35 Þurrir AGM eða sýru rafgeymar fyrir tæki og rúllur Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • www.skorri.is Traust og fagleg þjónusta • NÝTT: Vefverslun www.skorri.is Öflugir start rafgeymar í mörgum stærðumHleðslutæki KLÁRIR Í BÁTANA! Aukin ökuréttindi Endurmenntun Ökuskólinn Mjódd - Þarabakka 3 - 109 Reykjavík - s:5670300 - mjodd@bilprof.is Næstu námskeið Fjarfundur 22. febrúar Staðnám - hraðferð 3. mars Farþegaflutningar 12. feb - 09:00 - 16:00 Vörufutningar 14./15. feb - 17:00 - 20:30 Umferðaröryggi 16./17. feb - 17:00 - 20:30 Vistakstur 19. feb - 09:00 - 16:00 Lög og reglur 21. feb - 17:00 - 20:00 22. feb - 17:00 - 21:00 Skyndihjálp 23./24. feb - 17:00 - 20:30 atvinnubílstjóra Menntun ökumanna er okkar fag Interclamp er alhliða framleiðsla á röratengjum gerðum úr galvaniseruðu pottjárni til ótölulegra nota. Hönnuð til þess að geta reist fljótlega og auðveldlega- traust mannvirki. Við Norðurlandsveg - 560 VarmahlíðSími: 453 8888 - Opið virka daga kl. 9-17 Umfangsmiklar bygginga- framkvæmdir standa yfir við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit þar sem verið er að reisa um 2000 fermetra viðbyggingu við skólann. Til að fjármagna svo umfangs- mikið verkefnið ætlar sveitarfélag- ið að selja þrjár fasteignir, gömul samkomuhús sem voru í gömlu hreppunum þremur sem eitt sinn voru til, Laugaland, Sólgarð og Freyvang. Sölu á síðastnefnda húsinu hefur þó verið slegið á frest næstu tvö ár en Freyvangsleikhúsið sem þar starfar hefur hug á að leiga húsið á því tímabili. Sveitarstjóra hefur verið falið að hefja undirbúning sölu annarra húsa. Finnur Yngvi Kristinsson sveit- arstjóri í Eyjafjarðarsveit segir auk þess sem sveitarfélagið nýti það fé sem fæst með sölu fasteignanna sé sala eignanna einnig liður í að ein- falda reksturinn nú þegar stórt og veglegt nýtt húsnæði rís fyrir kjarna- starfsemi sveitarfélagsins. Finnur segir að Freyvangur verði ekki seldur næstu tvö ár, en þess freistað að ganga til samninga við Freyvangsleikhúsið um leigu og rekstur þess á húsinu á þeim tíma. Það hafði ekki tök á að kaupa húsið en hefur áhuga fyrir að taka við rekstri þess. Forsvarsmönnum leikhússins leist ekki á að flytja starfsemina yfir í Laugaborg en sá möguleiki var til skoðunar um tíma. Þar skipti umfang starfsemi Freyvangsleikhússins mestu og tölu aðstandendur þess að starfsemi félagins yrði sjálfhætt ef það missti aðstöðu sína í Freyvangi. Viðræður í gangi um Sólgarð Smámunasafn Sverris Hermanns- sonar hefur verið til húsa í Sólgarði undanfarin ár og þar er einnig íbúð sem sveitarfélagið hefur haft til útleigu. Sólgarður var byggður í áföngum á árunum 1935 til 1979 og er um 740 fermetrar að stærð en við það stendur einnig ríflega 50 fermetra stór bílskúr. Húsið var endurbætt árið 1996. Finnur segir húsnæðið bjóða upp á marga spennandi möguleika, en það er staðsett við Saurbæjarkirkju og stendur við Eyjafjarðarbraut vestri. „Við eigum í viðræðum við aðila sem hafa áhuga fyrir húsinu,“ segir Finnur og bætir við að mik- ilvægt sé við undirbúning að sölu Sólgarðs að skoða hver framtíð Smámunasafnsins verði. Stefna á að selja Laugalands- skóla í nánustu framtíð Guðjón Samúelsson teiknaði Laugalandsskóla en húsið var byggt í áföngunum til ársins 1948. Það er 960 fermetrar að stærð og hýsti húsmæðraskóla til ársins 1975 og síðar grunnskóla til ársins 1992. Þar er nú starfrækt áfangaheimili fyrir stúlkur á vegum Barnaverndarstofu. Laugaland er á þremur hæðum, stendur á eins hektara fallegri jörð á móts við Hrafnagilshverfið. Við skólann er sundlaug sem ekki hefur verið nýtt í langan tíma. Finnur segir húsið ekki síður en Sólgarð bjóða upp á marga möguleika en á efstu hæð þess er salur með útsýni yfir Eyjafjarðará og tignarlegan fjallahring. „Það er stefnan að selja þetta hús í nánustu framtíð, en ekki tímabært alveg núna að taka end- anlega ákvörðun um það en í hús- inu fer fram metnaðarfull starfsemi á vegum Barnaverndarstofu sem ekki liggur fyrir hvort verði áfram til staðar,“ segir Finnur. /MÞÞ Stórframkvæmd við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit: Selja eignir til að fjár- magna bygginguna Þarna glyttir í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveitar. Mynd / HKr

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.