Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 2022 43 Þar með er þó ekki öll sagan sögð um hugsanlegan uppruna tófú því aðrir telja að tófú hafi fyrst orðið til fyrir tilviljun þegar froða af soðnum sojabaunum blandaðist sjávarsalti. Einnig eru þeir til sem segja að Kínverjar hafi lært að búa til tófú af Mongólum. Rökin fyrir þessari kenningu eru orðsifjalegs eðlis og það að kínverska orði rǔfǔ sem er heiti fyrir hleypta mjólk líkist mongólska orðinu dòufu sem þýðir hleyptur sojabaunasafi. Talið er að Benjamín Franklin, einn þeirra sem skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna Norður-Ameríku, sé fyrsti Ameríku- maðurinn til að minnast á tófú á prenti. Franklin var fróðleiksfús og lagði stund á ýmis fræði auk þess sem hann var útgefandi, diplómat og sendiherra svo dæmi séu tekin. Hann minnist á tófú í bréfi til vina sinna, Johns Bartram og James Flint, árið 1770 og segist hafa kynnst því í London og kallar það kínverskan ost eða towfu. Bartram var gríðarlegur áhugamaður um plöntur og ræktun og kallaði Svíinn Carl von Linnaeus hann mesta sjálfmenntaða grasafræðing í heimi. Í bréfinu frá Franklin fylgdu nokkrar sojabaunir sem Bartram tók til ræktunar og eru það líklega fyrstu sojabaunirnar sem ræktaðar eru í Vesturheimi. Fyrsta fyrirtækið í Bandaríkjunum til að hefja framleiðslu á tófú í stórum stíl var stofnað árið 1887. Kínverska grænmetisætan og anarkistinn Li Yuying hlaut menntun sína í Frakklandi þar sem hann lagði stund á líf- og landbúnaðarfræði. Árið 1908 stofnaði hann ásamt fleirum tófú-verksmiðju skammt norður af París til að afla fjár fyrir málstað anarkista og búa til mat handa fátæklingum. Verksmiðjan var sú fyrsta í heimi til að öðlast einkarétt á framleiðslu á sojamjólk. Starfsmenn verksmiðjunnar, sem margir hverjir voru ungir karlkyns námsmenn frá Kína sem bjuggu í húsnæði tengt verksmiðjunni, lifðu samkvæmt ströngum siðareglum þar sem bannað var að neyta áfengis og tóbaks, fjárhættuspil var bannað og stúdentum var einnig bannað að leita til gleðikvenna. Deginum hjá stúdentunum var skipt í tvennt, annars vegar vinnu og hins vegar nám. Li Yuying skrifaði talsvert um sojabaunir, sögu þeirra og heilsufarslegt gildi og urðu rit hans til þess að vitneskja um soja og tófú breiddist út um Evrópu og til frönskumælandi svæða víða um heim. Í dag er tófú þekkt um allan heim og ekki síst hjá þeim sem kjósa að neyta grænmetisfæðis. Orðsifjar Enska heitið tofu er komið úr japönsku, tōfu, sem er svo aftur komið úr mandarín kínversku, dòufu. Íbúar Malasíu segja tauhu og á Filippseyjum kallast tófu tahô. Í dag er enska heitið eða heimfærð útgáfa af því notað víðast hvar í heiminum eins og tófú á íslensku. Næringarinnihald Sojabaunir og tófú er sú afurð úr jurtaheiminum sem kemst næst kjöti af próteini og því góð uppspretta þess fyrir grænmetisætur. Í hundrað grömmum af tófú eru um 1,3 grömm af fitu, það er snautt af kaloríum en ríkt af járni og yfirleitt ríkt af kalsíum og magnesíum, en það fer eftir hleypingunni og íblöndunarefnum sem notuð eru til hennar. Fólk sem er með ofnæmi fyrir baunum ætti ekki að neyta tófús. Tófú til manneldis Eitt og sér er tófú bæði lyktar- og bragðlítið og því gott sem hlutlaus undirstaða í margs konar rétti. Það tekur auðveldlega í sig bragð og er oft marinerað í soja-, chili- og sesamsósu. Litur ólitaðs tófús ræðst af sojabaunaafbrigðinu sem það er unnið úr. Í grófum dráttum er tófú flokkað eftir því hvort það er ferskt úr sojasafa eða hvort það er áframunnið. Það er einnig flokkað eftir festu í ópressað mjúkt túfú og pressað miðlungs þétt, þétt og hart tófú. Ópressað mjúkt tófú líkist einna helst sýrðum rjóma eða hafragraut og er gert úr sojabaunavökva og sjó eða vatni sem saltað er með sjávarsalti og borðað upphitað. Mjúkt pressað tófú, eða silki- tófú eins og það er stundum kallað, er léttpressað og með miklu vökvainnihaldi og líkist linsoðinni eggjahvítu. Þess er iðulega neytt fersks og bakaðs sem ábætisréttur með vorlauk, rækjum og soja- eða chilisósu og borðað með skeið. Áferðin á þéttu tófú og viðkoma þess er ekki ólík brauðosti eða hráu kjöti og auðvelt er að borða það með prjónum en þéttleikinn ræðst af vatnsinnihaldi. Hart tófú, sem í Kína kallast þurrt tófú eða grænmetiskjúklingur, er búið að pressa þannig að í því er lítill sem enginn vökvi. Áferð þess og viðkoma er nánast eins og parmesanostur og brotnar á svipaðan hátt. Það að þurrka tófú á þennan hátt jók geymsluþol þess til muna. Pæklað og gerjað Fyrir tíma kælitækninnar var tófú geymt meðal annars með því að herða það, pækla eða gerja. Við pæklun í Kína var hert tófú skorið í litla teninga og geymt í saltvatni, hrísgrjónavíni eða ediki ásamt chili, hrísgrjónum eða sojabaunum. Mjúkt tófú var aftur á móti látið gerjast í söltum grænmetis- eða fiskilög. Lyktin af slíkum legi er sagður vera eins og af vel þroskuðum osti eins og Gamle oles farfar og stundum kallað illaþefjandi tófú og aðeins fyrir lengra komna. Fryst tófú er stundum kallað þúsundlaga tófú vegna þess að ískristallar sem myndast við frystinguna láta það líta út eins og það sé í lögum. Frosið tófú tekur einnig á sig gulan lit. Tófúskinn og sojakvoða Hliðarafurðir eins og tófúskinn og sojakvoða verða til við framleiðslu á tófú. Skinnið er ekki ólíkt hertri mjólkurskán, eftir að skinnið er þurrkað kallast það bambustófú og líkist einna helst þunnu og mjúku plasti sem auðvelt er að móta í alls konar form. Bambustófú er mikið notað sem mót fyrir tófúrétti sem eiga að líkjast kjöti. Uppistaðan í sojakvoðu eru trefjar sem eftir standa við framleiðslu á sojavökva sem notaður er til að búa til tófú. Kvoðan er mikið notuð sem íblöndunarefni í búfjárfóður en einnig til manneldis eins og grænmetisborgara. Í Japan er kvoðan meðal annars notuð til ísgerðar. Fæða fyrir forfeðurna og lækningamáttur Í austanverðu Kína er enn til siðs að heimsækja grafir látinna ættingja og færa þeim mjúkt tófú. Ástæða þessa er sögð sú að andar forfeðranna hafa fyrir löngu misst kinnar og kjálka og tófu mjúk fæða sem þeir geta borðað. Í kínverskri lækningahefð er tófú sagt kælandi, afeitrandi og úr áhrifum yang-afla á líkamann. Tófú á Íslandi Lítið fer fyrir umræðu um tófú í íslenskum fjölmiðjum fyrr en í upphafi níunda áratugar síðustu aldar sé vitnað til leitar á tímarit.is. Samkvæmt leitinni var fjallað um tófu níu sinnum í fjölmiðlum frá 1980 til 1989. Í dag er tófu vel þekkt hér á landi sem grænmetisfæða en færri gera sér líklega grein fyrir því að soja og tófú er undirstöðuhráefnið í fjölda innfluttra tilbúinna skyndirétta. 匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㄀㈀ ∠ ㄀㄀  刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㄀㔀㄀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀 刀愀昀最攀礀洀椀爀椀渀渀  搀爀琀琀愀爀瘀氀椀渀渀椀 漀爀椀渀渀 最愀洀愀氀氀 漀最 氀切椀渀渀 㼀 嘀攀爀琀甀 琀椀氀戀切椀渀  瘀漀爀瘀攀爀欀椀渀 洀攀 刀䄀䘀䜀䔀夀䴀䄀刀 Tófúpartí Huizong keisara af Song sem var uppi 1082 til 1135. Anarkistinn og tófúgerðarmaðurinn Li Yuying. Tófúskinn er mikið notað í grænmetisborgara. Nútíma tófúframleiðsla. Rómantísk uppsetning á tófugerð og -sölu með gamla laginu. Snakk gert úr tófú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.