Bændablaðið - 10.03.2022, Qupperneq 42

Bændablaðið - 10.03.2022, Qupperneq 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 202242 Hunang hefur verið kallað sælgæti guðanna og til eru átta þúsund ára gamlar hellaristur í Valensía á Spánn sem sýna fólk safna hunangi. Hunang hefur verið borðað af bestu lyst, drottningar hafa baðað sig í því, það hefur verið notað til að græða sár og höndlað hefur verið með hunang frá því að skráning sögunar hófst. Hunang sem fannst við fornleifarannsóknir í gröfum faraóa í Egyptalandi reyndist vera óskemmt og hæft til neyslu og hunang var eina sætuefnið sem Evrópubúar þekktu áður en sykur kom til sögunnar. Árleg heimsframleiðsla á hunangi 2020 var tæp tvö milljón tonn og þar af framleiddi Kína 458 þúsund tonn og í kjölfarið komu Tyrkland, Kanada, Argentína og Íran en með talsvert minni framleiðslu hvert land. Sætur seigfljótandi vökvi Í einföldu máli má segja að hunang sé sætur seigfljótandi vökvi sem hunangsflugur eða humlur búa til úr plöntusafa og frjói sem flugurnar safna úr blómum og flytja heim í búið. Á sama tíma og flugurnar flögra á milli blómanna flytja þær frjó og frjóvga blómin og eru þær þannig undirstaða ávaxtaframleiðslu í heiminum. Maðurinn hefur frá ómunatíð safnað hunangi úr býflugnabúum í náttúrunni og síðar úr manngerðum búum. Bragð hunangs ræðst af því úr hvers konar umhverfi flugurnar lifa og blómum sem plöntusafinn kemur úr. Framleiðsla á náttúrulegu hunangi er staðbundin og afurðin breytileg af bragði, árstíð, lit og áferð, milli upprunastaða. Hunang er oftar en ekki flokkað eftir blómunum sem safinn sem það er búið til úr kemur. Það getur því komið úr einni tegund blóma eða verið blanda blómasafa margra tegunda. Langmest af hunangi á markaði er gert úr blöndu tveggja eða fleiri blómasafa. Einblómahunang er, eins og nafnið gefur til kynna, búið til úr einni gerð af blómasafa eins langt og slíkt er hægt. Bragð af slíku hunangi ber sterkan keim af blóminu sem blómasafinn kemur úr, auk þess er liturinn ólíkur eftir blómategundum. Við framleiðslu á einblómahunangi er stefnt að því að halda flugunum sem mest á svæði þar sem ein tegund blóma er ríkjandi. Dæmi um tegundir sem humlunum er beitt á í Bandaríkjum Norður-Ameríku og Evrópu við framleiðslu á einblómahunangi eru smári, appelsínutré, bókhveiti, sigurskúfur, blóðberg, þistill, lyng, fíflar, sólblóm og bláberjalyng. Í Norður-Afríku og Egyptalandi er búið til hunang úr blómasafa sítrustrjáa og bómullarplantna en í Ástralíu meðal annars út tröllatrjám og leðurviði. Hunang úr ákveðnum tegundum blóma getur verið eitrað og valdið einkennum eins og svima, máttleysi, svita, velgju, uppköstum og jafnvel dauða. Dæmi um slíkar plöntur sem vaxa á Íslandi eru lyngrósir og jafnvel gullregn. Iðnar þernur Verkaskipting innan býflugnabúa er mikil og staða flugnanna ákveðin af aldri þeirra. Drottningar eðla sig tveimur vikum eftir að þær klekjast við allt að 20 karldýr eða drunta og safna þannig sæði sem þær nota yfir sumarið. Eftir mökun verpa þær eggjum og frjóvga þau eftir þörfum. Vitað er til þess að drottningar hafi lifað í átta ár. Druntar klekjast úr ófrjóum eggjum og því með sama erfðamengi og drottningin. Helsta hlutverk þeirra er að fljúga milli búa og makast við drottningar. Kvenflugurnar, þernur og tilvonandi drottningar, klekjast aftur á móti úr frjóvguðum eggjum. Þernurnar ná ekki kynþroska í búinu vegna lyktarefna sem drottingin gefur frá sér og kallast ferómon. Þernurnar, sem að jafnaði lifa í þrjátíu daga, eru vinnudýr búsins. Þær stækka búið og þrífa og sjá um að safna blómasafa, framleiða hunang og fæða lirfurnar. Býflugur eru einstaklega iðin kvikindi og sagt er að fluga í söfnunarleiðangri fljúgi á 20 til 25 kílómetrahraða í eins til átta metra hæð eftir veðri. Þær geta heimsótt allt frá 50 og upp í nokkur þúsund blóm í einni og sömu söfnunarferðinni, allt eftir því hvernig safnast. Yfirleitt eru býflugur ekki utan búsins nema í hálfa til eina klukkustund í einu. Söfnun hunangs Í fyrstu söfnuðu áar okkar hunangi sem fæðu úr búum villiflugna og til eru hellamyndir í Afríku, Evrópu og Ástralíu sem sýna slíka söfnun. Elstu minjar um ræktun býflugna eru frá því um 5000 fyrir upphaf okkar tímatals en talið er að söfnunin, í frumstæðri mynd, eigi sér allt að 20 þúsund ára sögu. Elstu minjar hunangs sem þekktar eru fundust í Georgíu þegar unnið var að lagningu olíuleiðslu frá Baku í Azerbajian yfir til Georgíu til Svartahafs. Við lagningu leiðslunnar fundust leifar af hunangi í leirkrukku í fornu grafhýsi sem talið er vera 4700 til 5000 ára gamalt. Í Georgíu var algengt að jarða fólk með krukku af hunangi, líni, berjum og vendi af villtum blómum til að auðvelda því ferðalagið um móðuna miklu til handanheima. Fornleifarannsóknir á Krít og í Grikklandi hafa dregið fram í dagsbirtuna 3000 ára gamlar ofnar strákúpur og býkúpur úr brenndum leir. Í Egyptalandi eru til 3.500 ára myndir sem sýna menn annast býkúpur. Kínverjar hófu snemma að ala býflugur og gáfu út kennslubók um býflugnarækt nokkrum öldum fyrr en Vesturlandabúar. Fyrir nokkrum árum fundust við fornleifauppgröft í Ísrael þrjátíu þriggja hæða og ríflega 3000 ára gömul manngerð býbú. Talið er að um milljón Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Sælgæti guðanna Í einföldu máli má segja að hunang sé sætur seigfljótandi vökvi sem bý- eða hunangsflugur búa til úr plöntusafa og frjói sem flugurnar safna úr blómum og flytja heim í búið. Eftirmynd hellamyndar á Spáni sem sýnir mann vera að safna hunangi. Frummyndin er sögð vera frá átta til sex þúsund fyrir Krist. Á sama tíma og humlurnar flögra frá einu blómi til annars og safna blómasafa bera þær frjó milli blómanna og frjóvga þau. Býflugnabú á Íslandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.