Bændablaðið - 10.02.2022, Qupperneq 52

Bændablaðið - 10.02.2022, Qupperneq 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 2022 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Uppgjöri á skýrslum fjárræktar­ félaganna fyrir árið 2021 er að mestu lokið. Þrátt fyrir mikinn kulda og lítinn gróður lengi vel vorið 2021 var fallþungi sláturlamba um haustið sá mesti frá upphafi, eða 17,7 kg að meðaltali. Reiknaðar afurðir eftir hverja fullorðna kind voru 29,5 kg að meðaltali og aldrei verið hærri í sögu skýrsluhaldins sem brátt fyllir 70 ár. Reiknaðar afurðir voru meiri í öllum héruðum landsins en árið 2020 að Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu undanskildum þar sem sömu afurðir voru milli ára. Þegar fimm ára meðaltal hverrar sýslu er skoðað þá er aukning í afurðum árið 2021 hvað mest í Borgarfirði, Dölum og Rangárvallasýslu eða tæp tveggja kíló aukning á hverja kind. Samhliða fækkun sauðfjár þá hefur þátttaka í skýrsluhaldi einnig dregist saman en tæplega 1.600 aðilar skiluðu skýrslum með 298.606 (315.748 - 2020) fullorðnar ær haustið 2021. Veturgamlar ær í skýrslu haldinu voru 63.389 (64.978 - 2020). Í heild er fækkun um nærri 70.000 ær og 190 skýrsluhaldara frá árinu 2017 þegar fjöldi kinda í skýrslu haldi var mestur. Í skýrsluhaldi sauðfjár rækt- arinnar eru skráðar um 95% af ásettum ám m.v. upplýsingar úr forða gæsluskýrslum. Einhver bú eiga þó enn eftir að skila skýrsluhaldi og eru þau hvött til þess að ganga frá skýrslum hið fyrsta. Rétt er að benda á að þetta hlutfall heildarstofns í almennu skýrsluhaldi sauðfjár er einsdæmi á heimsvísu. Bætt meðferð að vori samhliða betri beitarstjórnun að hausti er að skila þessum árangri að stærstum hluta ásamt aukinni frjósemi. Þegar lykiltölur um frjósemi eru skoðaðar nánar undanfarin ár hefur hlutfall kinda sem verða þrílembdar aukist talsvert og var 9,7% vorið 2021 en var 6,4% árið 2015. Yfir sama tímabil má einnig sjá að hlutfall geldra kinda er að aukast en það var 4,2% vorið 2021 en var 3,1% árið 2015. Þetta atriði þarf að skoða betur, sérstaklega ef hlutfall geldra kinda er að aukast vegna erfðafræðilegra áhrifa. Afurðir árið 2021 Frjósemi hefur aukist hægt og bítandi undanfarin ár og var 1,85 fædd lömb á hverja kind. Hún er mest í Vestur-Húnavatnssýslu eða 1,93 fædd lömb á hverja kind. Þar er líka hvað hæst hlutfall af fleirlembum (13,6%) og hlutfall geldra kinda er undir landsmeðaltali. Af þeim tæplega 1.000 búum sem hafa fleiri en 100 fullorðnar ær eru 125 bú með 2 lömb fædd eða fleiri eftir hverja kind. Í þremur fjárræktarfélögum eru 2 lömb eða fleiri fædd að jafnaði, í fjárræktarfélagi Grýtubakkahrepps, Vestur-Bárðdæla og Hvammshrepps í V-Skaft. Afurðir eftir fullorðnar ær voru 29,5 kíló eftir hverja kind árið 2021 sem er tæpu kílói meira en árið á undan (28,6 kg - 2020) og talsvert meiri en meðalafurðir síðustu fimm ára sem reiknast 28,3 kíló. Á með- fylgjandi mynd má sjá afurðir síð- ustu tveggja ára (2021 rauð súla, 2020 græn súla) sýndar eftir sýslum ásamt meðaltali áranna 2017-2021 (blá súla) í viðkomandi héraði. Alls náðu 5 bú með fleiri en 100 kindur því að vera með meira en 40 kg eftir hverja fullorðna kind og sífellt fleiri bú bætast í hóp afurðahárra búa. Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunautur, Búfjárræktar- og þjónustusvið eyjólfur@rml.is Helstu niðurstöðutölur sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2021: Afurðir eftir hverja kind aldrei verið meiri – en fé fækkar mikið Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt! 4,9% 8,1% 18,8% 27,0% 41,9% 0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% 30,0% 35,0% 40,0% 45,0% Viðskiptablaðið Stundin Morgunblaðið Fréttablaðið Bændablaðið Meðallestur prentmiðla á landsbyggðinni Samkvæmt prentmiðlamælingu Gallup á fjórða ársfjórðungi 2021 24,0 25,0 26,0 27,0 28,0 29,0 30,0 31,0 32,0 33,0 Kjós. Borg. Mýr. Snæf. Dal. Barð. Ísafj. Strand. V-Hún. A-Hún. Skag. Eyjafj. S-Þing. N-Þing. N-Múl. S-Múl. A-Skaft. V-Skaft. Rang. Árn. Reiknaðar afurðir (kg) eftir fullorðar ær eftir sýslum síðustu ár Árið 2021 Árið 2020 Meðaltal 2017-2021 Kg Efstu búin með fleiri en 100 skýrslufærðar kindur - raðað eftir kg eftir skýrslufærða kind árið 2021 Fj.áa Fædd lömb Til nytja Kg. e. kind Fj.áa Fædd lömb Til nytja Kg. e. kind Fall- þungi Gerð Fita Sláturaldur Eiríkur Jónsson Gýgjarhólskoti, Biskupstungum 297 2,05 1,86 45,2 61 1,60 1,07 24,4 41,7 23,5 11,0 8,0 165,9 Gunnar, Gréta, Jóhannes og Stella Efri-Fitjum, Fitjárdal 850 2,13 1,98 42,5 184 1,53 0,97 21,1 38,7 20,2 12,1 7,0 139,8 Elín Anna og Ari Guðmundur Bergsstöðum, Miðfirði 501 2,18 2,01 40,3 110 1,64 1,39 26,4 37,8 19,4 11,7 7,1 136,6 Félagsbúið Lundur Lundi, Völlum 487 2,02 1,87 40,2 103 1,39 1,12 21,2 36,9 20,9 9,7 8,0 139,2 Ágúst Ingi Ketilsson Brúnastöðum, Flóa 101 2,11 1,76 38,9 27 1,54 1,31 27,2 36,4 21,2 11,8 8,6 151,3 Ólafur og Dagbjört Syðri-Urriðaá, Miðfirði 549 2,07 1,92 38,9 103 1,51 1,12 22,6 36,3 19,8 11,9 7,2 143,8 Jón og Hrefna Hóli, Sæmundarhlíð 197 2,12 1,90 39,6 43 1,19 0,91 20,4 36,2 20,3 10,8 8,0 149,4 Ólafur Magnússon Sveinsstöðum, Þingi 623 2,11 1,85 38,4 116 1,49 1,22 23,4 36,0 19,5 10,3 7,5 158,4 Atli Þór og Guðrún Koti, Svarfaðardal 124 1,88 1,79 36,4 7 1,57 1,29 24,8 35,8 20,2 10,0 7,8 131,6 Elín Heiða Valsdóttir Úthlíð, Skaftártungu 326 2,11 1,96 40,3 81 1,36 0,80 17,1 35,7 20,1 10,0 7,6 161,7 Inga Ragnheiður Magnúsdóttir Svínafell 3, Öræfum 290 2,00 1,83 37,4 34 1,29 1,03 21,3 35,7 19,9 9,8 7,8 160,7 Böðvar Sigvaldi og Ólöf Mýrum 2, Hrútafirði 570 2,10 1,87 38,3 107 1,37 1,10 21,4 35,6 19,7 11,4 7,4 149,0 Þorsteinn og Katrín Jökulsá, Borgarfirði eystri 237 2,06 1,83 38,2 56 1,23 1,16 24,0 35,5 20,4 8,9 7,6 133,5 Bergþóra og Sigurbjörn Kiðafelli, Kjós 183 1,87 1,65 38,6 52 1,46 1,17 24,2 35,4 22,4 11,5 8,1 150,9 Marsibil Erlendsdóttir Dalatanga, Mjóafirði 83 1,98 1,89 40,8 18 0,78 0,56 10,4 35,4 20,9 9,4 8,4 127,9 Hellur ehf. Hellum, Andakíl 161 2,13 1,91 38,9 46 1,42 1,07 21,9 35,1 19,7 12,0 7,1 161,9 Björn og Badda Melum 1, Árneshrepp 384 1,96 1,84 38,9 89 1,39 0,88 18,0 35,0 19,8 11,3 7,1 123,7 Sigurður Birgisson Krossi, Þingeyjarsveit 161 1,93 1,82 36,5 23 1,83 1,30 24,4 35,0 19,2 10,6 7,2 149,8 Ása Berglind Böðvarsdóttir Mýrum, Hrútafirði 269 2,07 1,89 38,1 58 1,48 1,09 19,9 34,9 19,2 11,1 7,1 151,8 Viðar og Sigríður Kaldbak, Rangárvöllum 173 2,03 1,82 37,6 38 1,24 1,05 22,2 34,8 20,4 10,9 8,2 148,3 Kjötmat Eigandi Býli Fullorðnar ær Veturgamlar ær Kg . e . al la r æ r Nafn Býli Fjöldi slátulamba Fallþungi Gerð Fita Sláturaldur Gunnar, Gréta, Jóhannes og Stella Efri-Fitjum, Fitjárdal 1.592 20,2 12,13 6,96 139,8 Hellur ehf. Hellum, Andakíl 265 19,7 12,02 7,12 161,9 Ólafur og Dagbjört Syðri-Urriðaá, Miðfirði 1.034 19,8 11,87 7,17 143,8 Elín Anna og Ari Guðmundur Bergsstöðum, Miðfirði 1.002 19,4 11,70 7,12 136,6 Ragnar og Sigríður Heydalsá 1, Steingrímsfirði 804 19,4 11,69 7,00 139,5 Þráinn Ómar Sigtryggsson Litlu-Reykjum, Reykjahverfi 489 17,6 11,69 7,53 149,6 Dagbjartur Bogi Ingimundarson Brekku, Núpasveit 564 19,4 11,68 7,09 137,0 Ingi Már og Hjördís Rut Suður-Fossi, Mýrdal 209 20,9 11,60 8,10 167,9 Bergþóra og Sigurbjörn Kiðafelli, Kjós 265 22,4 11,54 8,09 150,9 Sigursteinn Sveinbjörnsson Litlu-Ávík, Árneshreppi 208 19,7 11,45 6,67 121,2 Jökull Helgason Ósabakka 2, Skeiðum 317 19,7 11,43 7,49 159,4 Eyjólfur og Lóa Ásgarði, Hvammssveit 579 18,7 11,41 6,83 135,3 Böðvar Sigvaldi og Ólöf Mýrum 2, Miðfirði 1.006 19,7 11,39 7,36 149,0 Eyþór Pétursson Baldursheimi, Mývatnssveit 242 15,3 11,37 5,23 130,8 Sigurður Halldórsson Gullberastöðum, Lundarreykjardal 297 18,8 11,34 6,95 151,7 Ingvar og Malin Syðra-Kolugil, Víðidal 899 18,7 11,32 6,98 131,1 Björn og Badda Melum 1, Árneshrepp 638 19,8 11,31 7,10 123,7 Reynir Björnsson Miðdalsgröf, Steingrímsfirði 412 19,1 11,29 7,09 137,8 Valberg Sigfússon Stóra-Vatnshorni, Haukadal 620 19,4 11,26 6,96 136,1 Nicole og Guðjón Heydalsá 2, Steingrímsfirði 496 18,6 11,24 6,95 135,6 Egill A Freysteinsson Vagnbrekku, Mývatnssveit 203 17,9 11,24 7,18 132,7 Halldór og Elín Bjarnastöðum, Öxarfirði 434 19,3 11,23 7,2 156,6 Indriði Karlsson Grafarkoti, Vatnsnesi 443 19,4 11,22 7,14 139,3 Guðlaugur Agnar Ágústsson Steinstúni, Árneshrepp 399 19,4 11,22 7,26 121,4 Efstu búin með fleiri 200 sláturlömb - raðað eftir einkunn fyrir gerð árið 2021
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.