Bændablaðið - 10.02.2022, Síða 63

Bændablaðið - 10.02.2022, Síða 63
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 2022 63 VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði • Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is SMÍÐUM OG GERUM VIÐ ALLAR GERÐIR TJAKKA Glerárgata 34b, 600 Akureyri • S4611092 • asco@asco.is Alternatorar og startar í miklu úrvali Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá JOBMAN 4327 Samfestingar. Verð: 12.900 kr. Við leggjum áherslu á góða þjónustu við landsbyggðina. Frábærar vörur frá Jobman! Vefverslun: Khvinnufot.is Durability at work since 1975 Nethylur 2a, 110 Reykjavík khvinnufot.is 85° LÍF& STARF Stefnt er að því að fjölga íbúðum á Skagaströnd en þar hefur ekki verið byggt íbúðarhúsnæði í áratug. Myndir / Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Íbúðum verður fjölgað á Skagaströnd – Ekkert íbúðarhúsnæði byggt í áratug Lítið hefur verið byggt af íbúðar­ húsnæði á Skagaströnd á liðn­ um árum, einungis hefur fjölgað um eina íbúð síðast liðinn áratug þegar byggt var einbýlishús. Íbúðaskortur er farinn að hafa veruleg áhrif. Í núgildandi húsnæðisáætlun sveitar­ félags ins kemur m.a. fram að skortur á íbúðarhúsnæði komi í veg fyrir eðlilega framþróun sveitarfélagsins. Sveitarfélagið Skagaströnd og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafa nú gert með sér viljayfirlýsingu um samstarf í þá veru að leita leiða til að fjölga íbúðum og efla stafræna stjórnsýslu á Skagaströnd. Greint er frá yfirlýsingunni á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fram kemur að ungt fólk sem vilji snúa heim að loknu námi eða nýir íbúar sem vilja sækja atvinnu til Skagastrandar hafa ekki um mikið að velja. Skortur á húsnæði hamlar fjölgun íbúa í sveitarfélaginu þar sem lítið og stundum ekki neitt íbúðarhúsnæði standi til boða. Veigamikill þáttur í uppbyggingu atvinnu að hentugt húsnæði sé til staðar Alexandra Jóhannesdóttir, sveitar- stjóri Sveitarfélagsins Skaga - strandar, fagnar því framfara- skrefi sem felst í samstarfinu við HMS og vonar að það verði til framtíðar gjöfult þegar kemur að nýbyggingum á Skagaströnd. „Það er veigamikill þáttur í uppbyggingu á atvinnu í sveitar- félaginu og auknum umsvifum í ferðaþjónustu að til staðar sé hent- ugt húsnæði fyrir aðila sem vilja setjast að á Skagaströnd,“ segir hún. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að markmið samstarfsins sé að fjölga íbúðum í sveitarfélaginu m.a. með því að nýta þau úrræði sem stofnunin hafi og auglýsa eftir byggingaaðilum til að taka þátt í að bygga íbúðir í sveitarfé- laginu. Sveitarfélagið og stofnun- in muni vinna að því að efla staf- ræna stjórnsýslu í sveitarfélaginu m.a. með útgáfu á stafrænni hús- næðisáætlun, markvissri notkun mannvirkjaskrár HMS auk þess að hefja undirbúning við skrán- ingu leigusamninga á svæðinu í húsnæðisgrunn HMS. Viljayfirlýsingin er hluti af verkefninu Tryggð byggð, sem er samstarfsvettvangur um húsnæðis uppbyggingu á lands- byggðinni. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.