Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202248 Höskuldur Ari Hauksson hefur verið vínbóndi í Hünenberg See í kantónunni Zug í miðhluta Sviss um nokkurra ára skeið ásamt konu sinni, Söru Hauksson, og var á Íslandi á dögunum til að kynna nýjustu vöruna sína, freyðivínið Perlur. Sífellt bætast við nýjar tegundir í vörusafn þeirra hjóna og er stöðug þróunarvinna í gangi á vínekrunum til að gera framleiðsluna skilvirkari. „Við erum farin að beita dvergkindum af kyninu Ouessant allt árið á ekrunum okkar. Til þess að þetta gangi upp höfum við verið að breyta því hvernig vínviðurinn vex, við látum berin vera uppi og greinarnar svo vaxa niður á móti. Eins höfum við verið að planta nokkur þúsund kryddjurtum á milli vínviðarplantnanna. Í haust stendur svo til að breyta fjórum skikum yfir í „agro-forestry“ með því að planta ýmsum trjám og runnum á ekrunum,“ útskýrir Höskuldur, sem starfaði í fjármálageiranum erlendis í um 20 ár áður en hann fór að þróa sig áfram með víngerð í Sviss með konunni sinni. Lykillinn er fjölbreytileiki í jarðveginum Í upphafi keypti Höskuldur um eitt tonn af Pinot Noir þrúgum á ári. Áhugamálið stækkaði og árið 2015 tók hann við fyrstu ekrunni sinni í Gordemo í Ticino í ítölskumælandi hluta Sviss. Tveimur árum síðar fór hann út í vínrækt að fullu starfi og tók við býli í Remigen í Aargau í Norðurhluta Sviss, svo við öðru býli skammt frá í Döttingen síðastliðið vor. Í áranna rás hefur ákveðin þróunarvinna verið viðhöfð sem skilar tilætluðum árangri. „Við erum að breyta því hvernig vínviðurinn vex, þannig að berin séu efst og laufið vex síðan niður á við. Með þessum hætti eru berin nógu hátt uppi til að dvergkindurnar nái ekki til þeirra. Það hefur þann kost í för með sér að við getum leyft kindunum að vera inni á ekrunni allt sumarið, þurfum ekki að slá grasið og þær gefa okkur svo áburð og hjálpa til við að fá meiri fjölbreytileika í flóruna af örverum í jarðveginum. Við notum „holistic grazing“ sem þýðir að við beitum kindunum í þéttum hópi á lítið svæði í einu og færum þær mjög ört. Þetta er kerfi sem Allan Savory gerði vinsælt en það hjálpar til að bæta jarðveginn – eykur á myndun hummus og fjölbreytileika og fjölda örveranna sem eru svo mikilvægar fyrir heilbrigðan jarðveg,“ segir Höskuldur og bætir við: „Lífkerfið virkar þannig að vínviðurinn ljóstillífar og myndar einfaldar sykrur. Hann gefur síðan stóran hluta af þessum sykri í gegnum ræturnar inn í jarðveginn til þess að ala upp bakteríur og ýmsa sveppi. Þessar örverur nota síðan ensím til þess að leysa upp ýmis snefilefni úr jarðveginum og borga vínviðnum fyrir sykurinn með því að færa honum þessi snefilefni. Örverurnar gegna því lykilhlutverki í bragðmyndun vínsins og það er mikilvægt að hlúa að þeim.“ Kryddjurtir til ýmissa hluta nytsamlegar Það er að ýmsu að huga í fram- leiðslunni og þó að mesta yfirlegan og umhyggjan fyrir ræktunarsvæðunum sé á vorin, sumrin og fram á haustið er þetta vinna allt árið að sögn Höskuldar. Til viðbótar við dvergkindurnar hafa þau hjónin ræktað margar tegundir kryddjurta á ekrunum sem hafa margvísleg áhrif. „Kryddjurtirnar hjálpa okkur að fæla frá skordýr sem sækja í berin á haustin þegar þau eru orðin sæt. Jafnframt halda þær kindunum heilbrigðari en kindurnar borða af þeim í örlitlu magni til þess að losna við ýmsa sníkla. Við notum þær líka til að búa til jurtate sem við sprautum á vínviðinn til að styrkja hann gegn sýkingum. Að sjálfsögðu bragðast lambakjötið betur þegar þau eru búin að vera að borða kryddjurtir allt sumarið. Einnig notum við kryddjurtirnar til að búa til tvær útgáfur af drykknum Vermouth svo þetta hefur góð áhrif í okkar framleiðslu,“ segir Höskuldur, sem selur vín sín í nokkrum löndum Evrópu og í ÁTVR hér heima. Það færist einnig í aukana að Íslendingar panti beint af Höskuldi og er opið fyrir pantanir hjá honum til 15. maí næstkomandi fyrir sumarsendingu. /ehg LÍF&STARF Eins og sjá má fer vöruúrval Höskuldar og konu hans, Söru, vaxandi frá ári til árs og selja þau nú vínin sín í nokkrum Evrópulöndum ásamt á Íslandi. Dvergkindur og kryddjurtir töfralausnir í ræktuninni „Við erum farin að beita dvergkindum af kyninu Ouessant allt árið á ekrunum okkar til að halda grasi og illgresi í skefjum og hefur gefið góða raun,“ segir Höskuldur. Höskuldur Ari Hauksson, íslenski vínbóndinn í Sviss, var staddur hérlendis á dögunum til að kynna nýtt freyðivín í framleiðslu hjá sér, Perlur. AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur frá árinu 1990 gefið út vísitölu matvælaverðs sem kallast FAO Food Price Index (FFPI). Vísitalan er mælikvarði á verðþróun matvæla í heiminum. Árið 2021 hækkaði vísitalan um 28,1%. Hækkun sem skýrist af áhrifum Covid-19, öfgum í veðurfari með tilheyrandi uppskerubrestum og hækkun áburðarverðs. Stríðið í Úkraínu hefur leitt til enn meiri hækkana á matvælaverði. Vísitalan hefur hækkað um 19% það sem af er þessu ári. Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hefur vísitalan hækkað um 13%. Þessar hækkanir á matvælaverði eiga sér ekki fordæmi. Hækkun matvælaverðs síðustu vikur og mánuði er drifin áfram af hækkun aðfanga en ekki síður af þeirri ástæðu að jafnvægi framboðs og eftirspurnar hefur raskast. Hækkun allra aðfanga mun ferðast upp virðiskeðjuna og á endanum leiða af sér hækkun á matvælaverði. Hækkun matvælaverðs hefur áhrif á þróun verðbólgu og því þarf að leita allra tiltækra leiða til þess að stemma stigu við verðhækkunum. Bændur finna sannarlega fyrir þeim kostnaðarhækkunum sem hafa orðið á aðföngum síðustu misserin. Þar vegur þyngst að áburður hefur hækkað um 90-95% milli ára. Flest aðföng í rekstri sauðfjárbúa eru að hækka um 20-40% milli ára. Sem dæmi hækkar rúlluplast um 30-35% milli ára, vélaolía hefur hækkað um 40-45% og kjarnfóður um 30-35%. Þessir liðir vega þungt í bókhaldi sauðfjárbænda og þörf á verulegri hækkun afurðaverðs bara til að mæta þessum kostnaðarhækkunum. Sauðfjárbændum er vandi á höndum. Framleiðslukostnaður fer hækkandi og það ríkir algjör óvissa um afkomu á þessu ári þar til afurðaverð er komið fram. Á undanförnum árum hafa bændur lagt mikið af mörkum við að hagræða og bæta rekstur sinna búa. Afurðaverð og opinber stuðningur þarf að taka mið af þeim kostnaði sem hlýst af þessari framleiðslu og þar með tryggja bændum sanngjarna afkomu af sínum rekstri. Nú þegar hefur ein afurðastöð gefið út að hækkun á komandi haust verði að lágmarki 10%. Sú hækkun er því miður langt frá því að koma til móts við væntingar bænda. Í þessu samhengi þarf að halda því til haga að árið 2017 varð hrun í afurðaverði sem ekki hefur nema að litlu leyti náðst að vinna til baka. Á dögunum birtist í Bændablaðinu grein eftir þau Eyjólf Ingva Bjarnason og Maríu Svanþrúði Jónsdóttur, starfsmenn RML. Í greininni er m.a fjallað um afkomu sauðfjárbúa og lagt mat á hverjar afurðatekjur ársins þurfi að vera miðað við hækkanir á framleiðslukostnaði. Í greininni segir: „Í spá fyrir árið 2022 þurfa afurðatekjur að vera 900 kr/kg til að búin standi á sléttu fyrir afskriftir og fjármagnsliði“. Reiknað afurðaverð haustið 2021 með eftirágreiddum verðbótum var 552 kr/kg. Að óbreyttu er algjör forsendubrestur í rekstri sauðfjárbúa vegna fordæmalausrar hækkunar á aðföngum. Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda BÍ. Hækkun á framleiðslukostnaði matvæla án fordæma Trausti Hjálmarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.