Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 2022 21 Danir hafa í gegnum tíðina verið mjög háðir jarðefnaeldsneyti við framleiðslu á raforku, ekki síst brúnkolum. Á seinni árum hafa þeir þó byggt upp mikið kerfi af vindmyllum til raforkuframleiðslu. Fáum útlendingum kemur þó til hugar að þar geti verið að finna vatnsorkuver. Danmörk er ekki síst þekkt fyrir sitt mikla flatlendi. Á Fjóni og á Jótlandi er samt nokkuð um hæðardrög sem eru afrakstur framskriðs ísaldarjökuls. Á svæðinu við Kakkeberg í Assen héraði á Fjóni eru hæðir sem seint geta kallast fjöll, en geta safnað í sig vatni og frá þeim rennur hin mjög svo látlausa Brænda á. Hún á upptök sín rétt við lestarbæinn Tommerup og rennur þaðan um 28 kílómetra leið út í Litlabelti á Vestur-Fjóni. Vatnið úr ánni var m.a. nýtt til að knýja vatnsmyllu til að mala korn upp úr árinu 1500. Um aldamótin 1900 var farið að huga að gerð vatnsorkuvers sem nýtti fallorku árinnar til raforkuframleiðslu. Var í framhaldinu gerð stífla í ána við Tanderup nærri Gelsted, um 4,5 km frá árósunum. Örvirkjun á íslenskan mælikvarða Þessi rafstöð var gangsett 1912 og fékk nafnið Brende Mølle Elektricitetsværk, eða Brende Mølle elværk. Fallhæðin þætti ekki mikil á Íslandi, vart meira en tvær mannhæðir. Aflvélar virkjunarinnar voru tvær, ein 20 hestafla vél og önnur 70 hestafla. Eru þær sagðar hafa skilað 5.000 volt ampera riðstraumi. Það er ótrúlega lítið og þýðir að afl virkjunarinnar hafi aðeins verið upp á 5 kílówött, eða 0,005 megawött (MW). Þetta litla afl gæti samt skýrst af afar litlum vatnsþrýstingi. Miðað við samanlagða hestaflatölu hefði uppsett afl hins vegar getað verið rúmlega 67 kílówött, eða 0,067 MW. Ef horft er á rafstöðvarbygginguna mætti svo ætla að þar hafi verið margfalt meiri raforkuframleiðsla. Þetta danska orkumannvirki þykir ekki stórt ef miðað er t.d. við Elliðaárvirkjun, sem nýtti fallorku úr Árbæjarstíflu í Reykjavík. Ákvörðun um byggingu þeirrar virkjunar var tekin í Reykjavík 1919 og miðaði við 1.000 hestafla vélarorku. Var sú virkjun vígð 27. júní 1921. Virkjunin var stækkuð í tvígang og árið 1933 var aflið orðið 3.150 kílówött, eða 3,15 megawött. Yfir hundrað vatnsrafstöðvar í Danmörku um miðja síðustu öld Brende Mølle Elektricitetsværk er langt frá því að vera eina vatnsorkuver Dana. Fyrsta vatns- virkjun þeirra sem framleiddi raforku var Kær Mølle virkjunin austan við Christiansfeld sem gangsett var 1897. Þá má nefna Holsted Elværk sem var gangsett 1902 í endurgerðri myllubyggingu sem reist var 1867. Í kjölfar byggingar á Brende Mølle Elværk voru reistar einar 18 vatnsrafsstöðvar á árabilinu 1911 til 1923. Fyrri heimsstyrjöldin ýtti undir að Danir reyndu að vera sjálfum sér nægir á sem flestum sviðum, líka í raforkuframleiðslu. Um 1940 höfðu yfir 100 litlar vatnsaflsstöðvar verið reistar í Danmörku, flestar á Jótlandi. Þetta leiðir hugann að möguleika á stórbættri nýtingu á öllu því vatnsafli sem Íslendingar ráða yfir og rennur ónotað til sjávar. Starfsemi Brende Mølle Elværk hætt 1984 Brende Mølle Elektricitetsværk var endurbætt árið 1970 og framleiddi raforku fyrir Dani allt til 1984 þegar VELUX Gruppen yfirtók fyrirtækið. Byggingin hefur síðan verið nýtt undir verksmiðjustarfsemi. Sumarið 1990 var byggður mjög snotur laxastigi við stíflu orkuversins sem Dönum og gestum þeirra þykir nokkuð tilkomumikil sjón. /HKr. Það er betra að vera skjó r en skjóur Skoðun dagsins: Sími 570 9090 • www.frumherji.is Nældu þér í óumdeildari skoðun, komdu með hestakerruna á næs skoðunarstöð og hafðu hana klára rir vorið og sumarið. Fæstum koma vatnsorkuver til hugar þegar litið er á hina marflötu Danmörku: Danir gjörnýttu allar sínar lækjarsprænur og voru um tíma með yfir 100 vatnsrafstöðvar Laxastiginn við Brende Mølle á Fjóni er falleg hönnun sem laðar að ferðamenn. Myndir / HKr. Stöðvarhús Brende Mølle Elektricitetsværk er stórt og mikið, en þar er ekki lengur framleitt rafmagn. Brænda-áin eru ekki stór en lífríki á vatnasviði hennar þykir merkilegt. Horft niður yfir laxastigann. Rafbílaframleiðendur stefna á fastkjarnarafhlöður: Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state), voru fréttirnar með metnaðarfullri tímalínu um að hefja tilraunaframleiðslu árið 2024. Einnig að slíkar rafhlöður yrðu komnar í bíla á árinu 2028. Vissulega eru fastkjarnarafhlöður það sem rafbílaframleiðendur glíma nú hvað mest við. Volkswagen og Mercedes, Honda og Toyota stefna öll að þessu marki. „Fyrsti bílaframleiðandinn sem kemur með slíkar rafhlöður í raðframleiðslu mun njóta mikilvægs samkeppnisforskots,“ sagði Thomas Schmall, forstjóri Volkswagen Group Components, í samtali við Porsche Consulting í lok apríl. „Við eigum von á gangsetningu á fyrstu tilraunaverksmiðjum okkar á árinu 2025 eða 2026,“ sagði hann. Það er samt einu til tveim árum á eftir áætlunum Nissan sem hyggst setja slíka verksmiðju í gang 2024. Verður Nissan þá á undan Toyota sem var talið leiðandi á þessu sviði en það fyrirtæki viðurkenndi nýlega að þeirra tilraunaframleiðsla kæmist ekki í gang fyrr en 2025 eða 2026. Nissan er undir miklum þrýst- ingi varðandi eigin hönnun á fastkjarnarafhlöðum. Þar á bæ halda menn fast að sér spilunum, en flestir aðrir bílaframleiðendur reiða sig á utanaðkomandi samstarfs- aðila. Volkswagen treystir á Quant- umScape. Prologium kynnti nýlega raunverulega rafhlöðu sem knýr LEV-bíla Gogoro, en Toyota er nú að hugsa um að taka höndum saman við Pansonic til að deila fjárfestingarbyrðinni. Í öllum tilfellum byggja áætlanir um framleiðslu fastkjarna- rafhlaða á lengri drægni, minni framleiðslukostnaði, meiri orku- þétt leika og meiri hleðsluhraða. /HKr. Fastkjarnarafhlaða Nissan á að fara í tilraunaframleiðslu 2024 ef áætlanir ganga upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.