Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 58
• Fyrsta leikna kvikmyndin um Spiderman, eða Köngu­ lóarmanninn eins og við þekkjum hann á íslensku, var ekki sýnd í kvikmynda­ húsum fyrr en árið 2002, en þá lék Tobey Maguire aðal­ hlutverkið. • Fyrsta teiknimynda­ serían, nefnd „Spider­Man“ kom hins vegar í sjónvarpinu árið 1967 og var sýnd þar til árið 1970. • Því næst kom barna­ þátturinn The Electric Company ­ Spidey Super Stories og á svipuðum tíma, áttunda áratugnum, voru sýndir leiknir þættir á CBS sjónvarps­ stöðinni, með Nicolas Hammond í hlutverki Köngu lóar ­ mannsins. Á árunum milli 1978­ 1979 voru svipaðir leiknir þætttir á sjónvarpsskjám Japana en frá sirka 1980 var þessi vinalega hetja fólksins einungis í teiknimyndaformi þar til hann komst í kvikmyndahúsin í byrjun 21.aldarinnar eins og áður sagði. Frægðina geta margir eflaust nýtt sér til framdráttar, en þá eru skipt- ar skoðanir um hvort fleiri gera það sér í hag eða annarra. Foreldrar stirnisins Tom Holland, sem þekktur er fyrir hlutverk sitt sem ofurhetjan Spiderman, tóku til sinna ráða er frægðarsól hans fór að rísa og stofnuðu samtökin Brothers Trust. Á vefsíðu Brothers Trust er athygli almennings vakin á smærri samtök- um sem fá ef til vill ekki nægilegan hljómgrunn í hringiðu allra þeirra góðu manna og samtaka er vilja láta gott af sér leiða. Þessi minni samtök eiga það meðal annars sameiginlegt að hafa ekki það fjárhagslega bolmagn og mörg önnur en standa þó fyrir upp- byggilegum og jákvæðum málefnum auk þess að vera vanalega rekin af sjálfboðaliðum – þannig að vænta má að styrkir Brothers Traust hafi hámarksáhrif. Fjársterkir bakhjarlar Taka skal fram að ætlunin er ekki að gera þessi minni samtök háð styrkjum eða aðstoð Brothers Trust heldur er þarna boðið upp á aðstoð við að kom- ast á framfæri. Á móti, til þess að meta reglulega hve vel tekst til við styrkveitingar, óska foreldrar Spidermanleikarans eftir reglulegum endurgjöfum og skýr- slum hvað varðar framvindu frá styrk- þegum sínum. Þeim upplýsingum er svo beint til bakhjarla Brothers Trust, en samtökin njóta stuðningsmanna um heim allan sem leggja reglulegar upp- hæðir af mörkum í þágu vinnu þeirra. Auk utanaðkomandi fjárútláta fer fjáröflun fram á ýmsa vegu. Meðal annars er almenningi boðið upp á að taka þátt í getraun þar sem verðlauna- hafinn fær að fylgja Tom Holland á kvikmyndasett eða heimsfrumsýn- ingar kvikmynda. Ungviðið virkt til þátttöku Foreldrar Tom Holland mega eiga það að þau virkja alla syni sína, þá Sam, Harry and Paddy, auk hans sjálfs, til að taka hvað mestan þátt í framtíðarsýn og vinnu samtakanna og hafa nýverið haft veg og vanda af hlaðvarpi þar sem þeir bræður láta til sín taka. Það er þó ekki eina verkefnið í sameiginlegri umsjá þeirra, en sam- tökin bjóða upp á bíóferðir eða annars lags uppákomur með bræðrunum þar sem Tom er þá vanalega í búningi Köngulóarmannsins. Einnig eru haldnir Instagram- viðburðir með bræðrunum, þar sem hvatt er til frjálsra framlaga gesta í þágu samtakanna auk þess sem hægt er að greiða fyrir kynn- ingar á Instagram-síðu Spiderman-leikarans, en einnig standa samtökin Brothers Trust fyrir sölu varnings er kemur frá fátækum svæðum eins og Masai í Kenía. Hægt er að versla eða veita styrki eftir geð- þótta á vefsíðu þeirra, thebrotherstrust.org/ en það hlaut nú að vera að Köngulóar- maðurinn kæmi af góðu fólki. /SP Veganismi, eða að vera hliðhollur helst öllu því sem lifir og andar og forðast neyslu þess hvort sem um ræðir til matar, fataframleiðslu eða annars, er stefna sem ryður sér reglulega til rúms. Gaman er að segja frá því að í Lögréttu, árið 1912, birtist dálkur er sagt er frá hugmyndum prófessorsins þekkta, Ilya Ilyich Mechnikov, sem var þekktur fyrir að leggja áherslu á neyslu jurtafæðis og góðgerla. Hér er gripið inn í dálkinn; „... menn geti aukið mjög aldur sinn með því að breyta um fæðu, jeta minna en gerist og því nær eingöngu jurtafæði og mjólkurmat, finna ráð til vörnunar allri rotnun í þörmunum og neita sjer um neytslu skaðvænna efna, áfengis, tóbaks o. s. frv. Til þess að eyða rotnun í þörmunum hefur Mechnikov fundið upp gerla, er hann lætur menn jeta og eiga að drepa þar rotnunargerlana. Kenning hans er, að líkaminn slitni fyrir tímann af skaðvænum efnum, sem myndast úr fæðunni í meltingarfærunum ...“ Vegan fatnaður Vegan fatnaður er hins vegar mögulega nýstárlegra fyrirbæri. Þá er fatnaðurinn að mestu unninn úr bómull, hampi, bambusi, sjávargróðri eða þvíumlíku … leðurvörur úr t.d. kaktus og eplum … og mættu í raun hönnuðir fá mikið lof fyrir tilraunir sínar við klæðisgerð. Sífellt fleiri taka nú þátt í þessari umhverfisvænu stefnu og eru þekktar manneskjur, leikarar, áhrifavaldar eða aðrir oft fengnir til að taka þátt í hönnunarferli fataframleiðenda, enda vekur það jafnan áhuga hinna neyslumeiri. Strigaskór Fyrir nokkru tók leikarinn havaíski, Jason Momoa, helst þekktur í hlutverki Aquamanns – hetju undirdjúpanna – þátt í hönnun skófatnaðar í samstarfi við útivistarvörufyrirtækið So iLL. Strigaskórnir, framleiddir í takmörkuðu upplagi eru gerðir úr þörungum eins og fleiri fyrirtæki hafa tekið upp á, en skórnir eru hluti af vörum undir merkinu On The Roam, sem leikarinn frísklegi og So iLL hafa staðið fyrir. Vísindaleg hönnun BLOOM Þeim innan handar var fyrirtækið BLOOM, stofnað árið 2007 af vísindamanninum Ryan Hunt, sem sérhæfir sig í nýtingu þörunga við vinnslu sjálfbærs efnis. Umframvöxtur þörunga er oft skaðlegur nærliggjandi vistkerfi þeirra vegna lækkunar súrefnismagns í vatni og hindrunar sólarljóss og því upplagt að nýta þá í strigaskó. Froða sem gerð er úr þörungum er nýtt í innleggssóla strigaskónna sem eru að sjálfsögðu sjálfbærir og býður hönnun Jason Momoa upp á lífræna bómull og kork í bland enda brotna skórnir auðveldlega niður eftir lífaldur sinn. Ytri gúmmísóla hefur einnig verið breytt til þess að flýta fyrir niðurbrotsferli en skórnir fást á vefsíðu So iLL fyrir um 15 þ. krónur. Mikilvægi endurvinnslu Hetja undirdjúpanna stendur þó ekki einungis fyrir lífrænt ræktuðum strigaskóm. Hann er talsmaður mikilvægi endurvinnslu og árið 2019 stofnaði hann fyrirtækið Mananalau þar sem ferskvatni er tappað á álflöskur sem eru gerðar úr 69% endurunnu áli. (Mana þýðir hinn heilagi andi lífsins og Nalu þýðir öflug bylgja sjávarins.) Fyrir hverja selda flösku státar fyrirtækið sig af því að fjarlægja í staðinn sem samsvarar einni plastflösku sjávarúrgangs. Á vefsíðu Mananalau má einnig finna upplýsingar þess efnis að um 9% af öllu því plasti er til er í heiminum hefur verið endurunnið á meðan að 75% áls er enn notað í dag frá upphafi. Enda ódýrara að framleiða nýtt plast heldur en að endurvinna það. Að auki er leikarinn virkur þátttakandi í mótmælum heimalands síns, Havaí, þar sem mótmæli standa yfir gegn byggingu þrjátíu metra sjónauka á heilögu landi innfæddra, á fjallinu Mauna Kea. /SP Leikarinn havaíski, Jason Momoa, tekur skref til þess að bjarga heiminum: Hetja undirdjúpanna lætur til sín taka í umhverfismálum Með frægðina til framdráttar: Spiderman-leikar- inn Tom Holland Hundaól er dæmi um varning gerðan af Masaifólki Kenía. Mynd / Af vefsíðu UTAN ÚR HEIMI Leikarinn Jason Momoa ásamt varningi er frá honum kemur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.