Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 1
288 9. tölublað 2022 ▯ Fimmtudagur 12. maí ▯ Blað nr. 610 ▯ 28. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Í erindi sem hún hélt á Búnaðarþingi veitti Bóel Anna Þórisdóttir innsýn inn í starfsemi blóðmerabúskapar, sem hún hefur stundað í 24 ár til hliðar við mjólkuframleiðslu og fleira. Bændablaðið heimsótti Móeiðarhvol 2 og fékk að kynnast búrekstrinum en þar er myndarlegt fjós með 130 kúm og úti fyrir voru 90 hryssur sem nýttar eru til blóðtöku. Hundurinn Tumi vildi vera með á mynd. – Sjá nánar á bls. 36–37. Mynd / Guðrún Hulda Pálsdóttir Heildarfjöldi búfjár í landinu árið 2021 taldist vera 1.236.267 fjórfætlingar og fiðurfé: Talning á hrossum er enn í ólestri og möguleg skekkja 15.431 hross Heildarfjöldi búfjár í landinu um áramót 2021 var 1.236.267 dýr. Inni í þeirri tölu er nautgripa­ stofninn, sem taldi 80.563 gripi, sauðfjárstofninn með 385.194 vetrarfóðrað fé og svínastofninn með 10.166 gyltur og gelti. Þá eru tvær tölur gefnar upp um hrossastofninn, annars vegar 54.069 og hins vegar áætluð tala upp á 69.500 hross. Sauðfé heldur áfram að fækka í landinu, samkvæmt fyrirliggjandi tölum taldist ásett fé um síðustu áramót vera 385.194. Hefur sauðfé ekki verið færra á Íslandi í 161 ár, eða síðan 1861 þegar talsverð fækkun varð vegna fjárkláða og stofninn fór þá niður í 327.000. Í öðrum búfjárstofnum hafa ekki orðið miklar sveiflur ef alifuglar eru undanskildir þar sem varð gríðarleg aukning 2016, en síðan fækkun á milli áranna 2019 og 2020 upp á 153.327 fug la. Eins hefur orðið mikill niður­ skurður í minkastofninum á síðustu tveimur árum. Tölur um hrossaeign landsmanna enn í mikilli óvissu Tölur um hross landsmanna hafa verið mjög á reiki síðan talning forðagæslumanna var aflögð fyrir nokkrum árum. Á árunum 1990 til 2009 fór fjöldi hrossa aldrei undir 70 þúsund undir vökulum augu þeirra. Flest voru þau talin árið 1996, eða 80.595. Árið 2009 var fjöldinn talinn vera 77.291 hross, en hrundi skyndilega niður í 55.781 árið 2010 af einhverjum undarlegum ástæðum. Ekki kom það samt fram í aukningu á hrossakjöti á markaðnum þótt þeim fækkaði skyndilega um 21.510 hross. Mikið misræmi kom líka fram í tölum um hrossafjöldann árið 2013 þegar Hagstofa Íslands sagði hrossin vera 72.626, en Búnaðarstofa Mast, sem þá hafði tekið við yfirumsjón með talningunni, sagði þau vera 53.021. Bent var á þetta misræmi í Bændablaðinu í sumarbyrjun 2014 og vísaði Mast þá til ófullnægjandi skila á haustskýrslum og minni eftirfylgni með skilum á tölum sem forðagæslumenn höfðu áður sinnt. Allar götur síðan hefur ekki tekist að fá áreiðanlegar tölur um hrossastofninn í landinu. Skekkja upp á 15.431 hross! Hross voru á síðasta ári 54.069 sam kvæmt samantekt matvæla­ ráðun eytisins, sem nú heldur utan um þessi gögn. Óvissan um rétta talningu er hins vegar enn gríðarleg og gefur ráðuneytið sjálft því líka upp áætlaðan fjölda hrossa á árinu 2021, eða 69.500 hross. Þarna munar 15.431 hrossi sem hlýtur að teljast algjörlega óviðunandi niðurstaða. Alifuglarækt hefur lengst af á síðustu 40 árum verið umfangsminni en sauðfjárræktin. Árið 1981 voru hér samkvæmt Mælaborði landbúnaðarins 416.799 varphænsni og holdahænsni samanlagt. Auk þess voru 1.363 endur. Alifuglarækt fór vaxandi til 1985 þegar stofninn taldist vera 584.904 fuglar. Þá var sauðfé til samanburðar 710.190. Nú er stofninn sagður 689.616, en sauðfjárstofninn kominn niður í 385.194. Var sauð­ fjárstofninn því í fjölda um síðustu áramót kominn niður í tæplega 56% af alifuglastofninum. Alifuglaræktin var í mestri lægð 2001 Frá 1985 til 2001 fór alifuglarækt hrakandi þó með tveim uppsveiflum, þ.e. 1990 og 1999, en var samt langt undir sauðfjárfjöldanum. Neðst fór alifuglaræktin í 207.102 fugla á árinu 2001, en fór síðan hratt stígandi fram til 2007 þegar alifuglaræktin fór í fyrsta sinn fram úr sauðfjárræktinni. Þá töldust alifuglar í landinu vera 469.682, en sauðfé 456.007. Eftir þetta varð hökt á alifuglaræktinni fram til 2015 þegar stofninn taldist vera 249.044 fuglar. Á árinu 2016 varð gríðarlegt stökk og á einu ári stækkaði alifugla­ stofninn um 793.424 fugla og fór upp í 1.042.468. Þetta er aukning upp á rúm 318,5%. Það sama ár talist sauðfjárstofninn vera 476.647 skepnur. Um síðustu áramót taldist alifugla­ stofninn í heild vera 689.616. Það er veruleg fækkun frá árinu 2020, þegar alifuglastofninn var talinn vera 842.943 fuglar. Það eru varphænsni eldri en 5 mánaða, holdahænsni eldri en 5 mánaða, lífungar yngri en 5 mánaða, kjúklingar, endur, gæsir, kalkúnar og aðrir alifuglar. Erfitt er þó að henda nákvæmar reiður á fjöldann, sem er mjög breytilegur innan ársins og innan mánaða vegna hraðs vaxtar og örrar slátrunar. Varphænum fækkar um helming Athyglisvert er að varphænsnum hefur fækkað um rúmlega helming á milli ára, eða úr 203.643 í 100.565 fugla. Þær voru hins vegar 231.901 árið 2018. Holdahænsni töldust vera 44.813 um síðustu áramót og fjölgaði um 7.603 fugla milli ára. Vantar samt talsvert upp á að þær nái fjöldanum 2019 þegar þær voru 61.974. /HKr. – Sjá nánar á bls. 2 Kolvetnissnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum Efri Fitjar í Fitjárdal: Þar sem sólin skín í sinni 30–31 Góð grásleppuveiði en verð er of lágt Veiðar á grásleppu hafa gengið þokkalega það sem af er yfir­ standandi vertíð. Alls fengu 134 bátar leyfi til veiðanna í þá 25 daga sem hverjum báti er úthlutað. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að allmargir bátar hafi lokið veiðum og að nýir séu að detta inn. „Aflinn það sem af er hefur verið góður en samt minni en á sama tíma á síðasta ári. Verð fyrir aflann hefur hækkað um fjórðung en er samt of lágt miðað við kostnað við veiðarnar. Annað sem er áhugavert er að verð á grásleppuhrognum er lágt miðað við verð sem er að fást fyrir annars konar hrogn sem er í hámarki um þessar mundir.“ Veðrið hefur verið grásleppu­ sjómönnum skaplegt og einn bátur búinn að landa um 60 tonnum, sem er mjög góður afli, en meðaltal á bát það sem af er vertíðinni er um 22 tonn en var um 37 tonn í fyrra, sem helgast meðal annars af því að dögunum var fækkað úr 30 í 25. Að sögn Arnar hefur ekki tekist að selja grásleppuhveljur til Kína á þessu ári og fer hún í bræðslu. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.