Bændablaðið - 07.04.2022, Qupperneq 40

Bændablaðið - 07.04.2022, Qupperneq 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202240 LÍF&STARF Baldur Sæmundsson, áfangastjóri í Menntaskólanum í Kópavogi, heldur um stjórnvölinn í þeirri deild Menntaskólans í Kópavogi sem hýsir Hótel- og matvælaskólann. Hann er bjartsýnn á framtíð matvælanáms í landinu, enda sé ört vaxandi eftirspurn eftir fólki sem aflar sér þekkingar í matvælagreinum og framreiðslustörfum. Myndir / Hörður Kristjánsson Baldur Sæmundsson, áfanga­ stjóri í Menntaskólanum í Kópa­ vogi, þar sem Hótel­ og matvæla­ skólinn er einnig til húsa, segir að heimsfaraldur vegna Covid­19 hafi haft veruleg áhrif á kennslu í matvælanáminu í Hótel­ og matvæla skólanum. Bókleg kennsla lá að verulegu leyti niðri í stað ­ bund inni kennslu og var kennt í gegnum tölvuforritið Teams. Boðið var upp á verklega kennslu staðbundið allan tímann með litlum undantekningum. „Starfsemin var ekki beint aflögð meðan mesti faraldurinn gekk yfir, heldur stýrðist það sem við gátum gert af fjölda nemenda hverju sinni. Þannig vorum við ekki með neina kjötiðnaðarnemendur þennan tíma. Nú eru hins vegar bjartari tímar og uppsöfnuð þörf og fjöldi nemenda sem við munum taka á móti næsta haust,“ segir Baldur. Lærði á Hótel Sögu Baldur er vel þekktur í greinum sem tengjast nú starfsemi Hótel- og matvælaskólans. Hann lærði t.d. bæði að verða kokkur og þjónn á Hótel Sögu í gamla daga, en það nám hóf hann 1979. Hann horfir nú með vissum söknuði á þá þróun sem orðið hefur þar sem hans gamli vinnustaður er hættur starfsemi sem hótel og er að fá nýtt hlutverk sem háskólabygging. „Þá úrbeinuðum við þegar mest var að gera á hótelinu um hálft tonn af lambakjöti eða lærum á viku. Síðan færðist sú vinna meira inn í kjötvinnslurnar, sem er ágætt þótt það sé hluti af kokkanáminu enn þá. Þetta er svo alltaf spurning um hvar mörkin liggja, hvar í ferlinu starfi kjötiðnaðarmannsins lýkur og hvar kokkurinn tekur við. Það verður gaman að takast á við það í framtíðinni hvernig þessar starfsstéttir þróast og hvort þær geta ekki haft enn meiri samvinnu. Ég held að meðal yngra fólks sé fullur vilji fyrir því.“ Hótel- og matvælaskólinn undir hatti Menntaskólans í Kópavogi Hótel- og matvælaskólinn varð til 1996 þegar Hótel- og veitinga- skólinn flutti starfsemi sína í Menntaskólann í Kópavogi. Deildir bakara og kjötiðnaðarmanna voru sömuleiðis fluttar úr Iðnskólanum yfir í MK. Baldur segir að í dag heiti þetta Hótel- og matvælaskólinn og sé deild innan Menntaskólans í Kópavogi. Undir þeim hatti eru nú starf- ræktar iðngreinarnar bakara iðn, framreiðsla, kjötiðn, matreiðsla, grunndeild matvæla- og ferða- greina ásamt viðbótarnámi til stúdentsprófs. Í fullorðinsfræðslu er síðan boðið upp á meistaranám í matvælagreinum, matsveinanám og matartæknanám, en það hefur verið í dreifnámi nú á vorönninni. Ljóst er að við þennan flutning matvælagreina yfir í MK hafa forsvarsmenn skólans sýnt mikla framsýni í uppsetningu á fullkomnu kennslueldhúsi á fyrstu hæð byggingarinnar sem og fullkominnar kjötvinnsluaðstöðu í kjallara hússins þar sem auðveldur samgangur er á milli. Iðngreinarnar hafa stutt vel við bakið á deildinni „Menn sýndu þarna mikla fram- sýni,“ segir Baldur. „Við erum hér með byggingu sem er orðin 26 ára gömul, en aðstaðan er enn til fyrirmyndar. Það hefur vissulega verið ráðist í endurbætur á eldhúsum samkvæmt kröfum tímans. Þá hefur Oddur Árnason, formaður Meistarafélags kjötiðnaðarmanna (MFK), sæmir Baldur Sæmundsson Gullmerki félagsins. Fyrir aftan þá stendur Jón Þorsteinsson kjötiðnaðarmeistari. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Hótel- og matvælaskólinn fer á fullt skrið í haust með nám í kjötiðnaði eftir hægagang, m.a. vegna heimsfaraldurs: Enn þá jafn gaman og þegar ég var sextán ára – segir Baldur Sæmundsson, áfangastjóri í MK, sem byrjaði að læra að vera kokkur og þjónn á Hótel Sögu fyrir 43 árum Ragnar Wessman matreiðslumeistari, Baldur Sæmundsson veitingastjóri, Sveinbjörn Friðjónsson, yfirmaður veitingasviðs, og Jónas Hvannberg aðstoðarhótelstjóri við vígslu breytinga á Grillinu á Hótel Sögu 1992. Mynd / Hótel Saga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.