Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 2022 47 REIÐMAÐURINN Nemendur fá tækifæri til að þróast í eigin reiðmennsku óháð fyrri reynslu og um leið að takast á við nýjar áskoranir og aukna ábyrgð. Námið er í senn blanda af fræðilegri nálgun og verklegum æfingum þar sem fjölbreytt, hagnýtt og einstaklingsmiðað nám er í forgrunni. Nemendur vinna markvisst að settum mark- miðum þar sem vel menntaðir og þjálfaðir reiðkennarar leiðbeina út frá einstaklingsviðmiðumí þéttu aðhaldi sem hópastarf gefur. endurmenntun.lbhi.is | 433 5000 | endurmenntun@lbhi.is Randi Holaker Verkefnisstjóri randi@lbhi.is | 843 5339 Nánari upplýsingar Reiðmaðurinn er nám á framhaldsskólastigi á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands ætlað fróðleiksfúsum reiðmönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. NÁM Í REIÐMANNINUM 2022 – 2023 REIÐMAÐURINN I • Sprettur í Kópavogi • Sörli í Hafnarfirði • Dreyri á Akranesi • Freyfaxi á Egilsstöðum • Svaðastaðahöllin á Sauðárkróki REIÐMAÐURINN II • Sprettur í Kópavogi • Sleipnir á Selfossi • Hörður í Mosfellsbæ • Léttir á Akureyri REIÐMAÐURINN III • Mið-Fossar í Borgarfirði • Reiðhöllin á Flúðum • Reiðhöllin Vesturkoti • Sörli í Hafnarfirði FRUMTAMNINGAR • Mið-Fossar í Borgarfirði Kennarar: Ólafur Andri Guðmundsson og Haukur BjarnasonUMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ 2022 Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Hjólastillingar | Smurverkstæði/þjónusta HJÓLASTILLINGARPÚSTÞJÓNUSTASMURÞJÓNUSTAVARAHLUTIRVÉLASTILLINGAR VIÐGERÐIR Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR Bjarki Sigurðsson leiðbeinandi sýnir réttu handtökin við að kljúfa við. Myndir / Ásdís Helga Bjarnadóttir Vel heppnað tálgunarnámskeið haldið í Fljótsdal: Æfingin skapar meistarann Fyrsta námskeiðið á vegum Droplaugar hið Fljótsdælzka handverksfjelags var haldið á dögunum, tálgunarnámskeið úr ferskum við, sem haldið var í Végarði fyrr í þessum mánuði í umsjón Bjarka Sigurðssonar. Félagið var endurvakið nú á þessu ári, en áður fyrr var mikil virkni innan félagsins og stóð það fyrir margvíslegri starfsemi. Það hefur legið niðri undanfarin ár en nú hefur ný stjórn tekið til starfa. Halla Auðunardóttir, formaður Droplaugar, segir tilgang félagsins að standa fyrir fræðslu og nám skeiðum sem tengjast hvers konar handverki. Jafnframt að hvetja til þátttöku almennings í að viðhalda þekkingu og vinnubrögðum í gömlu handverki. Æfðu handtökin Á fyrsta námskeiðinu þar sem tálgað var úr ferskum við var að sögn Höllu m.a. farið yfir það hvernig best er að velja efni og hvernig á að kljúfa það. Einnig var farið yfir brýnslu hnífa og kennd örugg hnífabrögð. „Það var unnið að nokkrum verkefnum til að æfa handtökin og þá reyndi á hvern og einn nemanda hversu laginn hann var með hnífinn,“ segir Halla. Einnig var farið yfir þætti eins og hvernig best er að geyma það sem verið er að vinna með og hvernig á að þurrka hlutina. Þá kom fram á námskeiði Bjarka að mikilvægt er að bera á þá hluti sem unnið er með á lokastigum vinnunnar. Bent var á að hægur vandi væri að útbúa ýmsa nytjahluti, svo sem sköft á spaða, hnífa og fleira þess háttar. Fleiri námskeið á döfinni „Ljóst er að hér skapar æfingin meistarann og vonandi eiga nemendur eftir að halda áfram að skapa eitthvað fallegt úr efnivið nærumhverfisins,“ segir Halla. Bjarki hefur nýlokið námskeiðs­ röð hjá LbhÍ og náð sér í réttindin tálguleiðbeinandi, Lesið í skóginn og Tálgað í tré. „Við vonum innilega að Bjarki verði tilbúinn að halda fleiri námskeið því möguleikarnir í umhverfinu hér í Fljótsdalshéraði eru margir,“ segir Halla. Félagið mun síðar halda fleiri námskeið, m.a. þar sem torf og grjót koma við sögu og tóvinna. /MÞÞ Þátttakendur æfa sig í að tálga út og þar reyndi á hvern og einn hversu laginn hann var með hnífinn. LÍF&STARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.