Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 20222 Á stjórnarfundi Bændasamtaka Íslands þann 3. maí sl. var samþykkt að skipa nýja stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnað­ arins (RML). Nýr formaður stjórnar er Björn Halldórsson og auk hans koma inn ný í stjórn, Áshildur Bragadóttir, Sæmundur Sveinsson og Reynir Þór Jónsson. Vigdís Häsler mun áfram sitja í stjórn RML. Þegar ný stjórn Bændasamtakanna tók við í apríl var eitt af hennar fyrstu verkum að skipa fólk í stjórnir þeirra fyrirtækja, nefnda og ráða sem að Bændasamtökin hafa aðkomu að. „Hlutverk stjórnar Bænda- samtakanna er að hafa yfirsýn yfir starfsemi samtakanna og tengdra félaga. Þegar ný stjórn kemur að samtökunum er eitt af fyrstu verkum hennar að fara yfir skipanir þessara stjórna og ráðast í breytingar til að sinna þessu hlutverki sínu. Þannig er þetta raunar ekki bara eðlilegt, heldur beinlínis skylda stjórnar Bændasamtakanna að endurskoða þetta við stjórnarskipti,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Eðlilegar breytingar Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum vegna breytinganna. „Það er nú nokkuð langt seilst að tala um að fólk hafi verið rekið eða að um hópuppsagnir sé að ræða. Sá sem viðhefur þannig málflutning misskilur eðli svona stjórnarsetu og hvert hlutverk Bændasamtakanna er. Því staðreyndin er sú að fyrrum stjórnarmenn RML í þessu tilfelli sóttu umboð sitt til stjórnar sem ekki situr lengur og ný stjórn vill skipa einhverja aðra. Sem er fullkomlega eðlilegt og þekkist mjög víða. En auðvitað skil ég það að einhverjum sárni og einhverjir hefðu viljað sitja áfram. En hlutverk okkar í stjórn BÍ er að velja þá sem við teljum að séu hæfastir hverju sinni en ekki hverjir vilja það mest,“ segir Gunnar. Umfangsmeiri verkefni RML Björn Halldórsson segir nýtt verkefni sitt sem formaður stjórnar spennandi. „Ég geri mér ágætlega grein fyrir mikilvægi þessa fyrirtækis, bæði fyrir landbúnaðinn og ekki síður fyrir samfélagið. Það er enn skýrara eftir því sem áherslan á fæðuöryggi verður meiri, og nú þegar það er orðið hluti af þjóðaröryggisstefnu verður verkefni RML umfangsmeira og gerðar verða meiri kröfur til þess,“ segir Björn en hann mun vera fyrsti starfandi bóndinn sem gegnir hlutverki formanns stjórnar RML. Áður hefur hlutverkið ávallt verið í höndum framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, samkvæmt samþykktum sem nú hafa verið breyttar. „Á síðasta Búnaðarþingi var staða og þjónusta RML rædd. Sumum fannst tengslin milli bænda og fyrirtækisins ekki nægjanlega mikil og að skoða þyrfti áherslurnar í þjónustunni. Þar heyrðust misjafnar skoðanir og það er eðlilegt. Ef maður fær ekki neina málefnalega gagnrýni þá gerist ekkert,“ segir Björn, sem er bóndi í Engilhlíð í Vopnafirði. /ghp FRÉTTIR 1703 1760 1784 1800 1855 1861 1901 1924 1934 1945 1949 1955 1960 1966 1970 1974 1977 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 2021 Series1 279.000 357.000 50.000 304.000 490.000 327.000 482.000 583.000 699.000 532.000 402.000 658.000 834.000 850.000 736.000 864.000 896.000 827.927 710.190 548.707 458.367 465.637 420.235 477.275 473.553 400.724 385.194 0 100.000 200.000 300.000 400.000 500.000 600.000 700.000 800.000 900.000 1.000.000 Fjöldi sauðfjár í vetrarfóðrun á Íslandi frá 1703 til 2021 - Samkvæmt gögnum Mælaborðs landbúnaðarins 1981-2000 og samantekt dr. Ólafs R. Dýrmundssonar 1703-1980 M óð uh ar ði nd in M æ ði ve ik i Ka lá r M es ti fjá rfj öl d frá u pp ha fi Fj ár kl áð i Bændablaðið HKr. Stefnir í að sauðfjárstofninn á Íslandi verði sá minnsti í rúm 200 ár – Fjárstofninn á síðasta ári var sá minnsti frá aldamótunum 1900 og ekki mikið stærri en hann var árið 1800 Sauðfé heldur áfram að fækka í landinu en samkvæmt fyrirliggjandi tölum matvæla ráðuneytisins taldist ásett fé um síðustu áramót vera 385.194. Hefur sauðfé ekki verið færra á Íslandi í 161 ár, samkvæmt gögnum Hagstofu og dr. Ólafs R. Dýrmundssonar, eða síðan 1861, þegar talsverð fækkun varð vegna fjárkláða og stofninn fór þá niður í 327.000. Sauðfé hefur aldrei verið færra á Íslandi frá aldamótunum 1900 en í fyrra. Meira að segja eftir gríðarlegan fjárfelli vegna mæðiveiki árið 1949 var stofninn stærri en nú, eða 402.000 fjár. Um 18,3% fækkun fjár á tíu árum Þegar skoðuð er þróun sauðfjárfjöld á Íslandi síðustu 10 ár, eða frá 2012, þá kemur í ljós að vetrarfóðruðu sauðfé hefur fækkað úr 471.470 í 385.194 á síðasta ári, eða um 86.276. Það þýðir hátt í fimmtugs fækkun, eða um 18,3%. Stefnir í minni fjárstofn en árið 1800 Miðað við rekstur sauðfjárbúa í dag og afurðaverð til bænda eru miklar líkur á að bændur muni enn fækka í bústofni sínum á komandi hausti. Fer þá að styttast í að fjöldi sauðfjár á Íslandi verði orðinn sá minnsti frá því eftir niðurskurð vegna fjárkláða árið 1861 þegar stofninn fór í 327.000 fjár. Árin þar á undan hafði sauðfé fjölgað ört og var komið í 490.000 árið 1855. Ef niðurskurður verður mjög mikill í haust, eins og margir tala um, fer fjöldinn að nálgast að vera sá minnsti í 221 ár, en hér voru 304.000 fjár árið 1800. Þetta er greinilega alvarleg staða, sér í lagi nú þegar þjóðir heims horfa í auknum mæli til fæðuöryggis og að vera sem mest sjálfum sér nægar um matvælaframleiðslu. Umræða um ofbeit ekki í samræmi við tölulegar staðreyndir Þegar horft er á þessar tölur í sam- hengi við tal um ofbeit á afréttum, má segja að sú umræða sé orðin undarleg ef land á sumum stöðum gos beltis Íslands er undanskilið. Allar mælingar sýna að gróðri hefur farið mjög fram á Íslandi á liðnum áratugum vegna hlýnandi loftslags. Bent hefur verið á að umtalsverður munur er t.d. á stöðu gróðurfars í dag en þegar vetrarfóðrað fé var flest á Íslandi árið 1977, eða 869.000 talsins. Því til viðbótar hafa bændur vísað til þess að þeir hafa verið mjög atkvæðamiklir við uppgræðslu lands á liðnum árum. Neyddir til breyttrar hugsunar vegna versnandi afkomu Lágt afurðaverð og stórhækkandi rekstrarkostnaður er mikið í um- ræðunni hjá sauðfjárbændum um þessar mundir. Þar vegur hækkun áburðarverðs sem og eldsneytisverð og verð að tækjum og búnaði afar þungt. Breyttar rekstrarforsendur eru að neyða marga sauðfjárbændur til að hugsa málin upp á nýtt. Líklegasta útkoman á komandi mánuðum er að einhverjir bændur fækki við sig fé. Um leið gætu bændur jafnvel farið að sjá flöt á að ræða það hvort nauðsyn á afréttabeit heyri ekki sögunni til ef tekið er tillit til fækkunar í sveitum, kostnaðar og afkomu sauð fjárbúanna. Horfa mætti til þess að vegna minnkandi sauðfjárstofns er orðið mikið af ónýttu ræktarlandi á láglendi. Það mætti augljóslega nýta til beitar. Stýrð beit í hólfum feimnismál? Í samtölum Bændablaðsins við sauðfjárbændur á liðnum misserum virðist það þó af einhverjum ástæðum enn vera hálfgert feimnis- mál að ræða stýrða beit í hólfum innan girðinga. Margir hafa þar áhyggjur af ímynd íslenska fjallalambsins. Lambakjötið hefur verið kynnt sem einstök vara á heimsvísu. Lömbin hafi allt frá landnámi gengið frjáls um úthaga frá burði til slátrunar. Fæðan er fjölbreyttur gróður sem fullyrt er að hafi áhrif á kjötgæði. Hvort slíkt ímyndarmál vegur þyngra en hugsanlegt hagræði af hólfastýrðri beit á láglendi, þarf trúlega að leiða í ljós með faglegri rannsókn. /HKr. Ef margir bændur grípa til þess næsta haust að fækka sínu fé til að mæta hækkandi rekstrarkostnaði, þá gæti stefnt hratt í að færra fé verði á Íslandi en var um aldamótin 1800. Mynd / HKr. Lítils háttar fjölgun loðdýra Loðdýrum fjölgaði lítillega á Íslandi á árinu 2021, eða úr 15.849 árið 2020 í 16.659, en þetta eru nær eingöngu minkar. Stofninn er þó ekki svipur hjá sjón miðað við það er best lét þegar metverð fékkst fyrir minkaskinn árið 2013. Þá fór meðalverðið í um 13.400 krónur fyrir skinnið. Verð á minkaskinnum féll ört eftir 2013 og komið niður fyrir kostnaðarverð árið 2016, eða í um 4.000 krónur skinnið. Leiddi það til þess að minkabúum fækkaði mjög á Íslandi og eru nú aðeins 5 eftir. Verð á loðskinnum er nú aftur á uppleið og komið yfir 6.000 krónur. Stjórnvaldsskipun var gefin út í Danmörku um að eyða öllum eldismink í landinu vegna Covid- 19 seint á árinu 2020 og í byrjun árs 2021. Var um sjö milljónum minka þá eytt. Kom svo í ljós að stjórnvöld höfðu gert þetta með ólögmætum hætti og voru því orðin bótaskyld upp á sem nemur mörgum tugum milljarða íslenskra króna. Þetta var sérlega bagalegt vegna þess að danskir minkabændur höfðu um árabil verið fremstir í heimi í minkaræktinni. Þá fengu íslenskir bændur öll sín stofndýr frá Dönum. Sá litli stofn sem eftir er á Íslandi er því orðinn erfðafræðilega mjög verðmætur og hafa Danir verið að líta til Íslands varðandi enduruppbyggingu síns minkastofns. /HKr. Í fundargerðum stjórnar Bændasamtakanna sem samþykktar hafa verið og birtar á Bændatorgi, aðgengilegar öllum félagsmönnum BÍ, má sjá í þeirri nýjustu, öðrum fundi nýrrar stjórnar, dagsettum 19. apríl sl. undir 1. lið g) Stjórnir, nefndir, fagráð og starfshópar – skipan: „Formaður og framkvæmdastjóri lögðu fram og kynntu „minnisblað skrifstofu til stjórnar BÍ“, dags. 18. apríl 2022, um núverandi skipan ýmissa stjórna, nefnda, fagráða og starfshópa sem stjórnar- eða starfsmenn samtakanna eiga sæti í fyrir þeirra hönd. Eftir miklar umræður var samþykkt samhljóða að fela formanni og framkvæmdastjóra að gera breytingar á ofangreindum hópum með hliðsjón af þeim hugmyndum sem reifaðar voru á fundinum og leggja fram tillögu þar að lútandi á næsta fundi stjórnar.“ Ný stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins Björn Halldórsson. Mynd / HKr. Björgun fær námaleyfi fyrir skeljasand Orkustofnun hefur veitt Björgun námaleyfi að nýju til vinnslu á skeljasandi úr Faxaflóa. Vonir eru bundnar við að hægt verði að afgreiða skeljasand innan viku, en innlendar skeljasandsbirgðir voru á þrotum í byrjun apríl. Um 12 þúsund tonna leyfi Um bráðabirgðaleyfi til eins árs er að ræða þar sem heimilt er að taka 10 þúsund rúmmetra af skeljasandi, sem er um 12 þúsund tonn, af hráum skeljasandi. Á síðasta ári seldi Björgun tæplega tíu þúsund tonn af skeljasandi til fóður- og áburðarsala, til bænda, verktaka og golfklúbba, auk steinullarframleiðslu. Rúmlega þriðjungur til jarðaræktar og fóðurgerðar Rúmlega þriðjungur af sölunni á síðasta ári fór til jarðræktar. /smh Sóley er sanddæluskip Björgunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.