Bændablaðið - 10.02.2022, Side 50

Bændablaðið - 10.02.2022, Side 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 202250 Samkvæmt tölum frá FAO, Matvæla- og landbúnaðar stofn- unar Sameinuðu þjóðanna, þá á mjólkurframleiðsla heimsins frekar lítinn hluta af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda, þ.e. loft- tegunda sem taldar eru geta valdið hækkun hitastigs jarðar. Þessi losun, sótspor framleiðsl­ unnar, verður til víða á löngu framleiðsluferli mjólkur s.s. við framleiðslu og flutninga á aðföngum, við endurnýjun á tækjabúnaði og gripum, við jórtrun, við geymslu, dreifingu á mykju, framleiðslu og dreifingu á mjólkurvörum, kælingu mjólkurvara og margt fleira mætti tína til. 2,2% af sótspori heimsins Alls er talið að rekja megi 2,2% af sótspori heimsins til mjólkurframleiðslu og þó svo að það sé e.t.v. ekki hátt hlutfall, í samanburði við stóru meng­ unarvaldana og þá staðreynd að hundruð milljóna íbúa heimsins hafi tekjur af búgreininni, þá breytir það því þó ekki að eigi að draga úr sótsporinu í heiminum þarf að horfa á alla þættina. Það sem er einnig sérstakt við mjólkurframleiðsluna er að hún er í stöðugum vexti á heimsvísu og sér ekki fyrir endann á aukningunni, enda þarf að halda áfram að búa til matvæli fyrir stöðugt vaxandi íbúafjölda heimsins. Því þarf líka að skoða hvað unnt sé að gera til þess að draga úr sótspori mjólkurframleiðslunnar í heiminum. Augljósast er að skoða tengingu jarðefnaeldsneytis við heildar framleiðsluferilinn og finna leiðir til að draga úr notkuninni. Þetta snýr að framleiðslu aðfanga eins og áburði, flutningi á aðföngum eða framleiðslu til og frá búunum eða afurðastöðvum o.s.frv. Aðgerðaráætlun um metan Meirihluti landa heimsins, 103 talsins, m.a. Ísland, hafa undirritað áætlun um að minnka metanlosun landanna um a.m.k. 30% fyrir árið 2030, en árið 2020 er notað sem sam­ anburðargrunnur. Þó svo að í þessari áætlun stefni hvert land að því að draga úr losun heima fyrir er ekki síður mikilvægt að horfa á heildar­ myndina. Tilfellið er að nokkuð auðvelt væri að draga úr sótspori mjólkurframleiðslu á heimsvísu en líklega erfitt að ná þeim árangri að draga úr því að fullu. Flest alþjóðleg fyrirtæki í afurðavinnslu mjólkur hafa í dag markmið um að draga verulega úr heildarsótspori framleiðslunnar þegar fyrir árið 2030 og að það verði að engu orðið á árabilinu 2040­2050! En hvernig á að ná þessum árangri, sér í lagi þegar horft er til þess að mjólkurframleiðslan í heiminum er og mun halda áfram að aukast á komandi árum? Hér verður ekki horft til þeirra fjölmörgu aðgerða sem afurðastöðvar, dreifingar­ eða söluaðilar mjólkurvara geta gert, heldur einungis horft til kúabúanna sjálfra. Nyt kúa Einn augljósasti þátturinn til þess að draga úr sótspori mjólkur­ framleiðslunnar, þegar búið er að horfa til framangreindrar jarðefnaeldsneytisnotkunar, er að auka nyt kúa. Kýr hafa almennt séð nokkuð stöðugt sótspor hvort sem þær fram­ leiða mjólk eða ekki. Þetta kemur til af því að þær þurfa auðvitað að lifa af daginn óháð framleiðslunni. Líta má á þetta sem hálfgerðan fastan kostnað og með því að framleiða marga lítra af mjólk lækkar þessi hluti sótsporsins á hvern framleiddan lítra. Þetta sýna alþjóðlegar saman­ burðartölur vel og þegar horft er til þess hvar hæsta sótsporið er á hvert framleitt kíló mjólkur, þá koma lág­ nytja kúakyn einstaklega illa út. Samkvæmt tölum IFCN samtök­ anna, sem eru alþjóðleg samtök sem vinna að því að bera saman margs konar upplýsingar varðandi mjólkurframleiðslu í mismunandi löndum, sést vel að eftir því sem meðalnyt kúa lækkar þá snarhækkar sótsporið á hvert kíló eins og sjá má á mynd 1. Skilvirkni Gögn IFCN sýna einnig að ekki nema 25% af sótspori mjólkurfram­ leiðslu heimsins koma frá löndunum sem flokkast sem þróuð þrátt fyrir að þar sé meginþungi mjólkur­ Á FAGLEGUM NÓTUM Við Landbúnaðarháskóla Íslands hefur verið rekin endurmenntun- ardeild um árabil. Ýmist eru námskeið ætluð atvinnufólki í land búnaðar tengdum grein- um, áhugafólki um ræktun eða úrvinnslu landbúnaðarafurða, umhverfismál, handverk og ýmis- legt frumkvöðlastarf. Mörg þessara námskeiða eru í umsjón starfsfólks Garðyrkju­ skólans á Reykjum í Ölfusi, þar sem íslensk garðyrkjufræðsla hefur verið stunduð í yfir 80 ár. Grisjun Undanfarið hefur verið haldið vin­ sælt námskeið í Garð yrkjuskólanum á Reykjum í trjá fellingum, grisjun skógarreita og meðferð keðjusaga og annarra verkfæra sem gott er að þekkja til. Öryggisatriði við störf í skóginum eru í fyrirrúmi ásamt því að auka þekkingu og færni í öllu sem lýtur að skógarumhirðu og þekk­ ingu á skógarafurðum. Þetta námskeið er opið öllu áhuga­ fólki, ekki eingöngu fagfólki, og verður haldið víðar um land seinna í vetur, til dæmis á Hallormsstað í lok febrúar. Önnur námskeið eru sniðin að þeim sem vilja læra hvernig staðið er að klippingu trjáa og runna í heimilisgarði og smærri trjáreitum. Brunavarnir Meðal annars hefur verið boðið upp á forvitnilegt námskeið um forvarnir gegn gróðureldum, í sam­ vinnu við Brunavarnir Árnessýslu, Skógræktina og fleiri aðila. Þar er farið yfir lög og reglugerðir á skógarsvæðum og öðru ræktar­ landi með tilliti til brunavarna og farið yfir fyrstu aðgerðir, búnað og aðferðir við brunavarnir á ræktar­ landi. Þetta námskeið gæti hentað vel sumarbústaðaeigendum og forsvarsfólki orlofshverfa svo dæmi séu tekin. Blómaskreytinganámskeið eru skemmtileg og gefandi Í gegnum tíðina hafa páska­ og vorskreytinganámskeið af ýmsu tagi verið vinsæl en þar er unnið með náttúruefni, páskablóm og vorblóm. Þau námskeið hafa verið opin öllum og byggð upp sem blanda af sýnikennslu af okkar færasta blómaskreytingafólki og verklegri kennslu og hentað bæði almennu áhugafólki og starfsfólki blómaverslana. Á vordögum verður boðið upp á námskeið með sænskum gestakennara í blómaskreytingum og verður það aðallega sniðið að þörfum fagfólks. Blóm, grænmeti og garðagróður Vinsæl námskeið sem snúa að ræktun blóma og grænmetis eru haldin á Garðyrkjuskólanum á hverju ári. Dæmi um námskeið sem haldin verða í vor eru Ræktun og umhirða pottaplantna, fyrir alla þá grænfingruðu blómaunnendur sem stunda inniræktun pottablóma, og Matjurtaræktun í óupphituðum gróðurhúsum, sem er ætlað al­ mennum garðeigendum sem vilja bæta við þekkingu sína í fjölbreyttri matjurtarækt. Enn má nefna nám­ skeiðið Fjölæringar, plöntuval og uppröðun í beð, sem er ætlað garð­ eigendum sem og þeim sem starfa við garðyrkju og skrúðgarðyrkju­ störf. Farið verður í tegundir blóma fyrir beð og opin svæði út frá fagurfræðilegu sjónarhorni og búsvæðavali. Námskeið um trjá­ og runnaklippingar fyrir áhugafólk er einnig á döfinni á Reykjum og er það bæði bóklegt og verklegt námskeið þar sem fjallað er um klippingar á helstu tegundum trjágróðurs í görðum og hvaða tól og tæki þarf til klippinganna. Rík áhersla er lögð á öryggismál. Námskeið fyrir starfs­ fólk í skólagörðum er fastur liður á vorin en þar er farið yfir helstu at­ riði matjurtaræktunar með það fyrir augum að þátttakendur geti leiðbeint ungu ræktunarfólki sem er að stíga sín fyrstu skref í matjurtaræktinni í skólagörðum sveitarfélaga. Jarðvegur, umhverfi og náttúra Á Reykjum eru haldin hleðslu­ námskeið þar sem notað er íslenskt hleðsluefni, torf og grjót í veggi og smærri mannvirki. Unnið er með íslenska arfleifð í hleðslutækni. Jarðgerð og umhirða safnhauga er áhugavert námskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á endurnýtingu lífrænna afurða sem til falla frá heimilum og görðum. Fjallað er um undirstöðuatriði jarðgerðar, hrá­ efni, blöndunarhlutföll og nýtingu jarðgerðarefnis. Fleiri námskeið Endurmenntunar LbhÍ sem snúa að umhverfismálum og náttúrunýtingu eru t.d. Meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna og æðarrækt. Sameiginlegt þessum nám­ skeiðum er að þau eru bæði bók­ leg og verkleg, eftir því sem reglur leyfa. Á Reykjum á sér stað hægfara endurnýjun húsakosts og aðstöðu. Kaffi og hádegisverður er að jafn­ aði innifalið í námskeiðagjöldum. Kynnið ykkur áhugaverða fræðslu á heimasíðunni: https://endur­ menntun.lbhi.is/ Ingólfur Guðnason GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Virkur þátttakandi í námskeiðahaldi: Endurmenntun sér- sniðin fyrir þig Blómaskreytinganámskeið eru skemmtileg og gefandi. Mynd / Guðríður Helgadóttir. LÍF&STARF Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Sótspor á hvert kíló mjólkur er mun hærra þar sem nyt kúa er lág, sem er algeng staðreynd í þróunarlöndum heimsins. Sótspor mjólkurframleiðslu – Leiðir til minnkunar Mynd 1. Yfirlit með niðurstöðum rannsóknar IFCN á gögnum 172 kúabúa í 52 löndum um sótspor í samanburði við nyt.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.