Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 64

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 64
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202264 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken kaupa Arabæ af Guðlaugi Guðmundssyni sum- arið 2006 og við tóku breytingar á fjósi í hesthús. Fyrstu árin voru stundaðar miklar tamningar, síðan samhliða því fóru þau að rækta rófur lítillega sem hefur aukist mikið ásamt ferðaþjónustu síðustu árin og hestamennskan er orðin meira áhugamál en atvinna. Býli: Arabær. Staðsett í sveit: Flóahreppi í Árnessýslu. Gaulverjabæjarhreppi hinum forna. Ábúendur: Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við hjónin ásamt sex börnum; Svandís Aitken, 15 ára, David Örn Aitken, 14 ára, Axel Örn Aitken, 11 ára, Sóley Lindsay Aitken, 7 ára, Snæbjörn Örn Aitken, 4 ára, Stella Robin Aitken, 3 ára og faðir minn, Sigurvin Ólafsson. Svo erum við með tíkina Ariel og kettina Capucchino og Expresso. Stærð jarðar? Um 50 hektarar. Gerð bús? Rófurækt, ferðaþjón­ usta, hross, nokkrar hænur, kanínur, tvær endur og ein gæs. Fjöldi búfjár og tegundir? 25 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það þarf að koma börnum af stað í skóla og leikskóla, svo þarf að fóðra hrossin, hænurnar og öll hin dýrin. Suma daga er rófuþvottur og flesta daga þrif á húsum og rúmfötum, skutla á fótbolta, glímu og íþrótta­ æfingar og sækja á leikskóla. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? það er ekkert starf leiðinlegt bara misskemmtileg. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan, kannski bæta við sig í grænmetisræktun. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Tækifærin eru alls staðar en líklega mest í grænmetinu. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og smjör. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hrossasnitzel. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það voru mörg eftir­ minnilega atvik við frumtamn­ ingarnar. Langeldað kjöt og bakaðar kartöflur í kjötsoði Þegar fer að líða að sumri er tilvalið að plana vina- og fjölskylduhitting og þá er gott að framreiða kjöt sem er búið að vera í ofni í lengri tíma og framreiða með fullt af íslensku grænmeti þegar það kemur í búðir. En þangað til þurfum við víst þá að ferðast í huganum á vorin og nota grænmeti frá Miðjarðarhafi í bland við íslenska grænmetið úr gróðurhúsum með ferskum kryddjurtum. Nautaskankar í rauðvínssósu (Ossobuco) › 4 stk. nautaskankar (sneiðar) › 500 ml rauðvín › 2 laukar › 100 g grænmeti (t.d. gulrætur, rófur, sellerí eða hvað sem er) › olía › salt og pipar Hitum ofninn í 165 gráður. Hitum olíuna í víðum þykkbotna potti sem þolir að fara í bakarofn. Kryddum skankana vel með salti og pipar og brúnum þá á öllum hliðum. Skerum nú laukana í sneiðar og dreifum þeim á milli skankanna. Hellið rauðvíni yfir. Kryddum með lárviðarlaufum, hitum allt upp að suðumarki, leggjum þá lok yfir og setjum í ofninn. Látum réttinn malla í 2½ klukkutíma. Bætum grænmeti saman við og steikjum í 15­20 mínútur í viðbót. Smökkum soðið og bragðbætum með pipar og salti eftir þörfum. Berum kjötið fram með lauk, græn­ meti og soði. Ofnbakaðar kartöflur eða kartöflustappa bragðbætt með hvítlauk fara mjög vel með þessu. Það er gott að nota ítalskt krydd í þennan rétt, t.d. lárviðarlauf, basi­ líku eða rósmarín. Nautaskankar eru enn betri ef maður setur þá í 10% saltlög í tólf klukkutíma og svo ferskt vatn til að skola áður en þeir eru eldaðir – verða bragðmeiri og mýkri fyrir vikið. Bakaðar kartöflur í kjötsoði › 400 g kartöflur › 400 ml kjötsoð (vatn og kraftur) › 2 hvítlauksrif › 50 ml smjör eða olía › salt Skrælum kartöflurnar og skerum síðan í þær til hálfs með fínu bili á milli skurðanna, það gefur bæði fallegt útlit og gefur soðinu greiðari aðgang að kartöflunum. Merjum hvítlaukinn eða söxum hann mjög fínt. Setjum kartöflurnar í eldfast fat með hvítlauk, smjöri og kjötsoði. Bökum í ofni við 180 gráður í 45­60 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar brúnar, fallegar og mjúkar í miðjunni. Kryddum með salti eftir smekk (má líka baka með skönkunum). Gulrætur og laukur í olíu › 5 gulrætur (100 g) › 2-3 hvítlauksrif › 1-2 tsk. kóríanderfræ › 100 g skalottlaukur › olía › salt og pipar Skerum gulrætur, hvítlauk og skalott­ lauk í þunnar sneiðar. Eldum gulræt­ ur, lauk, hvítlauk og kóríanderfræ í olíu í potti við vægan hita. Kryddum til með salti og pipar. Það er mjög gott að bæta í þetta góðri ólífuolíu og bragðgóðu ediki eða sítrónusafa í lokin. Lambabógur í sinnepslegi með grænmeti › 1 lambabógur › 2 hvítlauksgeirar › 2 msk. dijonsinnep › 40 g púðursykur › Vatn › olía › salt (jafnvel gróft salt) › pipar Byrjum á að pensla kjötið með olíu og skerum svo nokkrar línur í kjötið ásamt því að gera fínar holur í það með litlum hníf. Troðum hvítlauk inn í holurnar og nuddum honum um leið aðeins á kjötið. Nuddum líka salti og pipar á kjötið. Færum lambið í sjóðheitan ofn eða á grill til að fá góða brúningu á það. Þegar lærið er orðið fallega gullbrúnt allan hringinn lækkum við hitann vel og hellum vatni yfir. Leyfum nú herlegheitunum að dóla á grillinu eða í ofninum í tvo tíma. Blöndum nú saman púðursykri og smávegis dijonsinnepi og berum á allt lambið. Hækkum svo hitann vel og steikjum kjötið í 2­3 mínútur til að brenna það aðeins að utan. Leyfum steikinni að jafna sig í 10 mínútur eftir að við tökum hana af grillinu (úr ofninum) og berum hana svo fram með uppáhaldsmeðlætinu okkar, td. grænmeti sem er bakað í lok eldunartímans. Ofnbakað grænmeti › 1 kúrbítur › blandaðar paprikur › 3 laukar › 1 dós tómatar › 1 eggaldin › olía › salt og pipar Tökum endana af kúrbítnum og eggaldininu og skerum kjötið í sneið­ ar, smásöxum laukinn. Hitum olíuna og ljósbrúnum eggaldinið, bætum í tómötum, lauk og kúrbít, kryddum til með salti og pipar. Þetta sjóðum við svo við vægan hita í potti. Gott er að setja smá ólífuolíu yfir matinn fyrir framreiðslu. Basil, notaðu annars það grænmeti og þær kryddjurtir sem þú átt, til að ná fram ólíku bragði. Fallegt að framreiða á beði af hrísgrjónum með grænmeti í kring. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari bjarnigk@gmail.com Arabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.