Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 20226 Nýjar matarvenjur og sívaxandi áhersla á breyttar framleiðsluaðferðir, m.a. í landbúnaði, hafa talsvert verið til umræðu síðustu misserin. Það er þó skoðun fjölmargra að við þurfum að breyta mataræði okkar til að bjarga jörðinni. Við sjáum t.a.m. á stundum mikla neikvæðni í garð landbúnaðar, þá sérstaklega búfjárhalds, sem beinist einna helst að kjötframleiðslu þar sem fólk telur sig meðvitað um „umhverfisleg áhrif“ kjöts á loftlagsbókhald Íslands. Matvælaverð fer hækkandi og líklega sér ekki fyrir endann á þeirri þróun alveg í bráð. Líklega mun matvælaverð haldast hátt í einhvern tíma. Það fer þó eftir því hversu lengi stríðsátök standa yfir í Úkraínu og ekki síður hversu langan tíma það tekur fyrir heimsmarkað með hrávörur og matvæli að ná jafnvægi. Sagan segir okkur að þegar verð á orku og matvælum hefur hækkað hefur það oft og tíðum líka leitt til jákvæðrar þróunar yfir lengri tíma. Tækifæri skapast á markaði fyrir nýja aðila, nýjar tæknilausnir skapa aukna framlegð og bætta nýtingu hráefna. Til skamms tíma þurfa viðbrögð okkar við núverandi matvælakreppu að vera þau að tryggja heimilum með lága innkomu viðunandi lífsskilyrði. Það þarf líka að verja störf í landbúnaði. Þróun víða erlendis er með þeim hætti að stjórnvöld eru að breyta áherslum í umhverfismálum og orkuskiptum til að tryggja matvælaframleiðslu. Sem dæmi má nefna að ræktunarland sem áður var hætt framleiðslu á er nú tekið í notkun aftur. Þetta eru aðgerðir sem eiga að tryggja framleiðslugetu hverrar þjóðar á matvælum. Það þarf hins vegar að halda áfram á þeirri vegferð að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar er hlutverk landbúnaðarins stórt. Það má hins vegar ekki gleyma því að landbúnaður snýst fyrst og fremst um að framleiða matvæli – það er okkar hlutverk. Við þurfum að auka enn frekar skilvirkni í landbúnaði, gera hann minna háðan ytri aðföngum. Vinna á grunni hringrásarhagkerfisins. Þegar þeirri vinnu vindur áfram mun koma í ljós að þar erum við um leið að leggja okkar af mörkum til að minnka losun kolefnis. Umhverfisáhrifin Við verðum að gera okkur grein fyrir að við munum ekki bjarga jörðinni í einu vetfangi. Þetta er samspil ýmissa þátta og þar er þáttur jarðefnaeldsneytis stór partur. Takmörkuð notkun á jarðefnaeldsneyti er það sem mun knýja loftslagsbreytingar áfram. Og jafnvel þó að allt mannkynið yrðu grænkerar myndi það ekki koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Aftur á móti ef verkalýðshreyfingin myndi gera athugasemdir við hækkandi olíuverð og benda á að stjórnvöld þurfi að virkja meira til að hraða orkuskiptum og standa við raforkuþörf framtíðarinnar, þá myndi ef til vill eitthvað hreyfast í þessum málum, annað en umræða um breytingu á vörumerki. Á vorfundi Landsnets kom fram í máli umhverfisráðherra að við orkuskipti bætist einnig orkuþörf til frekari vaxta atvinnuvega. Það snýst ekki allt um gagnaver, heldur snýst þetta einnig um matvælaframleiðslu. Á fundinum kom einnig fram í máli forstjórans að allar ákvarðanir í dag, um frekari orkuvinnslu, verða ekki að raunveruleika fyrr en eftir fimm ár. Fimm ár! Og 2040 er rétt handan við hornið. Það sem var hins vegar einna áhuga­ verðast á þessum fundi var greining Landsnets á töpuðum tækifærum vegna takmarkana í flutningskerfinu en þau tækifæri hverfðust að mestu um þrjá punkta: • Laun almennings á svæðum sem búa við takmarkaðan aðgang að rafmagni hækka minna. • Vöxtur fyrirtækja og arðsemi er minni. • Fyrirtækin sem aldrei verða. Það var einna helst síðasti punkturinn sem sló mig mest – fyrirtækin sem aldrei verða. Eflaust sjá einhverjir fyrir sér stóriðju eða þvíumlíkt. Ég sé aftur á móti matvælafyrirtæki bænda, búrekstur og ræktun sem verða af miklum tækifærum í nýjum búháttarbreytingum, tæknivæðingu og orkuskiptum í samgöngum og vinnuvélum, vegna þess að ákvarðanir í dag verða ekki að raunveruleika fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm ár. Bændur þurfa að standa upp fyrir sína atvinnugrein þegar kemur að því að ræða ávinning landbúnaðar fyrir umhverfið. Bændur eru hluti af lausninni. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (24. tölublöð) kostar þá kr. 12.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 8.000 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Vorið er tími vonar og væntinga og þá hýrnar yfir Íslendingum, ekki síst nú eftir afspyrnu leiðinlega ársbyrjun í veðurfari. Það ætti því að öllu eðlilegu að vera tilefni til að gleðjast, einkum hjá sauðfjárbændum sem standa nú í miðjum sauðburði. Bændur þessa lands velta nú fyrir sér hvernig hægt sé að auka framleiðslu til að mæta kröfum um fæðuöryggi þjóðarinnar. Hjá garðyrkjubændum er ekki spurning um að þar liggja mikil tækifæri í að auka framleiðslu fjölmargra tegunda og brydda upp á nýjungum í ræktun. Það vantar nefnilega talsvert upp á að íslenskir garðyrkjubændur nái að fullnægja eftirspurn. Þeir búa líka svo vel að hafa almenningsálitið með sér, því flestir velja heilnæma íslenska tómata, gúrkur, jarðarber og fleiri tegundir umfram innflutta. Hér er ræktað með lífrænum vörnum gegn sníkjudýrum en ekki stuðst við efnafræðilegt eiturgutl. Þetta skiptir líka máli þegar rætt er um heilbrigði landsmanna og kostnað við rekstur heilbrigðis kerfisins. Kjötframleiðslugreinarnar og mjólkur­ framleiðslan koma líka mjög sterkt inn í heilbrigðisumræðuna. Þótt það dragi vissulega úr vorgleðinni að allur tilkostnaður fer hratt vaxandi, þá stendur íslensk sauðfjárrækt, nautgriparækt, svínarækt, alifuglarækt og hrossarækt afskaplega vel í alþjóðlegu tilliti hvað varðar litla notkun sýklalyfja. Ofnotkun sýklalyfja sem vaxtarhvata í kjötframleiðslu víða um heim hefur orsakað hraða þróun ofurbaktería. Það er nú talin helsta ógn heilbrigðisþjónustunnar um allan heim. Sjúkrahús eru þegar farin að finna fyrir því að hefðbundin sýklalyf duga ekki alltaf til að meðhöndla sýkingar í fólki sem hefur fengið í sig ofurbakteríur. Þá þarf að grípa til lyfja sem notuð eru sem lokaúrræði þegar allt annað bregst, en þau eru fokdýr í innkaupum. Þá er meðhöndlun sjúklinga sem sýkjast af ofurbakteríum flókin og oft seinleg og því mjög kostnaðarsöm. Þrátt fyrir alla okkar tækni í læknisfræði dugar það oft ekki til í baráttunni við sýklalyfjaónæmar bakteríur og líka bakteríur sem þola öll önnur lyf sem gegn þeim er beitt. Staðan í dag er því sú að á hverju ári deyja hundruð þúsunda manna vegna baktería sem orðið hafa að plágu einfaldlega vegna græðgi í viðskiptum með matvæli. Í læknablaðinu Lancet þann 19. janúar síðastliðinn var áætlað að árið 2019 hafi 4,95 milljónir manna þegar látist í heiminum vegna afleiðinga af sýkingum sýklalyfjaónæmra baktería. Þetta eru tölur úr rannsókn sem byggð var á gögnum frá 204 löndum og landsvæðum. Af þessum fjölda er talið að 1,27 milljónir manna hafi látist vegna beinnar sýkingar sýklalyfja­ eða fjölónæmra baktería. Til samanburðar var HIV veiran þá búin að deyða 864.000 manns og malaría 643.000. Sem stendur er dánartíðnin af völdum sýklalyfjaónæmra baktería hæst í Vestur­ og Mið­Sahara. Af þeim sem smitast á því svæði af ofurrbakteríum er dánartíðnin komin í 27,3 af hverjum 100.000 íbúum sem er afar mikið. Við Íslendingar erum mjög heppin hvað þetta varðar ef horft er til þess hvernig við stundum okkar landbúnað. Það hlýtur því að vera mikið keppikefli fyrir okkur sem þjóð, og fyrir okkar heilbrigðiskerfi, að við gerum allt sem hægt er til að efla okkar landbúnaðarframleiðslu. Allar sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería sem við getum komið í veg fyrir með heil brigðri matvælaframleiðslu, svo ekki sé talað um dauðsföll, eru ómetanleg verðmæti. /HKr. Þessi mynd var tekin af leiðinni upp á vestanverðan Klettháls í Austur-Barðastrandarsýslu. Fyrir neðan brekkuna blasir við Skálmarfjörður, sem liggur í boga og er opinn til suðurs út í Breiðafjörð. Beint út af Skálmarfirði eru Skáleyjar. Dökka fjallið sem sést suðvestan við Skálmarfjörð heitir Skálmarnesmúlafjall, en við norðurenda þess er lágt eyði þar sem þjóðvegurinn liggur yfir í Kerlingafjörð. Innst í Skálmarfirði vestanverðum er Vattarfjörður, sem er afar stuttur og vart meira en vík inn úr Skálmarfirði. Fyrir botni Skálmarfjarðar sem sést hér hægra megin á myndinni er Skálmardalur. Þaðan er hægt að ganga um Skálmardalsheiði yfir í Gervidal, eða Gjörvidal, í botni Ísafjarðar við Ísafjarðardjúp. Þýskir verslunarstaðir voru áður fyrr á Langeyri og Sigurðareyri við Skálmarfjörð. Nú er öll byggð við fjörðinn komin í eyði. Mynd / Hörður Kristjánsson Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Sími smáauglýsinga: 563 0300 – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir– Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Ómetanleg verðmæti Bændur eru hluti af lausninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.